Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

103. fundur 05. apríl 2019 kl. 08:15 - 10:15 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Bára Daðadóttir formaður
  • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Leikskólar - fjölgun skipulagsdaga

1903019

Erindi frá leikskólastjórum á Akranesi um fjölgun skipulagsdaga.
Björg Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólaskólastjóra, Heiða B. Guðjónsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólakennara og Sylvía Hera Skúladóttir áheyrnarfulltrúi foreldri leikskólabarna sitja fundinn undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráð samþykkir að frá og með næsta starfsári 2019 - 2020 verði 5 skipulagsdagar á leikskólum á Arkanesi. Skóla- og frístundaráð mælist til þess að skipulagsdagar leik og grunnskóla verði eins margir sameiginlegir og kostur er og skólarnir verði í samstarfi um ákvörðun um skipulagsdaga skólanna.

Skóla- og frístundaráð felur sviðsstjóra að vinna að leiðum með stjórnendum frístundarinnar til að vera með valkosti í frístundastarfi fyrir börn í grunnskólum á starfstíma þegar ekki er skóli.
Með því að fjölga starfsdögum vill skóla-og frístundaráð stuðla að bættu starfsumhverfi í leikskólum á Akranesi.

2.Íbúaþing um skólamál

1811110

Framhald á umræðu um áherslur og framkvæmd á íbúaþingi um menntamál.
Björg Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólaskólastjóra, Heiða B. Guðjónsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólakennara og Sylvía Hera Skúladóttir áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna, Jónína Erna Arnardóttir skólastjóri Tónlistarskóla Akraness, Sigurður Arnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi stjórnenda í Grundaskóla, Arnbjörg Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi stjórnenda í Brekkubæjarskóla, Heiðrún Janusardóttir fulltrúi Þorpsins, Kolbrún Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi kennara í Brekkubæjarskóla og Jón Hjörvar Valgarðsson fulltrúi ungmenna sitja fundinn undir þessum lið.



3.Húsnæðismál grunnskólanna

1904070

Umræða um húsnæðismál grunnskólanna á Akranesi.
Arnbjörg Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi stjórnenda í Brekkubæjarskóla, Sigurður Arnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi stjórnenda í Grundaskóla og Kolbrún Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi kennara í Brekkubæjarskóla.

Skóla- og frístundaráð leggur til að stofnaður verði vinnuhópur með fulltrúum beggja grunnskólanna sem leiddur yrði af sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs. Verkefni vinnuhópsins er að meta stöðuna í grunnskólunum varðandi rými og fjölda nemenda fyrir upphaf skólaárs 2020 og leggja fram tillögur að skrefum til þess að mæta væntanlegri íbúafjölgun á næstu árum. Óskað er eftir að tillögur verði kynntar í skóla- og frístundaráði fyrir lok september 2019 þannig að hægt verði að taka mið af þeim við næstu fjárhagsáætlanagerð. Vinnuhópurinn skal taka mið af þeim gögnum sem nú þegar liggja fyrir auk annarra gagna sem málið varðar.

4.Norðurálsmótið 2019 - samningur

1904055

Endurnýjun á samningi Akraneskaupstaðar og Knattspyrnufélags ÍA vegna Norðurálsmóts í Knattspyrnu.
Skóla- og frístundaráð samþykkir að endurnýja samning við KFÍA vegna Norðurálsmóts til þriggja ára með sömu upphæð og síðasta ár með vísitöluhækkun. Tillögu vísað í bæjarráð.

Fundi slitið - kl. 10:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00