Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

29. fundur 02. febrúar 2016 kl. 16:30 - 18:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Sigríður Indriðadóttir formaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
  • Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Valdís Eyjólfsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir deildarstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Uppsögn á starfi

1601047

Hrönn Ríkharðsdóttir skólastjóri Grundaskóla hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. júní 2016. Hrönn tekur fram í uppsagnarbréfi sínu að hún þakki það traust sem henni var sýnt við ráðninguna í starfið sumarið 2007. Segir það hafa verið mikil forréttindi að fá að gegna starfinu í samstarfi við frábært starfsfólk skólans, nemendur, foreldra og skólasamfélagið allt.
Á fundinn mættu Magnús V. Benediktsson aðstoðarskólastjóri Brekkubæjarskóla, Hrönn Ríkharðsdóttir skólastjóri Grundaskóla áheyrnafulltrúar skólastjórnenda í grunnskólum og Alexander Eck áheyrnafulltrúi foreldra í Grundaskóla.

Skóla- og frístundaráð þakkar Hrönn fyrir vel unnin störf og óskar henni velfarnaðar í þeim verkefnum sem hún mun taka sér fyrir hendur.
Skóla- og frístundaráð felur bæjarstjóra að hafa yfirumsjón með ráðningaferli á nýjum skólastjóra. Ráðið óskar eftir að bæjarstjóri leggi fram drög að auglýsingu fyrir fund ráðsins til samþykktar og tillögur að vali á ráðningastofu til að annast úrvinnslu umsókna.



2.Íþróttahúsið við Vesturgötu 40 ára starfsafmæli

1601452

Þann 24. janúar 2016 voru 40 ár liðin frá því íþróttahúsið við Vesturgötu var tekið í notkun. Íþróttahúsið hefur frá þeim tíma verið í mikilli notkun og reynst íþróttafólki á Akranesi vel. Íþróttafólk á Akranesi vann töluverða sjálfboðavinnu við byggingu hússins sem flýttir fyrir vígslu þess.
Regína vék af fundi kl. 16:45. Svala Hreinsdóttir deildarstjóri og Hörður Jóhannesson forstöðumaður íþróttamannvirkja mættu á fundinn kl. 16:45.
Starfsmenn íþróttahússins munu fagna afmælinu með því að bjóða bæjarbúum að koma þiggja kaffiveitingar, skoða húsnæðið og þá starfsemi sem þar fer fram. Dagsetning auglýst síðar.

Skóla- og frístundaráð óskar starfsfólki og Akurnesingum öllum til hamingju með 40 ára afmæli íþróttahússins að Vesturgötu.
Hörður vék af fundir kl. 17:00.

3.Tónlistarskólinn á Akranesi - tekjur jöfnunarsjóðs færðar á skólann

1602013

Árleg framlög Jöfnunarsjóðs til Akraneskaupstaðar vegna tónlistarkennslu á framhaldsstigi á hljóðfæri og söng og miðstigi í söng við Tónlistarskólann á Akranesi hafa verið ekki verið tekjufærð á fjárhagslið Tónlistarskólans á Akranesi.
Lárus Sighvatsson skólastjóri mætti á fundinn kl. 17:00.

Skóla- og frístundaráð, í samvinnu við skólastjóra Tónlistarskólans á Akranesi og starfandi sviðsstjóra, leggur til við bæjarráð að framvegis verði sú breyting gerð í fjárhagsbókhaldi að framlög úr Jöfnunarsjóði vegna tónlistarkennslu á framhaldsstigi á hljóðfæri og söng og miðstigi í söng verði færðar sem tekjur á fjárhagslið Tónlistarskólans á Akranesi. Ráðið telur eðlilegt að framlagið verði fært á Tónlistarskólann þar sem kostnaðurinn fellur til. Þá verði framvegis tekið mið af þessu framlagi við gerð fjárhagsáætlunar Tónlistarskólans þannig að kennslukostnaður vegna kennslu á framhaldsstigi á hljóðfæri og söng og miðstigi í söng verði ekki hærri en áætlaða framlag úr Jöfnunarsjóði.
Lárus vék af fundi kl. 17:25.

4.Þróunarsjóður skóla- og frístundasviðs úthlutun 2016

1601061

Auglýst var eftir umsóknum í Þróunarsjóð skóla- og frístundasviðs 2016. Umsóknarfrestur var til og með 31. janúar 2016. Alls bárust 3 umsóknir um styrkir úr sjóðnum en þær eru:
*Að fanga fjölbreytileikann. Handbók um verkfæri Byrjendalæsis, Orðs af orði og Gagnviks lestrar. Ábyrgðamenn umsóknar: Ásta Egilsdóttir kennari Grundaskóla og Guðrún Guðbjarnadóttir kennari Brekkubæjarskóla
*Menntun til framtíðar. Styðja við og efla kennslufræðilega þekkingu og færni kennara til að nýta spjaldtölvur sem tæki í kennslu. Ábyrgðamenn umsóknar: Nanna María Elfarsdóttir kennari Brekkubæjarskóla.
*Innleiðing á samvinnulíkani fyrir margbreytilega hópa (Þorpið). Ábyrgðamaður umsóknar: Ruth Jörgensdóttir Rauterberg deildarstjóri dagstarfs í Þorpinu.
Úthlutunarnefnd er skipuð bæjarstjóra, formanni skóla- og frístundaráðs og Gunnari Gíslasyni ráðgjafa skóla- og frístundasviðs. Úthlutunarnefnd gerir eftirfarandi tillögu til skóla- og frístundaráðs um úthlutun styrkja:

*Að fanga fjölbreytileikann. Handbók um verkfæri Byrjendalæsis, Orðs af orði og Gagnviks lestrar. Ábyrgðamenn umsóknar: Ásta Egilsdóttir kennari Grundaskóla og Guðrún Guðbjarnadóttir kennari Brekkubæjarskóla. Umsögn úthlutunarnefndar: Verkefnið tengist beint þjóðarátaki í læsi sem Akraneskaupstaður er aðili að. Þetta er samvinnuverkefni beggja grunnskólanna og styður við bæði skóla- og lestrarstefnu Akraneskaupstaðar og eflir skólasamfélag á Akranesi í heild sinni. Ábyrgðamenn verkefnisins, Ásta og Guðrún, hafa unnið vel saman og faglega að innleiðingu og þróun byrjendalæsis í báðum skólum og aukið samvinnu skólanna með jákvæðum árangri. Umsóknin er fagleg og vel rökstudd.
Verkefnið hljóti styrk að upphæð kr. 2.000.000.-

*Innleiðing á samvinnulíkani fyrir margbreytilega hópa (Þorpið). Ábyrgðamaður umsóknar: Ruth Jörgensdóttir Rauterberg deildarstjóri dagstarfs í Þorpinu. Umsögn úthlutunarnefndar: Verkefnið er áhugavert frumkvöðlaverkefni sem hefur hlotið viðurkenningu fyrir nýsköpun og þróun í æskulýðsstarfi. Ábyrgðamaður umsóknar, Ruth, hefur þróað samvinnulíkan fyrir margbreytilega hópa barna og unglinga til að skapa umhverfi sem einkennist af virðingu fyrir margbreytileika, félagslega viðurkenningu, þátttöku allra og samvinnu. Þróunarverkefnið felst í innleiðingu hluta þess líkans í starfi með börnum og ungmennum í Þorpinu. Umsóknin er fagleg og vel rökstudd.
Verkefnið hljóti styrk að upphæð kr. 1.500.000.-

Skóla- og frístundaráð samþykkir tillögu úthlutunarnefndar um styrkveitingu. Skóla- og frístundaráð felur Svölu Hreinsdóttur deildarstjóra að svara umsækjendum.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00