Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

335. fundur 22. október 2025 kl. 17:30 - 20:45 í Klöpp á Dalbraut 1
Nefndarmenn
  • Guðmundur Ingþór Guðjónsson formaður
  • Valgarður L. Jónsson varamaður
  • Ragnar B. Sæmundsson varamaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi
  • Arnór Már Guðmundsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Gróa Dagmar Gunnarsdóttir fulltrúi skipulags og umhverfismála
Dagskrá

1.Bygging undir talnavél - Smiðjuvellir 9

2510007

Lögð er fram kostnaðaráætlun fyrir nýbyggingu talningarvélar. Velferðar- og mannréttindarráð situr fundinn undir þessum lið.
Velferðar og mannréttindaráð ásamt Ástu Pálu Harðardóttur og Árna Jóni Harðarsyni frá Fjöliðjunni sátu fundinn undir þessum lið.

Skipulags- og umhverfisráð felur verkefnastjóra frekari úrvinnslu málsins, meðal annars að kanna möguleika á að nýta gámalausnir.

2.Uppbygging almenningssalerna fyrir fatlað fólk

2508175

Umræða um verkefni undir heitinu:

Changing Places Toilets International, en um er að ræða óhagnaðardrifið félag með það að markmiði að byggja upp sérhæfða salernisaðstöðu á almenningsstöðum fyrir fatlað fólk. Félagið var stofnað árið 2019 af James Stuart Smith, Ross Hovey og Jean Hewitt, þremur leiðandi hugsuðum í aðgengismálum.

Velferðar- og mannréttindaráð situr fundinn undir þessum lið.
Skipulags- og umhverfisráð er áhugasamt um að skoða þetta verkefni frekar og felur sviðsstjóra velferðar- og mannréttindasviðs að hafa samband við félagið CPI til þess að afla upplýsinga um hvað aðild felur í sér. Málið verði tekið fyrir að nýju þegar frekari upplýsingar liggja fyrir.

Velferðar- og mannréttindaráð víkur af fundi.

3.Framtíð Sunds og Fótbolta á Jaðarsbökkum

2510054

Lögð er fram tillaga að erindisbréfi fyrir starfshóp um Jaðarsbakka.
Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að vinna málið áfram.

4.Sundabraut og Akranes - Umsögn um umhverfismatsskýrslu

2403242

Kynning á umhverfismatsskýrslu Sundarbrautar.

Skipulags-og umhverfisráð fagnar framkominni umhverfismatskýrslu vegna Sundabrautar.
Fyrir liggur mat á áhrifum Sundabrautar varðandi byggðaþróun á Akranesi. Niðurstaðan er sú að fjölgun íbúa muni nær tvöfaldast á ári miðað við núverandi spár.

Skipulags- og umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að vinna umsögn um skýrsluna og leggja fyrir næsta fund ráðsins.

5.Kross og Krosslands Eystra - Breyting á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032

2510123

skipulagslýsing kynnt vegna breytingar á Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar vegna svæðis sem skilgreint er til samfélagsþjónustu verði íbúðabyggð.

Skipulagslýsingu lauk 12.20.25, ekki var óskað eftir umsögn Akraneskaupstaðar við lýsingu og óskar því Akraneskaupstaður eftir því að leitað verði til bæjarins sem umsagnaraðila sem eiganda Akrakotslands á síðari stigum málins.

Skipulags- og umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa vinnslu málins og að koma ábendingum á framfæri við Hvalfjarðarsveit.

6.Kirkjubraut 4-6 umsókn til skipulagsfulltrúa

2502214

Sótt er um að breyta deiliskipulagi Akratorgs vegna Kirkjubrautar 4-6, í breytingunni felst að heimilt verði að vera með gistiheimili á jarðhæð ásamt atvinnurými við Kirkjubraut. Með breytingunni verða lóðarmörk á milli Kirkjubrautar 4-6 og Suðurgötu 67 færð um 4 m. Gluggum verður komið fyrir að lóðarmörkum Suðurgötu 67, sorp verður sameinlegt með lóð 6A og samþykki liggur fyrir. Komið verði fyrir 12 gistiherbergjum, aðkoma gistiaðstöðu verður frá Suðurgötu.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að erindið verði grenndarkynnt samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2012. Grenndarkynnt skal fyrir Kirkjubraut 1,2,3,5,6 og Suðurgötu 65,67,68,70,71,72.
Lóðarhafi ber allan kostnað af breytingunni.

7.Breyting á deiliskipulagi Skógarhverfis 3C - Skógarlundur 17 og 19

2510122

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að gerðar verði breytingar á deiliskipulagi í Skógahverfi, áfanga 3C, þannig að nýtingarhlutfall á raðhúsalóðum Skógalundi 17 og 19 verði lækkað í 0,5. Breytingarnar eru gerðar til að mæta þörfum markaðarins fyrir minni íbúðir.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt samkvæmt 2. mgr. 43. gr., með vísun í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8.Umsókn til skipulagsfulltrúa - Breyting á deiliskipulagi Smiðjuvellir 12-22

2510131

Sótt er um að breyta deiliskipulagi Smiðjuvalla. Í breytingunni felst að auka íbúðafjölda frá 266 og upp að 268, breytingar á greinagerð um svalaganga og sérafnotareita á jarðhæð verða 4m frá húsi í stað 3m.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt samkvæmt 2. mgr. 43. gr., með vísun í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Elínarvegur 13a - Umsókn til skipulagsfulltrúa

2507080

Umsókn um breytingu á deiliskipulagi Miðvogslækjarsvæðis. Sótt er um að færa byggingarreit Elínarvegs 13A nær lóðarmörkum um 2m. Einnig er sótt um að heimila íbúðarhúsnæði á lóð, suðurhlutar á lóðinni.

Erindið var grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2012. fyrir Elínarveg 13 og 15b, Akurprýði 5 og 7.

Athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að koma með tillögu að svörum við athugasemdum.

10.Suðurgata 18 - Umsókn til skipulagsfulltrúa

2509020

Umsókn um að stækka lóð að Suðurgötu 18. Sótt er um stækkun lóðar í suður, í átt að Akursbraut, lóðin er í dag 441,5 fm og verður eftir stækkun 475,9fm.

Erindið var grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 44. gr skipulagslaga nr. 123/2012. fyrir Suðurgötu 16 og 20.

Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að grenndarkynning sem gerð var skv. 43. gr. 2. mgr. skipulagslaga nr 123/2010 verði samþykkt og send á Skipulagsstofnun og í B-deild stjórnartíðinda.
Allur kostnaður sem hlýst af breytingunni fellur á lóðarhafa.

11.Smiðjuvellir 15 - Umsókn til skipulagsfulltrúa

2508001

Umsókn lóðarhafa Smiðjuvalla 15 um stækkun á lóð í átt að Akranesvegi. Samkvæmt uppdrætti frá Ask Arkitektum dagsettum 05.09.25 felst að núverandi lóð er 11.351,7 fm en verður 12.233,2fm, heildarstækkun nemur 871,5fm til norðurs. Bílastæðum fjölgar um 40 á lóð.

Erindið var grenndarkynnt var í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2012. fyrir Smiðjuvöllum 9 og 17.

Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að grenndarkynning sem gerð var skv. 43. gr. 2. mgr. skipulagslaga nr 123/2010 verði samþykkt og send á Skipulagsstofnun og í B-deild stjórnartíðinda.
Allur kostnaður sem hlýst af breytingunni fellur á lóðarhafa.

12.Skipulagsgátt - umsagnarbeiðni vegna Galtarlækjar L133627

2501367

Hvalfjarðarsveit hefur óskað eftir umsögn Akraneskaupstaðar um eftirfarandi mál:

Galtalækur L133627 - Athafna- og hafnarsvæði, nr. 0063/2025: Kynning tillögu á vinnslustigi (Breyting á aðalskipulagi) í gegnum skipulagsgátt.
Skipulags og umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að svara erindinu.

Fundi slitið - kl. 20:45.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00