Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

330. fundur 14. júlí 2025 kl. 17:00 - 19:00 í Klöpp á Dalbraut 1
Nefndarmenn
  • Guðmundur Ingþór Guðjónsson formaður
  • Anna Sólveig Smáradóttir aðalmaður
  • Ragnar B. Sæmundsson varamaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Lárus Ársælsson umhverfisstjóri
  • Arnór Már Guðmundsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Gróa Dagmar Gunnarsdóttir fulltrúi skipulags og umhverfismála
Dagskrá

1.Klifurfélag ÍA - húsnæði og starfsemi

2506017

Umfjöllun um framtíðarhúsnæði fyrir Klifurfélag Akraness. Markmið Akraneskaupstaðar er leitast við að starfsemi aðildarfélaga Íþróttabandalags Akraness geti farið fram í íþróttamannvirkjum kaupstaðarins. Skóla- og Frístundaráð vísar málinu til Skipulags- og umhverfisráðs.

Daníel Sigurðsson Glad, Forstöðumaður íþróttamála og íþróttamannvirkja fylgir málinu eftir.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir framkvæmdina fyrir sitt leyti enda leiði hún ekki til aukakostnaðar fyrir Akraneskaupstað. Haft hefur verið samráð við Andrúm arkitekta varðandi verkið. Ekki eru gerðar athugasemdir af þeirra hálfu. Skipulags- og umhverfisráð vísar málinu áfram til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
Gestir víkja af fundi.

2.Deiliskipulag - Höfðasel

2103268

Tllaga að nýju deiliskipulagi fyrir Höfðaseli. Nýtt deiliskipulag tekur til núvernadi iðnaðarsvæðis ásamt nýjum lóðum á miðsvæði hverfis. Settir eru einning skilmálar um nýtinngarhlutfall, starfsemi, blágrænar ofanvatnslausnir og frágang lóða.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð í umboði bæjarstjórnar að tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Höfðasel verði auglýst skv. 1 mgr 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Breytinga á Aðalskipulagi Akranes 2021-2033 - Stækkun I-314

2507058

Minniháttar breyting á Aðalskipulag Akraness 2021-2033 til samræmis við nýtt deiliskipulags Höfðasel. Svæði I-314 er stækkaður lítillega syðst upp að Höfðaselsholti.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð í umboði bæjarstjórnar að breytingin á aðalskipulagi sé óveruleg í skilningi skipulagslaga. Málsmeðferð verði samkvæmt 2. mgr 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Fjöliðjan - nýtinga gámastofa

2507008

Kostnaðaráætlun fyrir flutning, uppsetningu og breytingar á gámum fyrir talningavél lögð fram.
Skipulags- og umhverfisráð felur verkefnastjóra skipulags- og umhverfissviðs frekari úrvinnslu málsins.

5.Viðhald gatna og stíga 2025 - Útboð

2502155

Tilboð í viðhald gatna og stíga 2025.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að gengið verði til samninga við Þrótt ehf, sem átti næstlægsta tilboð í ljósi þess að Keilir hefur fallið frá tilboði sínu.

6.Breyting á deiliskipulagi Semetnsreit - Djúpgámar

2507056

Breyting á deiliskipulag Semetnsreit vegna djúpgáma, lóðarstærðum A reit og spennustöð.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð í umboði bæjarstjórnar að breytingin verði kynnt samkvæmt 2. mgr. 43. gr., með vísun í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00