Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
1.Sóleyjargata - akstursstefna - bílastæði
2411205
Umsagnir lagðar fram vegna tillögu að endi Sóleyjargötu, norðan Vitateigs verði einstefna í framhaldi af Melteig.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að breyta akstursstefnu á Sóleyjargötu, norðan Vitateigs, þannig að gatan verði einstefna í framhaldi af Melteig.
2.Merkigerði 2 - fyrirspurn til skipulagsfulltrúa
2503104
Fyrirspurn um að skipta upp lóð á ásamt því að byggja hús.
Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið. Ráðið bendir hinsvegar á að lýðræðislegt skipulagsferli þarf að fara fram áður en endanleg afstaða getur legið fyrir.
Allur kostnaður er hlýst af skipulaginu skal leggjast á viðkomandi lóðarhafa.
Allur kostnaður er hlýst af skipulaginu skal leggjast á viðkomandi lóðarhafa.
3.Nýtt deiliskipulag Kirkjubraut
2502161
Umsagnir vegna skipulagslýsingar lagðar fram vegna nýs deiliskipulags Kirkjubrautar fyrir gatnarýmið við Kirkjubraut og Kalmansbraut sem afmarkast af Merkigerði til suðurs og Esjubraut til norður, samtals um 2 ha svæði.
Stúdíó Jæja kynnir drög að opinni vinnustofu um hönnun almenningssvæða fyrir íbúa Akraness.
Bjarki Gunnar Halldórsson arkitekt og Hildur Gunnlaugsdóttir arkitekt sitja fundinn undir þessum dagskrárlið.
Stúdíó Jæja kynnir drög að opinni vinnustofu um hönnun almenningssvæða fyrir íbúa Akraness.
Bjarki Gunnar Halldórsson arkitekt og Hildur Gunnlaugsdóttir arkitekt sitja fundinn undir þessum dagskrárlið.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar framkomnar umsagnir og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.
Ráðið þakkar Stúdíó Jæja fyrir kynningu á vinnustofu fyrir íbúa. Jafnframt leggur ráðið til vinnustofan verði haldin í maí næstkomandi. Vinnustofan verði auglýst með áberandi hætti og hvetur íbúa að taka þátt. Niðurstöður verða nýttar í hönnun á almenningsvæðum fyrir íbúa á Akranesi.
Gestir víkja af fundi.
Ráðið þakkar Stúdíó Jæja fyrir kynningu á vinnustofu fyrir íbúa. Jafnframt leggur ráðið til vinnustofan verði haldin í maí næstkomandi. Vinnustofan verði auglýst með áberandi hætti og hvetur íbúa að taka þátt. Niðurstöður verða nýttar í hönnun á almenningsvæðum fyrir íbúa á Akranesi.
Gestir víkja af fundi.
4.Breyting á deiliskipulagi Miðbæjarreits
2502163
Umsagnir vegna skipulagslýsingar lagðar fram vegna breytinga á deiliskipulagi Miðbæjarreits vegna nýs deiliskipulags Kirkjubrautar fyrir gatnarýmið við Kirkjubraut og Kalmansbraut sem afmarkast af Merkigerði til suðurs og Esjubraut til norður, samtals um 2 ha svæði.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar framkomnar umsagnir og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.
5.Breyting á deiliskipulagi Arnardalsreit
2502162
Umsagnir vegna skipulagslýsingar lagðar fram vegna breytinga á deiliskipulagi Arnardalsreits vegna nýs deiliskipulags Kirkjubrautar fyrir gatnarýmið við Kirkjubraut og Kalmansbraut sem afmarkast af Merkigerði til suðurs og Esjubraut til norður, samtals um 2 ha svæði.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar framkomnar umsagnir og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.
6.Breyting á deiliskipulagi Stofnanareits
2502160
Umsagnir vegna skipulagslýsingar lagðar fram vegna breytinga á deiliskipulagi Stofnanareits vegna nýs deiliskipulags Kirkjubrautar fyrir gatnarýmið við Kirkjubraut og Kalmansbraut sem afmarkast af Merkigerði til suðurs og Esjubraut til norður, samtals um 2 ha svæði.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar framkomnar umsagnir og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.
7.Breyting á deiliskipulagi Akratorgsreit
2502159
Umsagnir vegna skipulagslýsingar lagðar fram vegna breytinga á deiliskipulagi Akratorgsreits vegna nýs deiliskipulags Kirkjubrautar fyrir gatnarýmið við Kirkjubraut og Kalmansbraut sem afmarkast af Merkigerði til suðurs og Esjubraut til norður, samtals um 2 ha svæði.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar framkomnar umsagnir og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.
8.Breyting á aðalskipulagi vegna Innnesvegar 1 - Umsókn til skipulagsfulltrúa
2406240
Breyting á Aðalskiplagi Akraness 2021 - 2033 breyting felst í að sérákvæði eru sett fyrir reit VÞ-212 sem gefa heimild fyrir starfsemi bílaþvottastöð umfram núverandi ákvæði um verslun og þjónustu. Aðalskipulagsbreyting var auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 5. febrúar til 25. mars 2025, engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að skipulagsfulltrúi vinni málið áfram.
9.Deiliskipulag Flatarhverfi klasi 5 og 6 Innnesvegur 1 Breyting - umsókn til Skipulagsfulltúra
2308168
Breyting á lóð Innnesvegur 1 felst í að heimilt verði að reka bílaþvottastöð í núverandi húsnæði á lóð. Breytingin á deiliskipulag Flatahverfis klasa 5og 6 var auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 5. febrúar 2025 til 23. mars 2025. Athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar innkomnar athugasemdir og felur skipulagsfulltrúa vinna málið áfram og koma með tillögu að svari við athugasemdum.
10.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun vegna ársins 2025 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2026 til og með 2028.
2409132
Kynning á uppfærðri fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir endurskoðaða fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2025 og vísar henni til bæjarráðs.
11.Bæjarmálasamþykkt - samþykkt um stjórn og fundarsköp (stjórnskipulagsbreytingar)
2502073
Bæjarrmálasamþykkt Akraneskaupstaðar - samþykkt um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar 696/2013, ásamt viðaukum o.fl.
Steinar Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Steinar Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Lagt fram.
Steinar Adolfsson víkur af fundi.
Steinar Adolfsson víkur af fundi.
Fundi slitið - kl. 20:03.