Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
1.Akrasel - ábendingar frá foreldrafélaginu
2412079
Skóla- og frístundaráð vísar erindi frá foreldrafélagi Akrasels til umfjöllunar hjá skipulags- og umhverfisráði.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar framkomnar ábendingar frá foreldrafélaginu. Ráðið vísar erindinu að öðru leyti til verkefnastjóra þar sem mat verður lagt á kostnað og forgangsröðun verkefna sem lagt er til að farið verði í hjá Akraseli. Málið verður tekið fyrir að nýju í ágúst 2025.
2.Frisbígolfvöllur Garðalundi - erindi frá Friðþóri Erni og Bjarka Frey
2502183
Skóla- og frístundaráð vísar erindi frá Friðþóri Erni Kristinssyni og Bjarka Frey Kristinssyni til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisráði. Þeir bjóða þjónustu Fairway og Folfarinn.is til að betrumbæta frisbígolfvöllinn í Garðalundi.
Skipulags- og umhverfisráð felur garðyrkjustjóra frekari úrvinnslu málsins. Niðurstöður um nauðsynlegar aðgerðir við frisbí golfvöll liggi fyrir næsta fund ráðsins ásamt kostnaði.
3.Skipulagsgátt - umsagnarbeiðni vegna endurskoðunar aðalskipulags Borgarbyggðar 2025-2037
2506157
Umsagnarbeiðni vegna endurskoðunar á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2025-2037.
Skipulags- og umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.
4.Smiðjuvellir 15 - Fyrirspurn um lóðastækkun
2506172
Fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi Smiðjuvalla um stækkun lóðar í átt að Akranesvegi, vegna fyrirhugaðrar stækkunar á bílastæði á Smiðjuvöllum 15.
Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsfulltrúa að vinna útfærslu málsins áfram.
5.Breyting á deiliskipulag sementsreit - Suðurgata 106
2506173
Breyting á deiliskipulagi Semetnsreit, í breytingunni felst að heimilt verði að hafa 6 íbúðir, nýtingarhlutfall verður 0,74, byggingarreitur stækkar suður.
Skipulags- og umhverfiráð leggur til að erindið verði grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2012. Grenndarkynnt verður fyrir Suðurgötu 98, 99, 103 og 107.
6.Samþykkt um meðhöndlun úrgangs
2410062
Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytið hefur lokið rýni á samþykkt um meðhöndlun úrgangs fyrir Akraneskaupstað og er samþykktin tilbúin til síðari umræðu í bæjarstjórn sbr. 18. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Bæjarráð fjallaði um málið á fundi sínum þann 26. júní 2025 og vísaði samþykktinni til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisráði.
Málið komi svo að nýju fyrir bæjarráð.
Málið komi svo að nýju fyrir bæjarráð.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir samþykktina með breytingum og vísar henni til bæjarráðs til fullnaðarafgreiðslu.
7.Viðhald gatna og stíga 2025 - Útboð
2502155
Opnunarskýrsla útboðsins er lögð fram. Kostnaðaráætlun verksins er 179.442.060 kr. Eftirfarandi tilboð bárust:
Keilir ehf - 681294-4659: 134.735.000 kr.
Þróttur ehf - 420369-3879: 156.258.900 kr.
Emkan ehf - 481002-2140: 159.600.000 kr.
Gleipnir Verktakar - 691208-0950: 167.000.000 kr.
Fagurverk - 650116-0460: 172.995.000 kr.
Lóðaþjónustan - 640502-2580: 209.277.000 kr.
Keilir ehf - 681294-4659: 134.735.000 kr.
Þróttur ehf - 420369-3879: 156.258.900 kr.
Emkan ehf - 481002-2140: 159.600.000 kr.
Gleipnir Verktakar - 691208-0950: 167.000.000 kr.
Fagurverk - 650116-0460: 172.995.000 kr.
Lóðaþjónustan - 640502-2580: 209.277.000 kr.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að fela sviðstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda með fyrirvara um að tilboðið uppfylli öll skilyrði útboðsins.
Fundi slitið - kl. 18:30.