Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

43. fundur 15. ágúst 2016 kl. 16:30 - 18:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Sigríður Indriðadóttir formaður
 • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
 • Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Sigrún Inga Guðnadóttir áheyrnarfulltrúi
 • Valdís Eyjólfsdóttir varamaður
Starfsmenn
 • Svala Kristín Hreinsdóttir deildarstjóri skólaþróunar og sérfræðiþjónustu
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir deildarstjóri skólaþróunar og sérfræðiþjónustu
Dagskrá

1.Erindi skólastjóra, tilfærsla á skipulagsdögum 2016-2017

1608072

Starfsfólk Teigasels stefnir á náms- og kynnisferð vorið 2017. Til þess að það sé mögulegt óskar leikskólastjóri eftir tilfærslu á skipulagsdögum á skólaárinu 2016 - 2017.
Fyrirhuguð ferð er dagsett 19. til og með 21. apríl 2017.
Óskað er eftir að færa til daga sem hér segir:
*föstudaginn 9. september verður opið (áður auglýstur skipulagsdagur)
*mánudagurinn 20. febrúar verður opið (áður auglýstur skipulagsdagur)
Í staðinn verður :
*miðvikudagurinn 19. apríl lokað
*fimmtudagurinn 20. apríl er sumardagurinn fyrsti þá er alltaf lokað
*föstudaginn 21. apríl yrði einnig lokað.

Óskir um ofangreinar breytingar hafa verið lagðar fyrir foreldraráð skólans sem hefur samþykkt þær fyrir sitt leyti.
Á fundinn mættu Elín Theodóra Reynisdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna og Gunnur Hjálmsdóttir áheyrnarfulltrúi starfsmanna í leikskólum kl. 16:30
Ásthildur vék af fundi kl. 16:30.
Skóla- og frístundaráð samþykkir tilfærslu á skipulagsdögum í leikskólanum Teigaseli.

2.Starfsáætlun Tónlistarskólans á Akranesi 2016-2017

1608071

Guðmundur Óli Gunnarsson nýr skólastjóri Tónlistarskólans á Akranesi hóf störf 1. ágúst og hefur verið að setja sig inn í aðstæður skólans, skólasamfélagsins á Akranesi og samstarfsaðila í Hvalfjarðarsveit.
Ásthildur mætti aftur til fundar kl. 16:41.
Gunnur og Elín viku af fundi kl. 16:41.

Guðmundur Óli Gunnarsson nýráðinn skólastjóri Tónlistarskólans á Akranesi mætti á fundinn kl.16:41.
Farið var yfir drög að starfsáætlun Tónlistarskólans á Akranesi skólaárið 2016-2017.

3.Afreksíþróttasvið samstarfssamningur 2016-2018

1606058

Skólaárið 2015-2016 var stofnuð ný námsbraut, afreksíþróttasvið, við Fjölbrautaskóla Vesturlands (FVA). Samstarfssamningur var gerður milli Akraneskaupstaðar, FVA og ÍA um afreksíþróttasvið við FVA.
Aðsókn í námsbrautina afreksíþróttasvið var góð en boðið var upp á sex valgreinar innan sviðsins. Samkvæmt fyrstu drögum að starfsáætlun fyrir skólaárið 2016-2017 þá er á áætlun að bjóða upp á fjórar íþróttagreinar á sviðinu. Nú liggja fyrir drög að nýjum samstarfssamning 2016-2018 sem nær óbreyttur frá fyrri samning.
Lögð voru fram drög að samstarfssamningi FVA, ÍA og Akraneskaupstaðar um afreksíþróttasvið við FVA 2016-2018 og drög að starfsáætlun fyrir skólaárið 2016-2017. Skóla- og frístundaráð samþykkir samninginn efnislega og vísar honum til afgreiðslu í bæjarráði.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00