Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

60. fundur 02. maí 2017 kl. 16:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Þórður Guðjónsson formaður
  • Sigríður Indriðadóttir varaformaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
  • Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Inga Guðnadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Fundargerð ritaði: Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Samræmd könnunarpróf 2016-2017

1602157

Skólastjórar grunnskólanna kynna niðurstöður samræmdra könnunarprófa.
Skólastjórar grunnskólanna kynna niðurstöður samræmdra könnunarprófa.
Áheyrnarfulltrúar tóku sæti á fundinum kl. 16:30: Sigurður Arnar, Arnbjörg, Hallbera Fríður, Sigríður Ása.
Skólastjórar kynntu niðurstöður könnunarprófanna og þær ræddar.
Ráðið hvetur stjórnendur til að vera í samstarfi við Menntamálastofnun um að finna lausn á þeim hnökrum sem komið hafa fram við framkvæmd prófanna.
Skóla- og frístundaráð hvetur Menntamálastofnun enn fremur til að vera í virku samstarfi við skóla og sveitarfélög til þess að sníða agnúa af framkvæmd samræmdra könnunarprófa og dragi lærdóm af því sem miður fór og bæta þannig undirbúning og framkvæmd eins og kostur er.
Einnig vill ráðið hvetja stjórnendur til að nýta niðurstöðurnar á sem víðtækastan hátt.

2.Endurmenntunarsjóður grunnskóla 2017 - 2018

1704130

Endurmenntunarsjóður grunnskóla hefur lokið úthlutun styrkja vegna námskeiða fyrir skólaárið 2017 - 2018.
Skóla- og frístundaráð fagnar úthlutun Endurmenntunarsjóðs grunnskóla og óskar eftir að fá upplýsingar síðar um framvinduna á námskeiðunum.

3.Mötuneyti í leik- og grunnskólum

1602167

Framhald frá síðasta fundi - skýrsla um mötuneyti leik- og grunnskóla.
Framhald frá síðasta fundi - skýrsla um mötuneyti leik- og grunnskóla.
Lagt fram tilboð frá Rannsóknarþjónustunni Sýni ehf. með kostnaðaráætlun vegna úttektar á matseðlum leik- og grunnskóla Akraneskaupstaðar og tillögur að uppsetningu á sameiginlegum matseðlum fyrir alla skólana.
Skólastjórar grunnskólanna gerðu grein fyrir starfsmannahaldi mötuneyta grunnskólanna.
Sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs fjallaði um innkaup til mötuneyta leik- og grunnskólanna.

Skóla- og frístundaráð leggur til að stjórnendur sameinist um að greiða fyrir úttekt Rannsóknarþjónustunnar Sýni ehf. á kostnaðaráætlun vegna úttektar á matseðlum grunn- og leikskólum Akraneskaupstaðar.

Áheyrnarfulltrúar viku af fundi kl. 18:30: Sigurður Arnar, Arnbjörg, Hallbera Fríður, Sigríður Ása.

4.Tómstundaframlag

1703033

Síðari umræða um tómstundaframlag Akraneskaupstaðar.
Síðari umræða um tómstundaframlag Akraneskaupstaðar.

Áheyrnarfulltrúinn Heiðrún tekur sæti á fundinum kl. 18:30


Skóla- og frístundaráð Akraneskaupstaðar leggur til við bæjarráð að tómstundaframlag til einstaklinga 6- 18 ára verði kr. 35.000 á ári frá og með 1. janúar 2018. Jafnframt leggur ráðið til að frá sama tíma hækki tómstundaframlag um 25% fyrir annað barn og aftur um 25% við þriðja barn sem skráð eru með sama lögheimili hjá foreldri, fjórða barn o.s. frv. með sama lögheimili fá sama tómstundaframlag og þriðja barn frá sama tíma.


Bókun:
Undirritaður, fulltrúi Samfylkingarinnar í skóla- og frístundaráði, fagnar framkominni tillögu um hækkun á tómstundaframlagi Akraneskaupstaðar og styður hana eindregið. Því skal þó haldið til haga að í tillögu um hækkun á tómstundaframlaginu, sem bæjarfulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn lögðu fram á 1249. fundi bæjarstjórnar þann 28. febrúar síðastliðinn, var lagt til að fyrsta hækkun á framlaginu yrði hófleg en kæmi til framkvæmda strax, á árinu 2017. Það veldur vonbrigðum að í þeirri tillögu sem hér er til afgreiðslu skuli ekki vera gert ráð fyrir neinni hækkun á framlaginu á þessu ári því margar fjölskyldur á Akranesi hefði án efa munað um hana.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00