Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

32. fundur 01. mars 2016 kl. 16:30 - 18:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Sigríður Indriðadóttir formaður
  • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
  • Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Inga Guðnadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Svala Kristín Hreinsdóttir deildarstjóri skólaþróunar og sérfræðiþjónustu
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir deildarstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs Akraness í skóla- og frístundaráði

1602262

Á fundi skóla- og frístundaráðs Akraneskaupstaðar, sem haldinn var þann 30. október 2015, lagði ráðið til við bæjarstjórn að samþykkt verði að ungmennaráð á Akranesi eigi áheyrnafulltrúa með tillögurétt í skóla- og frístundaráði þegar málefni ungmenna eru á dagskrá. Ráðið lagði einnig til að Ungmennaráð Akraness setji sér reglur um val á fulltrúa. Bæjarstjórn samþykkti tillögu skóla- og frístundaráðs samhljóða.
Á fundinn mættu Heiðrún Janusardóttir verkefnastjóri æskulýðs- og forvarnarmála og Jón Hjörvar Valgarðsson áheyrnarfulltrúi ungmenna í skóla- og frístundaráði.

Ungmennaráð Akraness hefur tilnefnt Jón Hjörvar Valgarðsson formann ungmennaráðs sem áheyrnarfulltrúa ungmenna í skóla- og frístundaráði. Jón Hjörvar mætir nú á sinn fyrsta fund hjá ráðinu og bjóða ráðsmenn hann sérstaklega velkominn til samstarfs.

2.Bæjarstjórnarfundur unga fólksins 2015

1510184

Bæjarstjórnarfundur unga fólksins var haldinn þann 17. nóvember 2015. Formaður ungmennaráðs hefur nú tekið saman þau erindi sem vísað er til skóla- og frístundaráðs til umfjöllunar.
Erindin snúa að:
*mötuneytum grunnskólanna, þar sem ungmennaráð Akraness skorar á skóla- og frístundaráð að skoða þann möguleika að bæta aðstöðuna í eldhúsum grunnskólanna þannig að hægt verði að elda þar mat frá grunni.
*róbótabörnum, sem mikilvæg forvörn til að koma í veg fyrir ótímabærar þunganir. Ungmennaráð Akraness leggur til að í stað þess að leigja róbótabörn væru keypt 10 róbótabörn og verkefninu dreift yfir skólaárið
*skólalóðir grunnskólanna, þörf á fjölgun leiktækja og áhalda fyrir unga og eldri nemendur. Ungmennaráð Akraness bendir á ýmsar leiðir og áhöld til úrbóta
*tilnefningu fulltrúa ungmenna í skóla- og frístundaráð. Ungmennaráð Akraness hefur tilnefnt Jón Hjörvar Valgarðsson formann ungmennaráðs sem áheyrnarfulltrúa ungmenna í skóla- og frístundaráði.
Skóla- og frístundaráð þakkar ungmennaráði Akraness fyrir erindin.
Mötuneyti: Starfshópur hefur verið skipaður til að fjalla um mötuneyti í leik- og grunnskólum. Hlutverk starfshópsins er að endurskoða rekstur, starfshætti og stefnu mötuneyta í leik- og grunnskólum Akraneskaupstaðar. Skóla- og frístundaráð felur starfshópnum að taka erindið frá Ungmennaráði Akraness til umfjöllunar og skila niðurstöðum til skólaráðs í lok maí 2016.
Róbótabörn: Róbótabarnaverkefnið er eitt af forvarnarverkefnum sem Akraneskaupstaður hefur tekið þátt í undanfarin ár. Ekki er gert ráð fyrir kostnaði við þetta verkefni í fjárhagsáætlun skólanna árið 2016.
Skóla- og frístundaráð óskar eftir hugmyndum frá Ungmennaráði Akraness um forgangsröðun forvarnarverkefna barna og ungmenna til næstu ára, meðal annars í tengslum við endurskoðun á verkefnaáætlun Velferðarstefnu Akraneskaupstaðar.

Skólalóðir: Áætlað hefur verið fyrir framkvæmdum og viðhaldi á lóðum stofnana Akraneskaupstaðar fyrir árið 2016. Skóla- og frístundaráð hvetur til þess að haft verði samráð við notendur stofnanalóða varðandi hugmyndir og skipulagsvinnu.

Tilnefning áheyrnarfulltrúa: Skóla- og frístundaráð þakkar Ungmennaráði Akraness fyrir að tilnefna áheyrnarfulltrúa úr þeirra röðum í skóla- og frístundaráð.

3.Æskulýðsráðstefnan "Frítíminn er okkar fag"

1601433

Ráðstefnan ,,Frítíminn er okkar fag" var haldin þann 16. október 2016. Hvatinn að þessari ráðstefnu var skýrslan Stefnumótun í æskulýðsmálum. Lengi hefur verið kallað eftir heildstæðri stefnu um æskulýðsmál, sérstaklega innan sveitarfélaga og þeirra er vinna á vettvangi frítímans.
Heiðrún kynnti helstu niðurstöður ráðstefnunnar "Frítíminn er okkar fag" sem haldin var 16. október 2015.

4.Samningur um rekstur sumar- og leikjanámskeiða fyrir 6-10 ára börn á Akranesi, 2014, 2015, 2016

1403206

Samningur er milli Akraneskaupstaðar og Skátafélags Akraness um rekstur sumar- og leikjanámskeiða fyrir 6-10 ára börn á Akranesi, sumrin 2014, 2015 og 2016. Samkvæmt samningi leggur Skátafélagið fram rekstrarskýrslu fyrir rekstrinum á námskeiðunum ár hvert fyrir skóla- og frístundaráð.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00