Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

306. fundur 02. september 2024 kl. 17:00 - 20:30 í Klöpp
Nefndarmenn
  • Guðmundur Ingþór Guðjónsson formaður
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir varaformaður
  • Anna Sólveig Smáradóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi
  • Anna María Þráinsdóttir verkefnastjóri
  • Jón Arnar Sverrisson garðyrkjustjóri
  • Alfreð Þór Alfreðsson rekstrarstjóri
Fundargerð ritaði: Anna Berta Heimisdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Grænir iðngarðar í Flóahverfi - Staða verkefnis

2406072

Staða verkefnisins Grænir iðngarðar í Flóahverfi. Valdís Eyjólfsdóttir verkefnastjóri situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Skipulags- og umhverfissvið þakkar fyrir skýra og greinargóða kynningu. Valdís Eyjólfsdóttir verkefnastjóri víkur af fundi.

2.Framkvæmdir og viðhald fasteigna Akraneskaupstaðar 2024

2408249

Farið yfir framkvæmdir og viðhald fasteigna Akraneskaupstaðar á árinu 2024.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar góða yfirferð á stöðu framkvæmda og viðhalds á fasteignum Akraneskaupstaðar. Ráðið stefnir að vettvangsskoðun í Brekkubæjarskóla og í íþróttahúsið á Vesturgötu á næsta fundi ráðsins og verður bæjarfulltrúum boðið með.

3.Deiliskipulag Smiðjuvellir 12-22 - samkomulag um uppbyggingu og breytta nýtingu

2210185

Umsókn Smiðjuvalla ehf. um breytingu á deiliskipulagi Smiðjuvalla 12-22. Breyting á deiliskipulagi Smiðjuvalla var auglýst skv. 1 mgr. 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010 frá 10. júlí sl. til og með 26. ágúst sl. Fimm umsagnir bárust en engin athugasemd. Umsagnir lagðar fram.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

4.Aðalskipulag breyting - Þróunarsvæði Smiðjuvellir

2301057

Breyting á aðalskipulagi vegna þróunarsvæðis C samkvæmt Aðalskipulagi Akraness 2021-2033. Samhliða aðalskipulagsbreytingu þessari var deiliskipulagsrammi auglýstur. Aðalskipulagsbreytingin ásamt deiliskipulagsramma var auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 10. júlí 2024 til og með 26. ágúst 2024. Fjórar umsagnir bárust en engin athugasemd. Umsagnir lagðar fram.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

5.Deiliskipulag Flatarhverfi klasi 5 og 6 Innnesvegur 1 Breyting - umsókn til Skipulagsfulltúra

2308168

Umsókn Löðurs ehf. um breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2021-2033 og deiliskipulagi Flatahverfis klasi 5 og klasi 6 vegna Innnesvegar 1. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Flatahverfis klasa 5 og 6 vegna Innnesvegar 1 var lögð fram fyrir Skipulags- og umhverfisráð þann 24. júní sl. Þá lýsti ráðið yfir áhyggjum sínum yfir starfsemi að næturlagi og biður um endurskoðun á opnunartíma. Einnig var óskað eftir ítarlegri gögnum um ytri áhrif frá starfseminni er varðar hljóðvist, lykt og ljósmengun. Ný gögn vegna málsins lögð fram.
Skipulags- og umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að halda kynningarfund um væntanlega deiliskipulagsbreytingu.

6.Breyting á aðalskipulagi vegna Innnesvegar 1 - Umsókn til skipulagsfulltrúa

2406240

Umsókn Löðurs ehf. um breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2021-2033 og deiliskipulagi Flatahverfis klasi 5 og klasi 6 vegna Innnesvegar 1. Á lóðinni verður auk núverandi bakarís gert ráð fyrir bílaþvottastöð og smur- og dekkjaþjónustu í núverandi húsnæði í stað bílasölu. Landnotkun verður ekki breytt en sett sérákvæði um VÞ-212 með heimild fyrir verkstæði og bílaþjónustu umfram núverandi ákvæði um verslun og þjónustu. Engin breyting verður gerð á aðalskipulagsuppdrætti.
Skipulags- og umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að halda kynningarfund um væntanlega aðalskipulagsbreytingu.

7.Deiliskipulag Akraneshöfn

2306198

Fyrirhuguð breyting á deiliskipulagi Akraneshafnar skv. 1 mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og tekur til H-102 sem er samkvæmt Aðalskipulagi Akraness 2021-2033. Gert er ráð fyrir landfyllingu. Landfyllingin er ætluð undir hafsækna starfsemi, fiskiðnað og aðra athafnastarfsemi. Vinnslutillaga að deiliskipulagi lögð fram.
Skipulagsfulltrúi lagði fram vinnslutillögu að deiliskipulagi. Skipulags- og umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.



8.Sólmundarhöfði 5 djúpgámar - umsókn til skipulagsfulltrúa

2407142

Umsókn lóðarhafa um breytingu á deiliskipulagi Sólmundarhöfða, vegna Sólmundarhöfða 5. Gert er ráð fyrir djúpgámum innan byggingarreits vestanverðu á lóð. Byggingarreitur er stækkaður þar sem gert er ráð fyrir staðsetningu djúpgáma.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt samkvæmt 2 og 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild.

9.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2024-2033

2406017

Umfjöllun um fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2024-2033.
Sviðsstjóri fór yfir stöðu fjárfestinga- og framkvæmdaráætlun 2024-2033.

10.Suðurgata 57 - gamla Landsbankahúsið

2301247

Drög að útboðsgögnum vegna sölu á fasteign við Suðurgötu 57 lögð fram.
Skipulagsfulltrúi fór yfir drög að útboðsgögnum. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

11.Umhverfisviðurkenningar 2024 - tilnefningar

2408036

Jón Arnar Sverrisson, garðyrkjustjóri, kynnir tilnefningar til Umhverfisviðurkenningar Akraneskaupstaðar 2024.

Skipulags- og umhverfisráð fór yfir tilnefningar til umhverfisviðurkenninga 2024.
Skipulags-og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi tillögur að viðurkenningum í eftirfarandi flokkum:
Falleg einbýlishúsalóð, hvatningarverðlaun, endurgerð eldri húsa, samfélagsverðlaun og tré ársins.
Garðyrkjustjóra falið að undirbúa afhendingu viðurkenninga.

Fundi slitið - kl. 20:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00