Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
1.Grundasel - Loftgæði
2510171
Kynnt er skýrsla Verkís. Umræður um niðurstöður skýrslu.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar Alfreði Alfreðssyni rekstrarstjóra og Arnóri Má Guðmundssyni verkefnastjóra fyrir góða yfirferð. Ráðið leggur til að funda sameiginlega með skóla- og frístundaráði um aðgerðir í húsnæðinu.
2.Breytingar á gjaldskrá Skipulags- og Umhverfissviðs
2510009
Breytingar lagðar til vegna þjónustugjaldskrá skipulags- og umhverfissviðs.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar skipulagsfulltrúa og verkefnastjóra fyrir góða yfirferð á þjónustugjaldskrá og vísar málinu áfram til bæjarráðs.
3.Beiðni vegna uppsetningar Spiideo myndavélar í Íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum
2511083
Beiðni frá Íþróttabandalagi Akraness um uppsetningu Spiideo myndavélar í íþróttasal íþróttahússins á Jaðarsbökkum.
Skipulags- og umhverfisráð setur sig ekki upp á móti uppsetningu Spiideo myndavélar svo framarlega sem hún uppfyllir lög og reglur. Að öðru leyti vísar skipulags- og umhverfisráð málinu áfram til skóla- og frístundaráðs.
4.Sundabraut og Akranes - Umsögn um umhverfismatsskýrslu
2403242
Beðið var um umsögn Akraneskaupstaðar um umhverfismatskýrslu Sundabrautar, skipulagsfulltrúa var falið að vinna umsögn.
Umsögn skipulagsfulltrúa lögð fram.
Umsögn skipulagsfulltrúa lögð fram.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framlagða umsögn vegna umhverfismatskýrslu Sundabrautar.
5.Suðurgata 50a - Fyrirspurn til skipulagsfulltrúa
2508153
Fyrirspurn barst til skipulagsfulltrúa vegna breytinga á tvíbýlishúsi við Suðurgötu 50A. Núverandi gildandi teikningar sýna tvö fastanúmer og eina leigueign. Sótt var um breytingar á húsnæðinu þannig að úr yrðu 4 íbúðir með fjórum fastanúmerum. Skipulags- og umhverfisráð tók neikvætt í erindið og fól skipulagsfulltrúa að svara því. Synjunin var kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 15. október 2025.
Umsögn skipulagsfulltrúa lögð fram.
Umsögn skipulagsfulltrúa lögð fram.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir framlagða umsögn skipulagsfulltrúa varðandi Suðurgötu 50A sem svar ráðsins við fyrirspurninni.
6.Framtíð Sunds og Fótbolta á Jaðarsbökkum
2510054
Erindisbréf starfshóps fyrir skipulag á jaðarsbökkum lagt fram.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi erindisbréf og vísar því til bæjarráðs.
7.Fyrirspurn til skipulagsfulltrúa - Bárugata 15
2511019
Óskað eftir afstöðu skipulags- og umhverfisráðs um breytingu á gildandi aðalskipulagi Akraness ásamt breytingu á deiliskipulagi Breiðarsvæðis vegna Bárugötu 15.
lögð fram beiðni um heimild til að breyta íbúðum í gistiheimili með allt að 25 gistirúmum og 11 herbergjum. Jafnframt er óskað eftir því að breyting á aðalskipulagi verði talin óveruleg.
lögð fram beiðni um heimild til að breyta íbúðum í gistiheimili með allt að 25 gistirúmum og 11 herbergjum. Jafnframt er óskað eftir því að breyting á aðalskipulagi verði talin óveruleg.
Skipulags- og umhverfisráð getur ekki fallist á að um óverulega breytingu sé að ræða, þar sem hún hefur áhrif á hagsmuni nærliggjandi svæða. Umsókn þarf að taka mið af því að um sé að ræða verulega breytingu á aðal- og deiliskipulagi.
8.Elínarvegur 13a - Umsókn til skipulagsfulltrúa
2507080
Umsókn barst um breytingu á deiliskipulagi Miðvogslækjarsvæðis. Sótt er um að færa byggingarreit Elínarvegs 13A um 2 m nær lóðarmörkum. Einnig er óskað eftir heimild til að leyfa íbúðarhúsnæði á suðurhluta lóðarinnar. Erindið var grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir Elínarveg 13 og 15B og Akurprýði 5 og 7.
Athugasemd barst frá Heilbrigðiseftirlitinu.
Athugasemd barst frá Heilbrigðiseftirlitinu.
Tekið hefur verið mið af athugasemdum heilbrigðiseftirlitsins og hefur uppdrátturinn verið uppfærður í samræmi við það. Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt og auglýst í B-deild stjórnartíðinda.
9.Breyting á deiliskipulagi Akurshóls
2511084
Breyting á deiliskipulagi Akurshóls í samræmi við aðalskipulag Akraness 2021-2033. Við endurskoðun aðalskipulags var fallið frá fyrri áformum um ferðaþjónustu með gistiskálum á svæðinu, sem hefur nú verið skilgreint sem opið svæði (OP-110). Engin sérákvæði voru sett um svæðið.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði tekin sem óveruleg, með vísan til 2. mgr. 43. gr. og 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
10.Gjaldskrá fyrir úrgangsmál - fyrir 2026
2510012
Gjaldskrá fyrir úrgangsmál árið 2026 hefur verið lögð fram. Tillagan gerir ráð fyrir kostnaði vegna rafræns klippikorts fyrir losun gjaldskylds heimilisúrgangs í Gámu. Þá er gert ráð fyrir að íbúar geti losað ákveðið magn úr heimilum án endurgjalds í Gámu.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir framlagða gjaldskrá og tillögu um upptöku afsláttarkorta í Gámu fyrir íbúa og vísar henni til bæjarráðs.
Fundi slitið - kl. 20:10.





