Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

13. fundur 05. maí 2015 kl. 16:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Sigríður Indriðadóttir formaður
 • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
 • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
 • Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Svala Kristín Hreinsdóttir deildarstjóri skólaþróunar og sérfræðiþjónustu
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir deildarstjóri
Dagskrá

1.Starfsemi leikskóla - sumarskóli 2015

1503281

Á fundi skóla- og frístundaráðs 21. apríl sl. var farið yfir starfsemi leikskóla-sumarskólann 2015. Skóla- og frístundaráð óskaði eftir minnisblaði frá leikskólastjórum um mögulegar leiðir til að útfæra starfsemi sumarskólans og áhrif hans á starfsemi í ágústmánuði.

Leikskólastjórarnir hafa nú farið yfir hvaða mögulegar leiðir eru til útfæra starfssemi sumarskólans og áhrif hans á starfsemi ágústmánaðar. Tilfærsla starfsmanna úr öðrum skólum í sumarskólann til að létta álag á starfsemi ágústmánaðar í Vallarseli mun einnig hafa áhrif á aðlögun viðkomandi skóla í ágústmánuði. Starfsmenn í leikskólunum eiga flestir hverjir sex vikna orlof sem þarf að leysa yfir skólaárið og getur það numið allt að 1 stöðu í fjóra mánuði til sex mánuði eftir stærð skóla sem ekki er áætla fyrir í launaáætlun. Eina leiðin til að hafa sem minnst áhrif á starfsemi leikskóla í ágústmánuði er að seinka aðlögun eða bæta í starfsmannahald yfir sumarið.
Á fundinn mættu kl. 16:30 Guðríður Sigurjónsdóttir áheyrnarfulltrúi starfsmanna leikskóla, Margrét Þóra Jónsdóttir áheyrnafulltrúi leikskólastjóra, Ingunn Ríkharðsdótir leikskólastjóri í Garðaseli og Anney Ágústsdóttir leikskólastjóri Akrasels.
Leikskólastjórarnir fóru yfir hvaða leiðir eru færar til að útfæra starfsemi leikskólana yfir sumartímann. Skóla- og frístundaráð mun fara yfir málið.

2.Starfsreglur um sérstaka aðstoð og þjálfun í leikskólum Akraneskaupstaðar endurskoðun vor 2015

1504130

Sérfræðiþjónusta skóla- og frístundasviðs leggur fram tillögu að breytingum á starfsreglum um sérstaka aðstoð og þjálfun í leikskólum Akraneskaupstaðar. Breytingar eru óverulegar en fela í sér einföldun á texta og uppsetningu. Búið er að kynna breytingarnar fyrir leikskólastjórum og sérkennslustjórum sem gera ekki athugasemdir við þær. Breytingarnar munu ekki fela í sér aukinn kostnað.
Skóla- og frístundaráð samþykkir reglurnar.

3.Samstarfsverkefni leikskóla Akraneskaupstaðar 2015-2018

1504139

Leikskólastjórarnir á Akranesi hafa mikinn áhuga á að innleiðinga leiðtogaverkefnið The Leader in Me (Leiðtoginn í mér) í leikskóla Akraneskaupstaðar.
Hugmyndafræðin byggir á bók Steven R. Covey 7 Habits of Highly Effective People. Áhersla er á að byggja upp sterka einstaklinga með góða leiðtogafærni til að takast á við áskoranir í lífi og starfi. Verkefnið er byggt á rannsóknum sem sýna m.a. hvernig megi umbreyta menningu skólasamfélags til að efla félagslega færni nemenda, aukin tilfinningagreind og aukin færni í mannlegum samskiptum. Markmiðið er að undirbúa næstu kynslóð undir það að takast á við áskoranir og tækifæri 21. aldarinnar. The Leader in Me hjálpa hverjum einstaklingi til að blómstra. Hver einstaklingur fær þannig tækifæri til að vinna út frá sínum eigin styrkleikum og verða sá besti sem hann sjálfur getur orðið.

Leikskólastjórarnir kynntu verkefnið sem áhugi er á að vinna með í leikskólum á Akranesi. Skóla- og frístundaráð tekur jákvætt í þetta verkefni. Óskar jafnframt eftir upplýsingum um fjárhagslegar forsendur verkefnisins áður en ákvörðun verður tekin.

4.Ráðningar í leikskólum AKraneskaupstaðar

1504147

Bréf barst frá fulltrúa í stjórn 3. deildar félags leikskolakennara og trúnaðarmönnum úr leikskólum Akraneskaupstaðar um ráðningar í leikskólum Akraneskaupstaðar.

Bréfritarar skora á bæjarstjórn og bæjarráð Akraness að afnema 75% takmörk á ráðningum fagfólks í leikskólum bæjarins og ráða í allar lausar stöður, einstaklinga m eð leyfisbréf leikskólakennara.
Skóla- og frístundaráð þakkar erindið og leggur til við bæjarráð að fella úr gildi þá ákvörðun fjölskylduráðs frá 4.12.2012 um að hlutfall fagfólks í leikskólum geti að hámarki verið 75% af heildarstarfsmannahaldi í hverjum leikskóla, stjórnendur og starfsfólk í eldhúsi er undanskilið. Starfsmannahald og ráðingar verði á ábyrgð leikskólastjóra og uppfylli lög nr. 78/2008 um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla.

5.Starfsgreinasambandið verkfallsaðgerðir 2015

1504153

Verkfallsaðgerðir félagsmanna Starfsgreinasambands Íslands (SGS) hófust 30. apríl sl. Starfsmenn Hreint ehf. sem ræsta leikskóla Akraneskaupstaðar eru aðilar að Eflingu aðilafélag að SGS. Verkfallið getur haft áhrif á starfsemi leikskóla ef ekki verður samið fyrir 7. maí n.k.

Tímasetningar verkfallsaðgerðanna:
30. apríl 2015 Allsherjar vinnustöðvun frá klukkan 12:00 á hádegi til miðnættis sama dag
6. maí 2015 Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 6. maí)
7. maí 2015 Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 7. maí)
19. maí 2015 Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 19. maí)
20. maí 2015 Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 20. maí)
26. maí 2015 Ótímabundin vinnustöðvun hefst á miðnætti aðfaranótt 26. maí 2015

Samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands má ekki vera starfsemi í leikskóla eftir tvo óræsta daga. Ef þetta gengur eftir þá þarf að loka leikskólunum föstudaginn 8.maí, 21. maí og svo frá 28. maí. Áherslur á undanþágur eru vegna ræstinga á heilbrigðisstofnunum önnur undanþága er óljós.
Í ljósi ofangreindra upplýsinga stefnir í vinnustöðvun starfsmanna sem ræsta leikskóla Akraneskaupstaðar. Það hefur í för með sér að leikskólar Akraneskaupstaðar geta ekki tekið á móti börnum föstudaginn 8. maí þar sem leikskólarnir hafa ekki verið ræstir í tvo daga samkvæmt viðmið frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands.
Skóla- og frístundaráð felur Svölu Hreinsdóttur deildarstjóra að senda tilkynningu til foreldra í samvinnu við leikskólastjóra.

6.Ársskýrsla leikskóla 2013-2014

1412166

Leikskólastjórarnir á Akranesi taka sama árskýrslu fyrir hvert skólaár þar sem greint er frá helstu áherslum í skólastarfinu frá yfirstandandi skólaári.
Guðríður, Ingunn, Anney og Margrét Þóra viku af fundi.

7.Ungmennaráð 2015

1504051

Heiðrún Janusardóttir verkefnisstjóri æskulýðs- og forarnarmála og Lúðvík Gunnarsson mættu á fundinn kl. 17:50 og fóru yfir hugmyndir um starfsemi Ungmennaráðs á Akranesi.
Skóla- og frístundaráð felur Heiðrúnu og Lúðvík að leggja fram drög að breytingu á erindisbréfi fyrir Ungmennaráð Akraness. Skóla- og frístundaráð hefur áhuga á að fá ungmenni sem áheyrnafulltrúa í ráðið og felur Heiðrúnu og Lúðvík nánari útfærslu á því fyrirkomulagi.
Lúðvík vék af fundir kl. 18:08.

8.ÍA - leigu- og rekstrarsamningur

1412007

Á fundinn mættu kl. 18:14 Sigurður Arnar Sigurðsson formaður ÍA og Jón Þór íþóttafulltrúi ÍA.
Farið var yfir drög að samningi Akraneskaupstaðar við ÍA, leigu og rekstrarsamning.

9.Samráð og samstarf við ÍA

1504152

Skóla- og frístundaráð og fulltrúar frá ÍA sammælast um að gera verkáætlun varðandi aðstöðumál, viðhaldsverkefni og stefnumótun. Endanleg verkáætlun liggi fyrir í lok ágúst 2015.

10.Nýting á tómstundaframlagi 2014

1504151

Heiðrún og Jón fóru yfir nýtingu á tómstundaframlagi 2014. Skóla- og frístundaráð felur Heiðrúnu og Jóni Þór að vinna greininguna nánar og leggja síðar fyrir ráðið.
Heiðrún, Jón Þór og Sigurður Arnar viku af fundi kl. 19:19.

11.Styrkir vegna menningar-, íþrótta- og atvinnumála 2015

1503232

Umsóknir liggja nú fyrir um styrki til íþrótta- atvinnu- og menningarmála og annarra mála. Fyrri úthlutun úr þessum sjóð fór fram í febrúar sl.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00