Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

74. fundur 16. janúar 2018 kl. 16:30 - 19:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Þórður Guðjónsson formaður
 • Sigríður Indriðadóttir varaformaður
 • Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Sigrún Inga Guðnadóttir áheyrnarfulltrúi
 • Rakel Óskarsdóttir varamaður
 • Ingibjörg Valdimarsdóttir varamaður
Starfsmenn
 • Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
 • Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Laugar - skólaferðalag

1712150

Erindi frá nemendum 9. bekkjar Grundaskóla.
Sigríður Indriðadóttir víkur af fundi.
Ingibjörg Valdimarsdóttir víkur af fundi.
Skóla- og frístundaráð þakkar nemendum Grundaskóla fyrir erindið en ekki er hægt að verða við því.
Skóla- og frístundaráð skilur sjónarmið sem koma fram og felur sviðstjóra að vinna með stjórnendum og nemendum beggja grunnskólanna og Þorpsins til að skapa tækifæri að viðburði fyrir 9. bekk sem tekur mið af þeim markmiðum sem koma fram í erindinu.

Rakel Óskarsdóttir víkur af fundi
Sigríður Indriðadóttir tekur sæti á fundinum
Ingibjörg Valdimarsdóttir tekur sæti á fundinum

Áheyrnarfulltrúi Anney Ágústsdóttir tekur sæti á fundinum

2.Starfsemi leikskóla - sumarlokun 2018

1801143

Ákvörðun um sumalokun leikskóla sumarið 2018
Rakel Óskarsdóttir varamaður víkur af fundi.
Sigríður Indriðadóttir tekur sæti á fundinum.
Ingibjörg Valdimarsdóttir tekur sæti á fundinum.

Skóla- og frístundaráð leggur til að farið verði að tillögu leikskólastjóra um að lokað verði í 4 vikur og lögð verður fyrir foreldra skoðunakönnun varðandi lokunartíma. Lagt er til við bæjarráð að fjármagn fáist fyrir orloftöku starfsmanna umfram fjórar vikur sem nemur 1,64 stöðugildi til viðbótar við núverandi fjárhagsáætlun, miðað við meðallaun.

Áheyrnarfulltrúi Anney Ágústsdóttir víkur af fundi.

3.Klifurfélag ÍA - uppbygging á fjölnota aðstöðu

1801089

Erindi Klifurfélagsins / Smiðjuloftsins ehf. vegna uppbyggingar á fjölnota aðstöðu.
Skóla- og frístundaráð þakkar erindið.
Skóla- og frístundaráð leggur til að þegar starfsemi hefst í nýju húsnæði að klifurfélagið sæki um rekstrarsamning og felur sviðstjóra að vera í nánu samstarfi við félagið.

4.Keilufélag Akraness - rekstrarsamning 2018

1801090

Erindi frá Keilufélaginu um endurnýjun á rekstrarsamningi.
Skóla- og frístundaráð leggur til við bæjarráð að gerður verði rekstrarsamningur við Keilufélagið til eins árs og staðan endurskoðuð fyrir árið 2019 í samræmi við stefnumörkun Keilufélagsins.

5.Dagforeldrar - verklagsreglur

1801092

Tillaga að breytingum á grein 2, 3, 5, 7 og 11 í reglum um niðurgreiðslur vegna dvalar barna hjá dagforeldrum7
Skóla- og frístundaráð samþykkir tillögur að breytingum á verklagsreglum.

6.Styrkir vegna menningar- íþrótta- og atvinnumála 2018

1711170

Umsóknarfrestur um styrki úr styrktarpotti menningar-, íþrótta- og atvinnumála rann út 17. desember sl. fyrir úthlutun á árinu 2018.
Tillaga lögð fram um forgangsröðun undir íþróttamál.
Tillagan samþykkt.

Fundi slitið - kl. 19:30.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00