Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
1.Gjaldskrá fyrir úrgangsmál - fyrir 2026
2510012
Gjaldskrá sorpmála 2026 lögð fram.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir framlagða gjaldskrá úrgangsmála fyrir 2026 og vísar henni áfram til bæjarráðs. Einnig er samþykkt tillaga um afsláttarkort (rafræn klippiikort) fyrir losun gjaldskylds úrgangs frá heimilum. Fyrir árið 2026 verði innifalin 12 klipp til ráðstöfunar fyrir eiganda hverrar íbúðar, sem falla síðan niður í lok árs.
2.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun vegna ársins 2026 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2027 til og með 2029.
2507075
Breytingar á fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun lagðar fram.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir endurskoaðaða fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun vegna ársins 2026-2028 og vísar henni áfram til bæjarráðs.
Fundi slitið - kl. 17:00.





