Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

4. fundur 16. desember 2014 kl. 17:45 - 19:35 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Sigríður Indriðadóttir formaður
 • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
 • Starri Reynisson varamaður
 • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
 • Helga Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
 • Sigrún Inga Guðnadóttir áheyrnarfulltrúi
 • Svala Kristín Hreinsdóttir deildarstjóri skólaþróunar og sérfræðiþjónustu
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir deildarstjóri
Dagskrá

1.Kjör íþróttamanns Akraness vinnulag

1412176

Á fundinn mættu Sigurður Arnar Sigurðsson formaður ÍA, Helga Sjöfn Jóhannesdóttir varaformaður ÍA og Jón Þór Þórðarson íþróttafulltrúi ÍA.$line$Rætt um framkvæmd við val á íþróttamanni Akraness og fulltrúum ÍA falið að vinna nánar að útfærslum á gildandi reglum í samræmi við umræður á fundinum$line$Helga Sjöfn vék af fundi kl. 18:10.

2.Samvinna og samráð við ÍA 2015

1412175

Rætt um samvinnu og samráð við ÍA. Skóla- og frístundaráð leggur áherslu á að efla samstarf og samráð milli ÍA og Akraneskaupstaðar. Íþróttafulltrúi ÍA mun eiga fasta samráðsfundi með starfsmönnum skóla- og frístundasviðs, framkvæmdastjóra, deildarstjóra, verkefnisstjóra æskulýðs- og forvarnarmála og forstöðumanni íþróttamannvirkja. Rætt um nauðsyn sameiginlegrar stefnumótunar og áhersla lögð á að slík vinna fara af stað á árinu 2015.

3.Leigu- og rekstrarsamningur ÍA og Akraneskaupstaður

1412007

Rætt um leigu- og rekstrarsamning við ÍA. Afgreiðslu frestað.

Fundi slitið - kl. 19:35.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00