Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

84. fundur 26. júní 2018 kl. 16:00 - 17:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Bára Daðadóttir formaður
 • Ragnar B. Sæmundsson varaformaður
 • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
 • Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Teigasel - fyrirkomulag skipulagsdaga

1805199

Erindi frá leikskólanum Teigaseli til skóla- og frístundaráðs vegna skipulagsdaga skólaárið 2018 - 2019.
Skóla- og frístundaráð samþykkir tillögu leikskólastjóra Teigasels.

2.Vallarsel - fyrirkomulag skipulagsdaga

1806004

Erindi frá leikskólanum Vallarseli til skóla- og frístundaráðs vegna skipulagsdaga skólaárið 2018 - 2019.
Skóla- og frístundaráð samþykkir tillögu leikskólastjóra Vallarsels.

3.Leikjanámskeið - samstarf vegna barns með fötlunargreiningu

1806041

Beiðni frá Hvalfjarðarsveit um þátttöku barns í leikjanámskeiðum Þorpsins sumarið 2018.
Erindið lagt fram til kynningar.

4.Þjónustuþörf nemenda

1802385

Fjármagnsbeiðni frá Brekkubæjarskóla vegna skólaþjónustu.
Erindinu vísað í bæjarráð.

5.Sundfélag Akraness - umsókn um ferðastyrk

1806040

Erindi frá Sundfélagi Akraness - Beiðni um ferðastyrk vegna þjálfunar í 50 m laug.
Skóla- og frístundaráð fagnar þeim árangri sem iðkendur Sundfélags Akraness eru að ná.

Skóla- og frístundaráð beinir ósk sundfélagsins til umræðu sem er í gangi í tengslum við fjárhagsstuðning Akraneskaupstaðar við ÍA og stefnumótunar í samskiptum Akraneskaupstaðar og íþróttafélaga.
Jafnframt er bent á styrkjasjóð Akraneskaupstaðar til menningar- og íþróttamála. Auglýst er eftir umsóknum síðar á árinu.

6.Evrópumót í snóker í Rúmeníu - styrkbeiðni

1805212

Umsókn um styrk vegna Evrópumóts í snóker.
Skóla- og frístundaráð fagnar ferð umsækjanda á Evrópumót í snóker.
Umsækjanda er bent á styrkjasjóð menningar- og íþróttamála sem auglýstur er síðar á árinu.

Fundi slitið - kl. 17:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00