Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
1.Umhverfisviðurkenningar 2025
2509008
Kynning frá garðyrkjustjóra vegna tilnefninga fyrir umhverfisviðurkenningar 2025.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar umhverfisstjóra fyrir kynninguna.
2.Nýtt íþróttahús á Jaðarsbökkum - nýting
2406016
Íþróttafélögin á Jaðarsbakkasvæðinu, í samvinnu við Íþróttabandalag Akraness og umráðanda svæðisins, hafa unnið að því að meta möguleika á breytingu á notagildi rýmis í nýja íþróttahúsinu (Akraborginni). Óskað er eftir formlegri afstöðu skipulags- og umhverfisráðs til breytingarinnar áður en hafist verður handa við frekari þarfagreiningu og kostnaðargreiningu.
Skipulags- og umhverfisráð felur verkefnastjórunum Önnu Maríu Þráinsdóttur og Arnóri Má Guðmundssyni frekari úrvinnslu málsins, meðal annars hvort raunhæft er að leggja niður núverandi útigeymslu og hvort að finna megi starfsseminni stað annars staðar.
3.Sementsreitur útboð á byggingarrétti C4 og E
2505171
Niðurstöður útboðs á byggingarrétti Sementsreits lögð fram.
Ekki bárust tilboð í byggingarrétt á Sementsreit að þessu sinni. frekari úrvinnslu málsins er vísað til bæjarráðs.
4.Erindi Sundfélags Akraness vegna staðsetningar nýrrar sundlaugar
2507074
Erindi Sundfélags Akraness vegna staðsetningar nýrrar sundlaugar.
Skipulags- og umhverfisráð skilur vel þær áhyggjur sem Sundfélagið hefur. Ráðið bendir hins vegar á að gert er ráð fyrir uppbyggingu sundlaugar á Jaðarsbakkasvæðinu, það hefur ekki breyst.
Ákvörðun um tímasetningu á uppbyggingu innviða er tekin ár hvert samhliða fjárhagsáætlunargerð. Fyrirhugaðir eru vinnufundir bæjarstjórnar á næstu vikum um þau verkefni til næstu 5 ára þar sem málin skýrast betur.
Ákvörðun um tímasetningu á uppbyggingu innviða er tekin ár hvert samhliða fjárhagsáætlunargerð. Fyrirhugaðir eru vinnufundir bæjarstjórnar á næstu vikum um þau verkefni til næstu 5 ára þar sem málin skýrast betur.
5.Álmskógar 17 - umsókn til skipulagsfulltrúa
2302122
Umsókn um breytingu á skipulagi Skógarhverfis 1. áfanga. Í breytingunni felst að byggður verði sólskáli áfastur við vesturhlið Álmskóga 17 að lóðarmörkum Álmskóga 15. Byggingarreitur stækkar um 22fm, nýtingarhlutfall er óbreytt. Grenndarkynnt var í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, frá 18. júní 2025 til 23. júlí 2025, fyrir lóðarhöfum Álmskóga 15, 16, 18, 19, 20 og Eikarskóga 8 og 10.
Engar athugasemdir bárust.
Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn Akraness að breytingin verði samþykkt skv. 2.mgr. 43.gr.
skipulagslaga nr. 123/2010, send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda. Allur kostnaður sem hlýst af breytingunni fellur á lóðarhafa.
skipulagslaga nr. 123/2010, send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda. Allur kostnaður sem hlýst af breytingunni fellur á lóðarhafa.
6.Sólmundarhöfði 7 breyting á deiliskipulag Sólmundarhöfða - Umsókn til skipulagsfulltrúa
2504059
Umsókn um að heimilt verði að setja fjarskiptamastur á lyftustokk hússins. Óskað er eftir að koma fyrir farsímaloftneti 3,2m ofan á núverandi lyftustokk. Annað er óbreytt. Grenndarkynnt var í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2012, frá 14. júlí 2025 til 18. ágúst 2025, fyrir Bjarkargrund 20,22,24,26,28,30 og Furugrund 18,20,22,24,26 og 28 og Höfðagrund 14b,14c og Sólmundarhöfða 5.
Engar athugasemdir bárust.
Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn Akraness að breytingin verði samþykkt skv. 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda. Allur kostnaður sem hlýst af breytingunni fellur á lóðarhafa.
7.Elínarvegur 13a - Umsókn til skipulagsfulltrúa
2507080
Umsókn um breytingu á deiliskipulagi Miðvogslækjarsvæðis. Sótt er um að færa byggingarreit Elínarvegs 13A nær lóðarmörkum um 2m einning er sótt um að heimila íbúðarhúsnæði á lóð, suðurhlutar á lóðinni.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að erindið verði grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2012. Grenndarkynnt skal fyrir Elínarveg 13 og 15b, Akurprýði 5 og 7.
8.Deiliskipulag Æðarodda - Æðaroddi 33 minnkun lóðar- umsókn til skipulagsfulltrúa
2502179
Umsókn til skipulagsfulltrúa um breytingu á deiliskipulagi Æðarodda. Sótt er um minnkun lóðar á Æðarodda 33 vegna legu reiðstígs.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði kynnt samkvæmt 2. mgr. 43. gr., með vísun í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
9.Breyting á deiliskipulag sementsreit - Suðurgata 106
2506173
Breyting á deiliskipulagi Semetnsreit, í breytingunni felst að heimilt verði að hafa 6 íbúðir, nýtingarhlutfall verður 0,74, byggingarreitur stækkar suður. Grenndarkynnt var í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2012, fyrir Suðurgötu 98, 99, 103 og 107.
Engar athugasemdir bárust.
Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði kynnt samkvæmt 2. mgr. 43. gr.skipulagslaga nr. 123/2010.
10.Sementsreitur vestur - Götur og Veitur - Hönnun
2411215
Opnunarskýrsla tilboða í gatnagerð og veitulagnir fyrir Akraneskaupstað, Veitur, Mílu og Ljósleiðarann.
Eftirfarandi tilboð bárust.
Þróttur ehf. kt. 420369-3879 - 298.211.106 kr.
Fagurverk ehf. kt. 650116-0460 - 383.712.950 kr.
Kostnaðaráætlun er 401.307.269 kr.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.
Þróttur ehf. kt. 420369-3879 - 298.211.106 kr.
Fagurverk ehf. kt. 650116-0460 - 383.712.950 kr.
Kostnaðaráætlun er 401.307.269 kr.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.
11.Deiliskipulag Flatarhverfi klasi 5 og 6 Innnesvegur 1 Breyting - umsókn til Skipulagsfulltúra
2308168
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir framlagða greinargerð skipulagsfulltrúa sem svar við þeim athugsemdum sem bárust við deiliskipulagið. Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt ásamt greinargerð skipulagsfulltrúa sem svör við þeim athugasemdum sem bárust við deiliskipulagið.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir framlagða greinargerð skipulagsfulltrúa sem svar við þeim athugsemdum sem bárust við deiliskipulagið. Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt.
12.Breyting á aðalskipulagi vegna Innnesvegar 1 - Umsókn til skipulagsfulltrúa
2508045
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir framlagða greinargerð skipulagsfulltrúa sem svar við þeim athugsemdum sem bárust við breyting á Aðalskipulagi Akraness. Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt ásamt greinargerð skipulagsfulltrúa sem svör við þeim athugasemdum sem bárust.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir framlagða greinargerð skipulagsfulltrúa sem svar við þeim athugasemdum sem bárust við breytingu á aðalskipulagi. Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breytingin á aðalskipulagi verði samþykkt.
Fundi slitið - kl. 19:00.