Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

5. fundur 05. janúar 2015 kl. 16:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Sigríður Indriðadóttir formaður
  • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
  • Starri Reynisson varamaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Inga Guðnadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helga Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og frí
  • Svala Kristín Hreinsdóttir deildarstjóri skólaþróuna
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir deildarstjóri
Dagskrá

1.Viðbótarstarfsdagur (hálfur) - vegna leik-, grunn- og tónlistarskóla.

1409134

Afgreiðslu málsins var frestað á fundi skóla- og frístundaráðs 2. desember sl.
Á fundinn mættu kl. 16:30 Margrét Þóra Jónsdóttir áheyrnafulltri skólastjórnenda leikskóla og Guðríður Sigurjónsdóttir áheyrnafulltrí starfsmanna leikskóla. Skóla- og frístundaráð getur ekki orðið við beiðni um viðbótar starfsdag en hvetur skólastjórnendur til að búa til svigrúm til samráðs fyrir starfsfólk skóla á Akranesi.

2.Dagur leikskólans 2015

1412097

Bréf frá samstarfshópi um Dag leikskólans sem verður haldinn í áttunda sinn 6. febrúar 2015. Í bréfinu er óskað eftir tilnefningu til Orðsporsins 2015 sem verður veitt þeim rekstraraðila/sveitarfélagi sem þykir hafa skarað fram úr við að hækka menntunarstig starfsmanna leikskóla og/eða fjölgað leikskólakennurum í sínum leikskóla/leikskólum.
Leikskólar á Akranesi hafa undanfarin ár fagnað þessum degi saman.

3.Viðhorfskönnun meðal foreldra leikskólabarna á Akranesi vor 2015

1412167

Viðhorfskönnun meðal foreldra leikskólabarna á Akranesi verður lögð fyrir á vormánuðum 2015. Óskað er eftir samstarfi við Skagaforeldra um inntak spurninga.
Margrét Þóra og Guðríður viku af fundi kl. 17:30.

4.Þjónustugjaldskrár 2015 - ráðstöfun fjármuna

1411069

Bæjarráð vísaði greinargerð starshóps um þjónustugjaldskrár 2015 til kynningar og umsagnar fagráða.
Skóla- og frístundaráð fór yfir greinargerð starfshópsins.

5.Starfsáætlun skóla- og frístundasviðs 2015

1410073

Skóla- og frístundaráð hefur á fundum sínum tekið fyrir starfsáætlun skóla- og frístundasviðs 2015.
Skóla- og frístundaráð fór yfir starfsáætlun skóla- og frístundasviðs fyrir árið 2015. Nokkrar breytingar voru gerðar á orðalagi.

6.Pólski skólinn - frístundaávísun

1412182

Borist hefur bréf frá Vinafélagi pólska skólans í Reykjavík. Óskað er eftir að Akraneskaupstaður skoði þann möguleika að tvítyngd börn á Akranesi geti nýtt tómstundaframlagið sitt til að greiða fyrir nám í pólska skólanum.
Skóla- og frístundaráð samþykkir beiðni Pólska skólans.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00