Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
1.Klifurfélag ÍA - húsnæði og starfsemi
2506017
Umfjöllun um framtíðarhúsnæði fyrir Klifurfélag Akraness. Markmið Akraneskaupstaðar er leitast við að starfsemi aðildarfélaga Íþróttabandalags Akraness geti farið fram í íþróttamannvirkjum kaupstaðarins. Skóla- og Frístundaráð vísar málinu til Skipulags- og umhverfisráðs.
Daníel Sigurðsson Glad, Forstöðumaður íþróttamála og íþróttamannvirkja fylgir málinu eftir.
Daníel Sigurðsson Glad, Forstöðumaður íþróttamála og íþróttamannvirkja fylgir málinu eftir.
2.Deiliskipulag - Höfðasel
2103268
Tllaga að nýju deiliskipulagi fyrir Höfðaseli. Nýtt deiliskipulag tekur til núvernadi iðnaðarsvæðis ásamt nýjum lóðum á miðsvæði hverfis. Settir eru einning skilmálar um nýtinngarhlutfall, starfsemi, blágrænar ofanvatnslausnir og frágang lóða.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð í umboði bæjarstjórnar að tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Höfðasel verði auglýst skv. 1 mgr 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
3.Breytinga á Aðalskipulagi Akranes 2021-2033 - Stækkun I-314
2507058
Minniháttar breyting á Aðalskipulag Akraness 2021-2033 til samræmis við nýtt deiliskipulags Höfðasel. Svæði I-314 er stækkaður lítillega syðst upp að Höfðaselsholti.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð í umboði bæjarstjórnar að breytingin á aðalskipulagi sé óveruleg í skilningi skipulagslaga. Málsmeðferð verði samkvæmt 2. mgr 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
4.Fjöliðjan - nýtinga gámastofa
2507008
Kostnaðaráætlun fyrir flutning, uppsetningu og breytingar á gámum fyrir talningavél lögð fram.
Skipulags- og umhverfisráð felur verkefnastjóra skipulags- og umhverfissviðs frekari úrvinnslu málsins.
5.Viðhald gatna og stíga 2025 - Útboð
2502155
Tilboð í viðhald gatna og stíga 2025.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að gengið verði til samninga við Þrótt ehf, sem átti næstlægsta tilboð í ljósi þess að Keilir hefur fallið frá tilboði sínu.
6.Breyting á deiliskipulagi Semetnsreit - Djúpgámar
2507056
Breyting á deiliskipulag Semetnsreit vegna djúpgáma, lóðarstærðum A reit og spennustöð.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð í umboði bæjarstjórnar að breytingin verði kynnt samkvæmt 2. mgr. 43. gr., með vísun í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fundi slitið - kl. 19:00.
Gestir víkja af fundi.