Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

68. fundur 05. september 2017 kl. 16:30 - 18:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Þórður Guðjónsson formaður
 • Sigríður Indriðadóttir varaformaður
 • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
 • Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Sigrún Inga Guðnadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
 • Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Dagforeldrar - starfshópur

1708156

Reglur um niðurgreiðslur vegna dvalar barna hjá dagforeldrum.
Skóla- og frístundaráð samþykkir fyrirliggjandi reglur um niðurgreiðslur vegna dvalar barna hjá dagforeldrum.
Skóla- og frístundaráð samþykkir að samfara breyttum reglum um niðurgreiðslur vegna dvalar barna hjá dagforeldrum fari niðurgreiðslur beint til dagforeldra í upphafi hvers mánaðar í stað þess að niðurgreiðslan fari til foreldra.
Skóla- og frístundaráð samþykkir að reglurnar taki gildi frá og með 1. janúar 2018.
Fjármögnun á gr. 13 í reglum um niðurgreiðslur vegna dvalar barna hjá dagforeldrum er vísað til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2018.

2.Starfsemi leikskóla - sumarlokun

1610022

Sumarlokun leikskóla sumarið 2017
Sigríður Indriðadóttir tók sæti á fundinum kl. 16:45


Skóla- og frístundaráð vísar til sviðsstjóra frekari úrvinnslu á tillögu, í samráði við leikskólastjóra, vegna lokunar leikskóla sumarið 2018.
Stefnt er að því að tillaga liggi fyrir á fyrsta fundi í október.

Skóla- og frístundaráð samþykkir að vísa til næstu fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2018 að fjármagn verði tryggt vegna orlofstöku allra starfsmanna leikskólanna.


Áheyrnarfulltrúar Anney og Þórdís Árný víkja af fundi kl. 17:10

3.Rekstur sumar- og leikjanámskeiða fyrir 6-10 ára börn á Akranesi.

1608135

Skýrsla Þorpsins um rekstur leikjanámskeiða sumarið 2017.

Skóla- og frístundaráð þakkar fulltrúa Þorpsins fyrir upplýsingar um rekstur sumar- og leikjanámskeið sumarið 2017 og felur sviðstjóra að vinna með stjórnendum Þorpsins að frekari þróun á fyrirkomulagi frístundastarfs og leikjanámskeiða fyrir sumarið 2018.

Áheyranarfulltrúi Þorpsins víkur af fundi kl. 17:45

4.Námsvist utan lögheimilissveitarfélags

1709001

Til kynningar

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00