Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

55. fundur 21. febrúar 2017 kl. 16:30 - 18:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Sigríður Indriðadóttir formaður
 • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
 • Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Sigrún Inga Guðnadóttir áheyrnarfulltrúi
 • Þórður Guðjónsson varamaður
Starfsmenn
 • Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Fundargerð ritaði: Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Leikskólavist utan lögheimilis.

1702138

Erindi vegna leikskólavistar utan lögheimilis.
Skóla- og frístundaráð þakkar bréfritara fyrir erindið og felur sviðsstjóra að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.

2.Þróunarsjóður skóla- og frístundasviðs - styrkir 2017

1701330

Þróunarsjóður skóla- og frístundasviðs - Úthlutun 2017

Auglýst var eftir umsóknum í Þróunarsjóð skóla- og frístundasviðs 2017. Umsóknarfrestur var til og með 31. janúar 2017. Alls bárust 2 umsóknir um styrki úr sjóðnum en þær eru:
*Læsi í leikskólum á Akranesi
Markmið verkefnis:
Að efla starfsþætti leikskóla Akraneskaupsstaðar með tilliti til undirritunar sáttmála um eflingu læsis.
Ábyrgðarmenn umsóknar:
Vilborg Guðný Valgeirsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri og sérkennslustjóri leikskólanum Vallarseli og Ingunn Sveinsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri og sérkennslustjóri leikskólanum Garðaseli.

*Námskeið fyrir skólaforeldra á Akranesi
Markmið verkefnis:
Að bregðast við ákalli og þörfum foreldra um fræðslu um ákveðna þætti varðandi skólagöngu, uppeldi og síðast en ekki síst eitt og annað sem lýtur að ábyrgri netnokun og skjátíma.
Ábyrgðarmenn verkefnisins: Arnbjörg Stefánsdóttir, skólastjóri Brekkubæjarskóla og Sigurður Arnar Sigurðsson, skólastjóri Grundaskóla.
Úthlutunarnefnd gerir eftirfarandi tillögu til skóla- og frístundaráðs um úthlutun styrkja:

Læsi í leikskólum á Akranesi, verkefni til tveggja ára, sótt um kr. 3.5 millj.
Tillaga að styrkveitingu kr. 2.6 milljónir.
Í september 2015 skrifaði bæjarstjóri undir þjóðarsáttmála um læsi. Í haust skilaði starfshópur viðamikilli skýrslu um læsi í leik- og grunnskólum. Í framhaldi af þeirri skýrslu var stofnaður starfshópur á milli leikskólanna til þess að fylgja eftir niðurstöðum í skýrslu starfshópsins og þjóðarsáttmála um læsi. Helstu þættir þróunarverkefnisins eru að samræma starfshætti leikskólanna ásamt því að samræma námsmarkmið/viðfangsefni barnanna. Hvetja foreldra til samvinnu við leikskólana í eflingu mál og læsis. Dýpka þekkingu og skilning foreldra á þessum tveimur þáttum og þætti foreldra í þróun máls og læsis hjá börnum sínum. Auka færni og þekkingu starfsfólks í vinnu með læsi. Stefnt er að því að afrakstur vinnunnar verði sameiginleg námskrá leikskólanna fyrir málþroska og læsi barna. Samvinnan sem er á milli allra fjögurra leikskólanna er afar mikilvæg og verkefnið verður leitt af tveimur sterkum leiðtogum með góða menntun og mikilvæga reynslu af stjórnun og þróunarstarfi.

Námskeið fyrir skólaforeldra á Akranesi, verkefni til eins árs kr. 918.500
Tillaga að styrkveitingu kr. 900 þús.
Einn mikilvægasti þátturinn í farsælli skólagöngu barna er gott samstarf heimila og skóla. Vellíðan og velgengni barna í skólanum er öllum foreldrum mikilvæg og eru skólarnir að bregðast við sterku ákalli og þörfum foreldra. Fulltrúar foreldra verða kallaðir til samráðs við mótun námskeiðsins og markmiðið er einnig að samræma áherslur í skólasamfélaginu á Akranesi og stuðla að því að allir gangi í sem mestum takti. Mikilvægt er að verkefnið verður unnið í nánu samstarfi grunnskólanna.

3.Skóladagvistir - stöðumat 2017

1701272

Starfshópur um skólafrístund - næstu skref.
Fjölskylduráð stofnaði á fundi sínum þann 7. október 2014 starfshóp sem hafði það verkefni að rýna þjónustu sem veitt er í skólafrístund grunnskólanna á Akranesi. Skoða átti ýmsa þætti starfsins og horfa til þeirra þjónustuþarfa sem fyrir hendi eru hjá nemendum í 1.- 4. bekk.
Fyrir liggja drög að skýrslu starfshópsins.
Skóla- og frístundaráð felur sviðsstjóra að vinna að frekari tillögum með hagsmunaðilum og leggja fram til umræðu í ráðinu síðar á vorönninni.

4.Málefni Tónlistarskólans á Akranesi

1702150

Skólastjóri Tónlistarskólans kynnir starf skólaársins 2016 - 2017 og framtíðarsýn.
Skóla- og frístundaráð þakkar skólastjóra Tónlistarskólans fyrir góða kynningu og óskar honum velfarnaðar í starfi Tónlistarskólans.

Guðmundur víkur af fundi 17:40

Fundi slitið - kl. 18:30.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00