Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

38. fundur 30. maí 2016 kl. 16:30 - 18:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Sigríður Indriðadóttir formaður
  • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
  • Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Inga Guðnadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Gunnar Gíslason sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Svala Kristín Hreinsdóttir deildarstjóri skólaþróunar og sérfræðiþjónustu
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir deildarstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Grundaskóli - heimild til ráðningu fagaðila 2016-2017

1605045

Þjónusturáð skóla- og frístundasviðs lagði fram erindi á fundi skóla- og frístundaráðs 12. maí s.l. þar sem farið var yfir metna þjónustuþörf nemenda með sérþarfir fyrir skólaárið 2016-2017 (nemendur með sérþarfir teljast þeir sem eiga erfitt með nám sökum sértækra námsörðugleika, tilfinningalegra eða félagslegra erfiðleika og/eða fötlunar, sbr. 2. gr. laga um málefni fatlaðra nr. 59/1992, nemendur með leshömlun, langveikir nemendur, nemendur með þroskaröskun, geðraskanir og aðrir nemendur með heilsutengdar sérþarfir. Einnig nemendur sem hafa þörf fyrir sérúrræði í samræmi við skilgreiningu laga um grunnskóla og reglugerðar um nemendur með sérþarfir í grunnskólum). Skóla- og frístundaráðið tók málið fyrir á fundi sínum og frestaði afgreiðslu þess.
Á fundinn mættu Arnbjörg Stefánsdóttir og Sigurður Arnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúar skólastjórnenda í grunnskólum, Elís Þór Sigurðsson og Ingibjörg Haraldsdóttir áheyrnarfulltrúar kennara í grunnskólum, Erla Ösp Lárusdóttir og Alexander Eck áheyrnarfulltrúar starfsmanna í grunnskólum.

Umræður á fundinum um þörf fyrir þjónustu vegna sérþarfa nemenda.
Skóla- og frístundaráð felur Gunnari Gíslasyni ráðgjafa, í samvinnu við ráðið, skóla- og frístundasvið og skólastjórnendur, að kanna hvaða leiðir eru færar til að mæta þörf fyrir þjónustu við nemendur með sérþarfir.
Ingibjörg Valdimarsdóttir vék af fundi kl. 17:34. Kristinn Hallur Sveinsson mætti til fundar kl. 17:34.


2.Þjónusturáð skóla- og frístundasviðs sérúrræði 2016-2017

1605077

Þjónusturáð skóla- og frístundasviðs hefur tekið til umræðu á fundum sínum framtíðarskipulag stoðþjónustu á Akranesi og fyrirkomulag á sérstökum stuðning við nemendur með metnar sérþarfir. Þjónusturáðið hefur haft til hliðsjónar í þeirri umræðu menntastefnu ríkisins um skóla án aðgreiningar. Þjónusturáðið óskar eftir aðkomu skóla- og frístundaráðs og afstöðu til framtíðar fyrirkomulags/skipulags á sérstökum stuðningi við nemendur með metnar sérþarfir og sérúrræði í skólum á Akranesi. Skóla- og frístundaráðið tók málið fyrir á fundi sínum 12. maí sl. og frestaði afgreiðslu þess.
Skóla- og frístundaráð styður hugmyndir þjónusturáðs um framtíðarskipulag stoðþjónustu á Akranesi og fyrirkomulag á sérstökum stuðning við nemendur með metnar sérþarfir og hefur haft til hliðsjónar í þeirri umræðu menntastefnu ríkisins um skóla án aðgreiningar. Skóla- og frístundaráð óskar eftir því að vinna þjónusturáðsins verði kynnt fyrir starfsfólki og foreldrum.

3.Samband ísl. sveitarfélaga - kostnaðarþátttaka foreldra við námsgögn

1605076

Erindi hefur borist frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga til skólanefnda og skólaskrifstofa vegna kostnaðar vegna námsgagna nemenda í grunnskólum en Samtökin Barnaheill, Heimili og skóli og Velferðarvaktin hafa einnig vakið athygli stjórnvalda á þessum málum. Í ljósi umræðu á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga um kostnaðarþátttöku foreldra vegna ritfanga og annarra gagna vegna skólagöngu barna gerði sambandið athugun hjá grunnskólum um kostnað foreldar vegna ritfanga. Niðurstöður sýna að mjög mismunandi kröfur eru gerðar milli skóla um hvaða gögn nemendur ber að koma með í skólann. Í því ljósi beinir sambandið þeim tilmælum til skólanefnda og skólaskrifstofa að þær kanni framkvæmd þessara mála í sínu sveitarfélagi og leitast verði við að halda kostnaði vegna ritfanga í lágmarki.
Skólastjórnendur greindu frá þeim kostnaði sem foreldrar bera vegna ritfangakaupa. Samskonar erindi frá Barnaheill var lagt fyrir skóla- og frístundaráð í september 2015. Yfirskrift þess erindis var áskorun Barnaheilla um gjaldfrjálsan grunnskóla. Við afgreiðslu erindis frá Barnaheill beindi skóla- og frístundaráð þeim tilmælum til skólastjórnenda að hafa í auknum mæli milligöngu um sameiginleg innkaup með það að markmiði að lágmarka kostnað foreldra. Bréfið lagt fram.
Alexander Eck vék af fundi kl. 18:17, Ingibjörg Haraldsdóttir vék af fundi kl. 18:23.

4.Brekkubæjarskóli - ytra mat á grunnskólum

1302117

Vorið 2013 fór fram ytra mat í Brekkubæjarskóla á vegum matsteymis frá Námsmatsstofnun. Fjórir þættir voru einkum skoðaðir; Stjórnun,nám og kennsla, innra mat og skólabragur. Í heildina voru niðurstöður mjög jákvæðar en bent var á ýmis atriði sem færa mætti til betri vegar. Nú þegar hafa skýrslur verið sendar ráðuneytinu/menntamálastofnun. Nú við skólalok verður þriðja og síðasta skýrslan send þar sem farið er yfir í hvaða úrbætur hefur verið ráðist og hvernig framvinda er með aðra þætti.
Arnbjörg Stefánsdóttir fór yfir umbótaáætlun sem send verður menntamálastofnun.

Fundi slitið - kl. 18:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00