Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

73. fundur 05. desember 2017 kl. 16:30 - 19:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Þórður Guðjónsson formaður
  • Sigríður Indriðadóttir varaformaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
  • Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Inga Guðnadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Bæjarstjórnarfundur unga fólksins 21.nóvember 2017

1710049

Bæjarstjórnarfundur unga fólksins var haldinn 21. nóvember í bæjarþingsal að Stillholti 16 - 18. Erindi ungmennaráðs voru fjölbreytt og snéru þau bæði að því sem vel er gert í bæjarfélaginu og því sem betur má fara.
Skóla- og frístundaráð þakkar ungmennaráði fyrir erindin sem lögð voru fyrir bæjarstjórnarfund ungafólksins. Ráðið mun senda tillögur bæjarstjórnarfundar unga fólksins til meðferðar á viðeigandi sviðum samkvæmt samantekt verkefnastjóra á skóla- og frístundasviði.

Áheyrnarfulltrúi Heiðrún víkur af fundi kl. 17:10

2.Samræmd könnunarpróf og lesferilspróf haustið 2017

1711240

Kynning skólastjóra á niðurstöðum samræmdra könnunarprófa í 4. og 7. bekk og lesferilsprófa og viðbrögð skólanna við niðurstöðunum.
Samræmd könnunarpróf fyrir 4. og 7. bekk í íslensku og stærðfræði voru lögð fyrir í grunnskólum á Íslandi á tímabilinu 21.-29. september 2017 og hafa niðurstöður nú borist skólunum. Jafnframt voru kynntar niðurstöður lesferilsprófa sem lögð voru fyrir í báðum grunnskólunum í september 2017.
Á fundinum var farið yfir niðurstöðurnar og þær ræddar.
Skóla- og frístundaráð telur mikilvægt að lykilfólk í skólunum rýni niðurstöðurnar og meti þannig styrkleika og áskoranir í skólastarfinu með það að markmiði að stuðla að sem bestum árangri nemenda. Lögð er áhersla á gott samstarf við foreldra við að ná markmiðum skólanna.

Áheyrnarfulltrúar Sigurður Arnar, Arnbjörg, Hallbera, Hjördís og Jón Hjörvar víkja af fundi kl. 18:00

3.Starfsemi leikskóla - sumarlokun 2018

1610022

Málið rætt og afgreiðslu frestað.
Áheyrnarfulltrúar Anney og Þórdís Árný víkja af fundi kl. 18:45

4.Gjaldskrár skóla- og frístundasviðs árið 2018

1710094

Lögð fram tillaga að breyttum texta um systkinaafslátt í gjaldskrám skóla- og frístundasviðs.
Tillaga samþykkt.
Í eldri gjaldskrám skóla- og frístundasviðs er orðalag um systkinaafslátt sett fram með villandi hætti og því er lagt til að breyta orðalagi eftirfarandi:
Systkinaafsláttur:
Fyrsta barn greiðir fullt gjald
Annað systkini greiðir 50% af gjaldi
Þriðja systkini greiðir 25% af gjaldi

Verður eftir breytingar:
Yngsta barn greiðir fullt gjald
Annað systkini greiðir 50% af gjaldi
Þriðja systkini greiðir 25% af gjaldi

Systkinaafsláttur gildir milli dagforeldra, leikskóla, frístundar og lengdrar viðveru fatlaðra nemenda í 5. - 10. bekk. Greitt er fullt gjald vegna yngsta barns og síðan koll af kolli.

5.Útileikvöllur fyrir fullorðna

1711030

Kynning á hugmyndum.
Skóla- og frístundaráð leggur til að útileikvöllurinn verði á einum stað í bænum, jafnframt er lagt til að leitað verði tilboða í sambærileg tæki og sett hafa verið upp í Mosfellsbæ. Einnig verði lögð fram kostnaðargreining á verkinu í heild.

Fundi slitið - kl. 19:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00