Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

93. fundur 04. desember 2018 kl. 08:00 - 11:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Bára Daðadóttir formaður
 • Ragnar B. Sæmundsson varaformaður
 • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
 • Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Samstarf við FVA- húsnæðismál

1811222

Fundurinn hófst upp í Fjölbrautarskóla Vesturlands Akranesi.
Undir þessum lið sitja Agústa Elín Ingþórsdóttir skólameistari FVA, Pétur Óðinsson umsjónarmaður húsnæðis FVA, Arnbjörg Stefánsdóttir skólastjóri Brekkubæjarskóla, Sigurður Arnar Sigurðsson skólastjóri Grundaskóli, Kolbrún Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi kennara í Brekkubæjarskóla.

Eftir kynningu í FVA var fundi haldið áfram í bæjarþingsal Akraneskaupstaðar. Fulltrúar FVA fylgdu ekki með í þingsalinn.

Skóla- og frístundaráð fagnar samstarfi stjórnenda grunnskólanna á Akranesi og skólameistara FVA.
Jafnframt þakkar ráðið fyrir þær upplýsingar sem komu fram á fundinum og ítarlega samantekt á minnisblaði.
Skóla- og frístundaráð samþykkir að vísa til bæjarráðs tillögu um að bæjarstjóra verði falið í samstarfi við skólastjórnendur, að vinna frekari útfærslu á hugmyndinni að grunnskólarnir á Akranesi fái afnot af hluta af rými FVA fyrir nemendur 10. bekkjar.
Lagt er til að leitað verði eftir því við menntamálaráðuneytið að FVA og grunnskólarnir á Akranesi vinni að tilraunarverkefni sem miðar að samstarfi milli skólastiga.

2.Erindi frá íþróttakennurum í Grundaskóla

1811213

Undir þessum lið sitja Sigurður Arnar Sigurðsson skólastjóri Grundaskóla og Agústa Andrésdóttir forstöðumaður íþróttamannvirkja.

Skóla- og frístundaráð þakkar íþróttakennurum í Grundaskóla fyrir erindið.
Ráðið felur sviðsstjóra að eiga samráð við forstöðumann íþróttamannvirkja, fulltrúa notenda hússins og skipulags- og umhverfissviðs um mögulegar lausnir til þess að bæta vinnuaðstöðu íþróttakennara og annarra starfsmanna íþróttamannvirkjanna á Akranesi.

3.Tillaga ungmennráðs um samráðshóp

1811221

Undir þessum lið sitja Heiðrún Janusardóttir verkefnastjóri æskulýðs- og forvarnarmála og Lúðvík Gunnarsson deildarstjóri í Þorpinu.

Samþykkt er tillagan um að stofnaður verði ólaunaður samráðshópur barna og ungmenna og bæjarfulltrúa til að móta framtíðarstefnu um vettvang fyrir ungt fólk.
Lagt er til að í vinnu sinni taki samráðshópurinn m.a. mið af eftirfarandi:
-Skapaður verði vettvangur fyrir börn og ungmenni til að koma skoðunum sínum sem varðar sveitarfélagið á framfæri.
-Að ungmenni geti haft áhrif á þau málefni sem þau telja mikilvæg.
-Að ungmennin velji sjálf mál sem þau fást við hverju sinni
- Að formlegur vettvangur ungmenna geti verið bæjaryfirvöldum til ráðgjafar um einstaka mál.
- Að mótað sé verklag um hvernig fulltrúar ungmenna njóti fræðslu og þjálfun í lýðræðislegum vinnubrögðum og til sé vettvangur til að þjálfa sig í þeim.
- Að ungmenni sem notið hafi þjálfunar taki þátt í þjálfun annarra ungmenna í lýðræðislegum vinnubrögðum.

Erindinu er vísað áfram til áframhaldandi umræðu og útfærslu á fundi ráðsins í febrúar 2019.

4.Íbúaþing um skólamál

1811110

Í málefnasamningi Samfylkingarinnar og Framsóknar og frjálsra vegna meirihlutasamstarfs í bæjarstjórn Akraness er eitt af helstu markmiðum að skólar á Akranesi verði ávallt í fremstu röð. Jafnframt er í málefnasamningnum stefnt að því að halda íbúaþing um menntamál til þess að viðhalda vexti skólastarfs.

Á fundi bæjarstjórnar Akraness 13. 11. 2018 var samþykkt tillaga Sjálfstæðisflokksins um að haldið yrði íbúaþing um skólamál á Akranesi og var skóla- og frístundaráði falið að útfæra og undirbúa slíkt íbúaþing á næsta ári með það að markmiði að hægt verði að nýta niðurstöðurnar af íbúaþinginu í vinnu við fjárhags- og fjárfestingaráætlun fyrir árið 2020.
Lagt er til að halda áfram umræðu á fyrsta fundi ráðsins i janúar 2019.

Fundi slitið - kl. 11:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00