Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
1.Fyrirspurn til byggingarfulltrúa - Brekkuflöt 1 smáhýsi á lóðarmörkum bæjarlands
2511181
Eigendur að Brekkuflöt 1 óska eftir samþykki fyrir að staðsetja smáhýsi á lóðarmörk Akraneskaupstaðar skv. lið f í gr. 2.3.5 í byggingarreglugerð 112/2012. Samþykki frá lóðarhafa á Brekkuflöt 3 liggur fyrir.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið.
2.Framkvæmdarleyfi sjóvarnir við Grenjar, Slippurinn
2511185
Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna gerð sjóvarnargarðs við Grenjar Bakkatún 30. Í framkvæmdinni felst að gerður verður nýr sjóvarnargarður 120m langur, áætlað grjótmagn er 130 rúmmetrar skv. meðfylgjandi uppdrætti.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarsstjórn að samþykkja fyrirliggjandi framkvæmdaleyfi skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, fyrir gerð sjóvarnar við Grenjar.
3.Suðurgata 108,110 og 112 - Umsókn til skipulagsfulltrúa
2511180
Tillaga um breytingu á deiliskipulagi Sementsreits. Breytingin nær til lóða við Suðurgötu 108, 110 og 112. Hámarkshæð bygginga á umræddum lóðum hækkar úr 6,5 m í 7,2 m. Byggingarmagn á Suðurgötu 110 hækkar úr 230 m² í 245 m² og nýtingarhlutfall hækkar um 0,03, úr 0,49 í 0,52. Bílastæðum verður fjölgað og verða tvö stæði á hverri lóð.
Á Suðurgötu 112 færist byggingarreitur til innan lóðar. Heimilt verður að láta útistiga ganga allt að 1,3 m út fyrir byggingarreit innan lóðar. Á lóðamörkum Suðurgötu 112 að leiksvæði C3, samkvæmt uppdrætti.
Aðrir skilmálar gildandi deiliskipulags haldast óbreyttir.
Á Suðurgötu 112 færist byggingarreitur til innan lóðar. Heimilt verður að láta útistiga ganga allt að 1,3 m út fyrir byggingarreit innan lóðar. Á lóðamörkum Suðurgötu 112 að leiksvæði C3, samkvæmt uppdrætti.
Aðrir skilmálar gildandi deiliskipulags haldast óbreyttir.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að skipulagsbreyting verði grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2012. Grenndarkynnt skal fyrir Suðurgötu 106,107,109,111,113 og 114.
4.Grassláttur útboð 2025
2511187
Lögð fram drög að verklýsingu fyrir útboð á grasslætti.
Skipulags- og umhverfisráð felur garðyrkjustjóra og umhverfisstjóra að ljúka við gerð útboðsgagna.
Fundi slitið - kl. 17:33.





