Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

24. fundur 24. nóvember 2015 kl. 08:00 - 10:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
  • Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Inga Guðnadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Valdís Eyjólfsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Gunnar Gíslason sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Svala Kristín Hreinsdóttir deildarstjóri skólaþróunar og sérfræðiþjónustu
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir deildarstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Íslensku æskulýðs verðlaunin 2015

1511283

Íslensku æskulýðsverðlaunin 2015 voru afhent á Ráðstefnu íslenskra æskulýðsrannsókna 2015 sem haldin var 20. nóvember 2015. Ruth Jörgensdóttir Rauterberg deildarstjóri dagsstarfs í Þorpinu hlaut íslensku æskulýðsverðlaunin í flokki þeirra aðilar sem sinnt hafa nýsköpun eða þróun í æskulýðsstarfi. Rökstuðningur fyrir viðurkenningunni byggir á því að "Ruth hefur frá árinu 2007 unnið í Þorpinu að því að efla þátttöku fatlaðra barna í tómstundastarfi. Aðalmarkmið hennar í starfi hefur verið að efla tengsl fatlaðra barna í klúbbastarfi Þorpsins við ófatlaða jafnaldra sína. Ruth hefur í gegnum árin þróað samvinnulíkan sem byggir á rannsóknum hennar á þeim tækifærum sem finna má í tómstundastarfi til að efla samvinnuferli. Frá 2009 hefur Ruth stýrt klúbbastarfi fyrir 10-12 ára börn á Akranesi eftir þessari hugmyndafræði undir heitinu ,,Gaman saman. ,,Gaman saman er samvinnuverkefni þar sem áhersla er á tómstundir fyrir alla. Þar geta allir tekið þátt og notið sín á eigin forsendum, allir eru virkir og framlag hvers og eins er mikilvægt fyrir hópinn. Svo vitnað sé til orða Ruthar sjálfrar í umfjöllun um eigin rannsókn þá læra börn um grunnþætti lýðræðislegs samfélags í gegnum virka þátttöku og samvinnu. Í tómstundastarfi gefst tækifæri til að skapa vettvang, þar sem allir geta verið virkir þátttakendur og öðlast þar með sjálfstraust, sjálfsþekkingu og félagslega viðurkenningu. Þar liggur kjarni öflugs æskulýðsstarfs að mati Æskulýðsráðs og Ruth því vel að viðurkenningunni komin".
Á fundinn mættu Arnbjörg Stefánsdóttir skólastjóri Brekkubæjarskóla, Hrönn Ríkharðsdóttir skólastjóri Grundaskóla áheyrnafulltrúar skólastjórnenda, Brynhildur Björg Jónsdóttir leikskólastjóri í Vallarseli áheyrnafulltrúi skólastjórnenda í leikskólum Ingibjörg Haraldsdóttir og Elís Þór Sigurðsson áheyrnafulltrúar starfsmanna í grunnskólum, Gunnur Hjálmsdóttir áheyrnafulltrúi starfsmanna í leikskólum, Alexander Eck foreldra í grunnskólum, Lárus Sighvatsson skólastjóri Tónlistarskólans á Akranesi.

Skóla- og frístundaráð óskar Ruth og starfsmönnum Þorpsins til hamingju með verðlaunin og það þróunar og nýsköpunarstarf sem fer fram í anda stefnu án aðgreiningar (inclusion) þar sem gert ráð fyrir margbreytileika mannlífsins og að hver og einn geti fengið stuðning og hvatningu við hæfi.

2.Starfsáætlun Akraneskaupstaðar 2016

1509004

Unnið hefur verið að starfsáætlun skóla- og frístundasviðs fyrir árið 2016.
Farið var yfir drögin þau rædd. Skóla- og frístundaráð samþykkir helstu verkefni, áherslur og mælikvarðar í starfsáætlun 2016. Svala Hreinsdóttir mun ljúka við uppsetningu á starfsáætluninni.

3.Fjárhagsáætlun 2016

1502210

Fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar verður lögð fram til seinni umræðu bæjarstjórnar 9. desember 2015.
Svala Hreinsdóttir og Gunnar Gíslason fóru yfir fjárhagsáætlun skóla- og frístundasviðs. Eftirfarandi athugasemdir komu fram frá áheyrnarfulltrúum:
*fjármagn vegna langtímaveikinda starfsmanna vanáætlað
*ekki gert ráð fyrir viðbótarfjármagni vegna hádegisgæslu í grunnskólum
*fjármagn vegna viðhalds fasteigna og búnaðar of lítið
*enn inni skerðing á afleysingu vegna tilfallandi veikinda í leikskólum
Skóla- og frístundaráð staðfestir fjárhagsáætlun sviðsins fyrir sitt leyti.

4.Samræmd könnunarpróf 2015

1411105

Niðurstöður samræmdra könnunarprófa sem fram fóru í haust hafa nú borist skólunum en prófin eru lögð fyrir í 4., 7. og 10. bekk.
Farið yfir niðurstöður og þær ræddar. Skóla- og frístundaráð telur mikilvægt að nýta niðurstöðurnar til að skoða styrkleika og áskoranir í skólastarfi og tryggja að árangur verði sem bestur.
Brynhildur, Lárus, Gunnur og Heiðrún viku af fundi kl. 9:20.

5.Umsókn um skólavist utan lögheimilissveitarfélags nóv 2014-2016

1411202

Afgreiðsla trúnaðarmál.

6.Hugsað um barn - kennsla í foreldrafærni

1412072

Skóla- og frístundaráð tók erindi frá Ólafi Grétari Gunnarssyni fjölskyldur- og hjónaráðgjafa um félagsforvarnarverkefnið ?Hugsað um barn?, fyrir á fundi sínum 3. febrúar 2015.
Skóla- og frístundaráð hefur skoðað leiðir með skólastjórnendum sem færar eru til að halda verkefninu innan skólanna. Aðilar eru sammála um mikilvægi verkefnisins. Ekki hefur verið gert ráð fyrir kostnaði við þetta verkefni í fjárhagsáætlun skólanna og því verður ekki gengið til samninga að svo stöddu.
Hrönn, Arnbjörg, Alexander, Ingibjörg og Elís Þór viku af fundi kl. 9:40.

7.Samráð og samstarf við ÍA

1504152

Skóla- og frístundaráð og fulltrúar ÍA sammæltust um að útbúa verkáætlun um samráð og samstarf varðandi aðstöðumál, viðhaldsverkefni og stefnumótun. Dregist hefur að vinna þá áætlunina.
Skóla- og frístundaráð leggur til við bæjarráð að "Samningur um rekstur og samskipti Akraneskaupstaðar og Íþróttabandalags Akraness" verði framlengdur um sex mánuði eða til 30. júní 2016. Fram að þeim tíma gefst tækifæri til að fara yfir samninginn og hvernig samráði og samstarf milli samningsaðila verði háttað.

Fundi slitið - kl. 10:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00