Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

105. fundur 10. maí 2019 kl. 15:00 - 17:00 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Bára Daðadóttir formaður
 • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir varaformaður
 • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
 • Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Ytra mat grunnskóla

1904144

Menntamálastofnun hefur framkvæmt ytra mat á Grundaskóla sem er grundvallað á lögum nr. 91/2008 um grunnskóla, gildandi reglugerðum um mat og eftirlit og þriggja ára áætlun mennta- og menningarmálaráðuneytisins um úttektir á grunnskólastigi.
Markmið með ytra mati á grunnskólum eru meðal annars þau að vera hvati til frekari skólaþróunar, að styðja stjórnendur og kennara í umbótum á eigin starfi og styðja og efla innra mat og gæðastjórnun skóla.
Í matinu var lögð áhersla á fjóra þætti; stjórnun og forystu, nám og kennslu, vinnubrögð við innra mat og fjórði þátturinn skóli án aðgreiningar.
Nú liggur fyrir skýrsla menntamálastofnunar á ytra mati skólans.
Sigurður Arnar Sigurðsson skólastjóri í Grundaskóla situr fundinn undir þessum lið.

Skóla- og frístundaráð þakkar skólastjóra Grundskóla fyrir kynningu á niðurstöðum ytra mats og umbótaáætlun skólans.
Ráðið óskar skólanum til hamingju með góða niðurstöðu og hvetur skólann til áframhaldandi skólaþróunar á góðu skólastarfi.

2.Ungt fólk 2019 - rannsókn og greining niðurstöður

1905208

Kynntar niðurstöður Rannsókna og greininga (R&G) á högum og líðan ungs fólks á Akranesi.
Sigurður Arnar situr áfram og Arnbjörg Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi skólastjóra í Brekkubæjarskóla, Heiðrún Janusardóttir verkefnastjóri æskulýðs og forvarnarmála og Hildur Karen Aðalsteindóttir framkvæmdastjóri ÍA koma inn á fundinn undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráð þakkar fyrir kynningu á fyrstu niðurstöðum úr rannsókn á högum og líðan ungs fólks á Akranesi.
Ráðið lýsir yfir áhyggjum sínum á þeirri breytingu sem kemur fram í niðurstöðunum.

Akraneskaupstaður hefur fengið styrk að upphæð kr. 1 milljón úr Sprotasjóði til að efla samstarf þvert á skólastigin og lagt er til að við nýtingu styrksins verði áhersla á hagi og líðan ungs fólks á Akranesi.

Lagt er til að stofnaður verði samráðsvettvangur skólanna, frístundamiðstöðvar, fulltrúi frá íþróttahreyfingunni, fulltrúi FVA og fleiri aðila til að efla samvinnu allra þeirra sem hlut eiga að máli.Fulltrúi Þorpsins og skólastjórar komi inn á fund ráðsins í ágúst og kynna tillögu að aðgerðaráætlun.

Fundi slitið - kl. 17:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00