Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

9. fundur 03. mars 2015 kl. 16:30 - 18:20 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Sigríður Indriðadóttir formaður
 • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
 • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
 • Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Sigrún Inga Guðnadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Helga Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
 • Svala Kristín Hreinsdóttir deildarstjóri skólaþróunar og sérfræðiþjónustu
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir deildarstjóri
Dagskrá

1.Viðhorfskönnun meðal foreldra leikskólabarna á Akranesi vor 2015

1412167

Í undirbúningi er könnun meðal foreldra leikskólabarna. Spurningalisti hefur verið sendur leikskólastjórum og Skagaforeldrum til yfirlestrar og beðið hefur verið um ábendingar og tillögu að nýjum spurningum.
Á fundinn mætti Margrét Þóra Jónsdóttir áheyrnafulltrúi leikskólastjóra og Guðríður Sigurjónsdóttir áheyrnafulltrúi starfsmanna í leikskólum.
Skóla- og frístundaráð gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi könnun.

2.Akrasel - lengri opnunartími

1502239

Á fundum leikskólastjóra og einnig á fundum í fjölskylduráðinu hefur verið fjallað um nauðsyn þess að fleiri leikskólar en Vallarsel bjóði þjónustu frá 6:45. Tillaga sviðsstjóra er að Akrasel bjóði frá 1. ágúst upp á sambærilega þjónustu. Þannig fá foreldrar meira val og einnig minnkar álag í Vallarseli. Reikna má með að vaxandi þörf verði fyrir þessa þjónustu ef fjöldi vaktavinnustarfa eykst og fjölgun verður á Akranesi en auk vaktavinnufólks er þessi þjónusta nýtt af þeim sem sækja atvinnu eða skóla t.d. á höfuðborgarsvæðinu. Áætlaður viðbótarkostnaður af þessum sökum er kr. 670.000 vegna ársins 2015.
Skóla- og frístundaráð styður framkomna tillögu og mælir með því við bæjarráð að veitt verði auka fjárveiting til leikskólans Akrasels.

3.Skagaforeldrar/Sumarlokun leikskóla 2015

1501269

Skagaforeldrar buðu fulltrúum í skóla- og frístundaráði til samráðsfundar sem haldinn var í Þorpinu í febrúar. Foreldrar kynntu óskir sínar varðandi þjónustu leikskóla yfir sumarmánuðina. Fram kom á fundinum að fyrirkomulag verður með sama hætti sumarið 2015 og verið hefur undanfarin þrjú sumur. Áhersla verður lögð á að kynna "Sumarskólann" vel fyrir foreldrum og mun sú kynning fara fram í mars.
Umræður um "Sumarskólann". Skóla- og frístundaráð telur mikilvægt að "Sumarskólinn" verði kynntur vel fyrir foreldrum og fyrirhugaður er kynningarfundur í leikskólanum Vallarseli þann 16. mars kl. 17:00. Á þeim fundi verður þjónusta "Sumarskólans" kynnt fyrir foreldrum. "Sumarskólinn" verður í leikskólanum Vallarseli frá og með 29. júní til og með 10. júlí. "Sumarskólinn" verður einnig opinn vikuna 13.júlí til og með 17. júlí svo fremi að foreldrar 15 barna eða fleiri óski eftir þeirri þjónustu. Skráning barna í sumarskólann er bindandi.

4.Leikskólar - fjöldi starfsmannafunda

1502240

Á síðasta hausti var lögð fram ósk frá skólastjórnendum um hálfan skipulagsdag til viðbótar þeim fjórum sem nú eru til sameiginlegrar fræðslu og skipulags. Erindinu var hafnað en í umræðum kom fram að skilningur er á að nauðsynlegt sé að skapa svigrúm fyrir starfsfólk á skóla- og frístundasviði að hafa samráðstíma. Til þess að auka svigrúm til þess er lögð fram tillaga um aukin fjármagn til starfsmannafunda samtals kr. 639.000 svo bæta megi einum starfsmannafundi við þá sem fyrir eru.
Skóla- og frístundaráð styður framkomna tillögu og mælir með því við bæjarráð að veitt verði auka fjárveiting vegna þessa starfsmannafundar.

5.Skóladagatal 2015-2016

1412169

Skóladagatal vegna skólaársins 2015-2016 var lagt fram til kynningar á fundi skóla- og frístundaráðs 3. febrúar sl. Ekki var búið að leggja þá tillögu fyrir skólaráð og nemendaráð. Nú hefur það samráðsferli átt sér stað og því er skóladagatal 2015 -2016 lagt fyrir skóla- og frístundaráð til staðfestingar.
Á fundinn mættu kl. 17:23 Hrönn Ríkharðsdóttir skólastjóri Grundaskóla og Magnús V. Benediktsson skólastjóri Brekkubæjarskóla áheyrnafulltrúar skólastjórnenda, Borghildur Birgisdóttir og Hjördís Grímarsdóttir áheyrnafulltrúar starfsmanna grunnskóla.
Skóladagatal lagt fram. Umræður um óskir starfsmanna beggja skóla um aðra aðkomu að gerð skóladagatalsins. Skóla- og frístundaráðið hvetur til að rætt verði við hagsmunaaðila skólasamfélagsins um aðkomu þeirra að skóladagatalinu.
Margrét Þóra og Guðríður viku af fundi kl. 17:35.

6.Samstarf FVA og Akraneskaupstaðar

1502203

Að undanförnu hefur staðið yfir undirbúningur að afreksíþróttasviði sem nemendur í FVA geta skráð sig á frá og með haustinu 2015 ef allt gengur samkvæmt áætlun. Um er að ræða allt að sex íþróttagreinar sem verða í boði. ÍA og aðildarfélög vinna náið saman með FVA að undirbúningi. Verið er að skoða hvort og hvernig hægt verður að koma æfingartíma að í mjög svo ásetnum íþróttamannvirkjum.
Málin rædd. Skóla- og frístundaráð fagnar samstarfi við FVA og telur mikilvægt að leitað verði lausna vegna aðstöðumála.

7.Nemendur með sérþarfir - breyting á reglugerð nr. 148

1502216

Menntamálaráðuneytið kynnir í bréfi dagsettu 24. febrúar 2015 breytingar á reglugerð sem fela í sér skýrari starfsemislýsingu á sérdeildum.
Lagt fram til kynningar.
Hjördís, Hrönn, Borghildur og Magnús viku af fundi kl. 17:55.

8.Fjárhagsáætlun skóla- og frístundasviðs 2015

1412139

Fundarmenn höfðu fengið upplýsingar um kostnað sem búið er að bókafæra á skóla- og frístundasviði vegna janúar 2015.
Lagt fram til kynningar.

9.Íþróttamannvirki starfsmannafundir og fræðsla

1502097

Í fjárhagsáætlun fyrir íþróttamannvirki er ekki gert ráð fyrir starfsmannafundum né fræðslu. Forstöðumaður hefur gert áætlun um fjóra starfsmannafundi á árinu 2015 og er viðbótarkostnaður tæplega hálf milljón.
Skóla- og frístundaráð styður framkomna tillögu og mælir með því við bæjarráð að veitt verði auka fjárveiting til starfsmannafunda. Ráðið tekur mikilvægt að fundirnir verði m.a. nýttir í fræðslu fyrir starfsfólk.

10.Gaman saman - gjaldskrá vorönn 2015

1503027

Þorpið sendi inn tillögu að gjaldskrá fyrir verkefnið Gaman saman á seinni hluta síðasta árs. Gjaldskrárnefnd afgreiddi ekki tillöguna og því er tillaga deildarstjóra lögð fyrir fund skóla- og frístundaráðs til afgreiðslu.
Skóla- og frístundaráð styður framkomna tillögu um gjaldskrá fyrir þátttöku frístundatilboðinu Gaman saman og óskar eftir að bæjarráð staðfesti hana.

Fundi slitið - kl. 18:20.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00