Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

10. fundur 17. mars 2015 kl. 16:30 - 17:45 í Þorpinu, Þjóðbraut 13
Nefndarmenn
 • Sigríður Indriðadóttir formaður
 • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
 • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
 • Sigrún Inga Guðnadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Helga Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
 • Svala Kristín Hreinsdóttir deildarstjóri skólaþróunar og sérfræðiþjónustu
Fundargerð ritaði: Helga Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Starfsáætlun Þorpsins 2014-2015

1409098

Skóla- og frístundaráð vill kynna sér stafsemi stofnana sem heyra undir ráðið og því er fundurinn haldinn í Þorpinu þar sem kynnt verða helstu verkefni sem sinnt er í Þorpinu.
Starri Reynisson varaáheyrnarfulltrúi sat fundinn. Heiðrún Janusardóttir verkefnisstjóri æskulýðs- og forvarnarmála og Ruth Rauterberg mættu á fundinn og fóru yfir þau verkefni sem sinnt er í Þorpinu. Um er að ræða Gaman - saman verkefnið sem er frístundatilboð fyrir 10 - 12 ára börn. Einnig frístundaklúbbur fyrir fatlaða unglinga og framhaldsskólanemendur. Einnig er kvöldstarf í félagsmiðstöðinni Arnardal fyrir unglinga og framhaldsskólanemendur fá aðstoð við sitt tómstundastarf.

2.R&G Hagir og líðan ungs fólks á Akranesi 8.,9. og 10. bekkur febrúar 2015

1503086

Rannsóknir og greining gera árlega könnun meðal ungmenna í grunnskólunum og nú hafa niðurstöður vegna könnunar sem lögð var fyrir í febrúar verið teknar saman í skýrslu.
Heiðrún Janusardóttir fór yfir helstu niðurstöður úr skýrslu Rannsókna og greiningar. Niðurstöður hafa verið kynntar fyrir stjórnendum grunnskóla, námsráðgjöfum, barnaverndaryfirvöldum og fulltrúa frá FVA.

Fundi slitið - kl. 17:45.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00