Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

14. fundur 19. maí 2015 kl. 16:30 - 18:55 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Sigríður Indriðadóttir formaður
  • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Inga Guðnadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Starri Reynisson varamaður
Starfsmenn
  • Svala Kristín Hreinsdóttir deildarstjóri skólaþróunar og sérfræðiþjónustu
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir deildarstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun skóla- og frístundasviðs 2015

1412139

Svala Hreinsdóttir deildarstjóri kynnti rekstrarstöðu stofnana skóla- og frístundasviðs eins og staðan var fyrstu þrjá mánuði ársins. Stofnanir sviðsins eru innan áætlunar.

2.Stoðþjónusta skóla Akranesi - endurmat

1401209

Að frumkvæði framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs í samvinnu við skólastjórnendur í grunnskólum Akraneskaupstaðar var í mars 2014 stofnaður stafshópur með fulltrúum beggja grunnskóla Akraneskaupstaðar, sérfræðiþjónustu skóla og verkefnisstjóra og framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs. Verkefni starfshópsins var að vinna að endurmati á stoðþjónustu skóla á Akranesi. Stoðþjónusta skóla snýr að sérdeild grunnskóla á Akranesi og stuðningi við nemendur með sérþarfir.
Hrönn Ríkharðsdóttir og Magnús V. Benediktsson áheyrnarfulltrúar skólastjórnenda, Borghildur Birgisdóttir og Hjördís Dögg Grímarsdóttir áheyrnarfulltrúar kennara mættu á fundinn kl. 16:45.
Svala Hreinsdóttir deildarstjóri kynnti niðurstöður starfshóps um endurmat á stoðþjónustu skóla í samvinnu við skólastjórnendur.
Skóla- og frístundaráð þakkar starfshópi um endurmat á stoðþjónustu skóla fyrir vinnu sína og góðar tillögur til umbóta við stoðþjónustu.
Kristinn Hallur vék af fundi kl. 17:16 vegna vanhæfis.
Tillögur starfshópsins voru ræddar og sú þörf sem hefur skapast fyrir aukingu á stöðugildum fagaðila í Grundaskóla til að uppfylla lögbundnar skyldur skólans vegna nemenda með sérþarfir. Viðbótarþörf Grundaskóla fyrir fagaðila er 1.2 stöðugildi frá 1. ágúst 2015.
Skóla- og frístundaráð leggur til við bæjarráð að samþykkja aukningu upp á 1 stöðugildi fagaðila við Grundaskóla frá 1. ágúst 2015 og að 20% stöðugildi til viðbótar verði vísað til fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016.

3.Vinnumat kennara 2015

1504154

Kjarasamningi Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga sem samþykktur var vorið 2014 er ætlað að styrkja faglegt starf innan grunnskóla þar sem nám, kennsla, undirbúningur og úrvinnsla kennslu eru forgangsverkefni.
Með samningnum er leitast við að:
1. Aðlaga vinnutímaákvæði kjarasamnings að breyttum áherslum í skólastarfi.
2. Færa útfærslur faglegs starfs skóla og kennara frá samningsaðilum til fagfólks í skólamálum.
3. Jafna vinnuálag milli kennara.
4. Móta nýja og bætta umgjörð um kennarastarfið.
5. Bæta launakjör kennara til framtíðar.
Lögð er áhersla á að auka möguleika skóla til að haga starfi sínu með breytilegum og sveigjanlegum hætti með það að markmiði að efla og styrkja nám og kennslu. Skólastjórnendur munu kynna hvernig staðan er í innleiðingu á nýju vinnumati í grunnskólum á Akranesi.
Kristinn Hallur kom aftur til fundar kl. 17:24.
Skólastjórnendur fóru yfir stöðu við innleiðingu á nýju vinnumati í grunnskólum Akraneskaupstaðar. Skólastjórnendur munu sammælast um að samræma vinnutíma á milli skóla og að tilfallandi forföll og hádegisgæsla muni ekki lengja viðveru kennara.
Skóla- og frístundaráð tekur undir ofangreind sjónarmið skólastjórnenda.
Hrönn, Magnús, Borghildur og Hjördís viku af fundi kl. 18:00.

4.ÍA - leigu- og rekstrarsamningur

1412007

Jón Þór Þórðarsson íþróttafulltrúi ÍA mætti á fundinn kl. 18:00.
Lokadrög að leigu- og rekstrarsamningi Akraneskaupstaðar og ÍA lögð fram og samþykkt af báðum aðilum.

5.Styrkir til íþrótta- og tómstundafélaga 2015

1504134

Umsóknir um styrki til íþrótta- og tómstundafélaga á Akranesi vegna þjálfunar og leiðsagnar barna og unglinga 3-18 ára fyrir árið 2015.
Sigrún Guðnadóttir vék af fundi kl. 18:10 vegna vanhæfis. Farið var yfir styrkumsóknir íþrótta- og tómstundafélaga.
Svölu Hreinsdóttur er falið að afla frekari upplýsinga um einstaka styrkumsóknir. Afgreiðslu frestað til næsta fundar skóla- og frístundaráðs.

6.Styrkir vegna menningar-, íþrótta- og atvinnumála 2015

1503232

Umsóknir um styrk til menningar-, íþrótta- og atvinnumála 2015, síðari úthlutun.
Jón Þór og Kristinn viku af fundi kl. 18:20 vegna vanhæfis. Farið var yfir styrkumsóknir og tillögur um úthlutun frá starfsmönnum skóla- og frístundasviðs. Skóla- og frístundaráð samþykkir tillögurnar og vísar þeim til staðfestingar í bæjarráði.
Skóla- og frístundaráð leggur ennfremur til að úthlutunarreglur sjóðsins verði endurskoðaðar.

Fundi slitið - kl. 18:55.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00