Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

299. fundur 03. júní 2024 kl. 17:00 - 20:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Guðmundur Ingþór Guðjónsson formaður
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir varaformaður
  • Anna Sólveig Smáradóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi
  • Karl Jóhann Haagensen byggingarfulltrúi
  • Lárus Ársælsson umhverfisstjóri
  • Anna María Þráinsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Anna Berta Heimisdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Skólabraut 9 (gamli Iðnskólinn) - Akraneskirkja skilar húsi

24042324

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 16. maí 2024 að taka við mannvirkinu og óska umsagnar skipulags- og umhverfisráðs um möguleg not hússins fyrir Akraneskaupstað og um ástand hússins.
Skipulags- og umhverfisráð felur sviðstjóra að vinna viðhaldsáætlun fyrir mannvirki.

2.Lækjarflói 25 - umsókn til skipulagsfulltrúa

2405234

Umsókn frá Þrótti um breytingu á deiliskiplagi Flóahverfis. Breytingin felst í að lóð við Lækjarflóa 25 er stækkuð úr 5.791 fm í 6.211 fm eða um 420 fm í vestur. Byggingarreitur er stækkaður samræmis úr 3.133 fm í 3.456 fm eða um 323 fm. Við stækkun lóðar eykst byggingarmagn um 168 fm.
Skipulag- og umhverfisráð frestar afgreiðslu.

3.Reynigrund 24 breyting á húsnæði -Umsókn til skipulagsfulltrúa

2403026

Umsókn lóðarhafa Reynigrundar 24, lóðin er á ódeiliskipulögðu svæði. Sótt er um að breyta núverandi húsi á lóð. Breytingin felst í hækkun á hámarkshæð húss, sem fer úr 3,64 m í 3,82 m. Ennfremur er sótt um breytingu á gluggum á öllum hliðum húss.

Grenndarkynnt var fyrir lóðarhöfum Reynigrundar 17, 18, 22, 26 og 31 skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 24. apríl til 27. maí 2024.

Eitt samþykki barst og tvær athugasemdir.
Skipulag- og umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að svara framkomnum athugasemdum.

4.Deiliskipulag Smiðjuvellir 12-22 - samkomulag um uppbyggingu og breytta nýtingu

2210185

Umsókn Smiðjuvalla ehf. um breytingu á deiliskipulagi Smiðjuvalla 12-22. Breytingin felst í að sameina lóðir við Smiðjuvelli 12,14,16,18,20 og 22 í eina lóð Smiðjuvelli 12-22 og núverandi mannvirki rifin. Heimil verði íbúðauppbygging ásamt atvinnustarfsemi á lóð. Heimilt verði að byggja þriggja til sjö hæða byggingu með kjallara með allt að 45.385 fm með nýtingarhlutfall 1,50 ofanjarðar og 2,30 samtals.

Umsóknin hefur hlotið málsmeðferð skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við Bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi Smiðjuvalla verði auglýist skv. 1 mgr 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010

5.Kirkjubraut 39 - umsókn til skipulagsfulltrúa

2305092

Umsókn NH-5 ehf. um breytingu á deiliskipulagi Stofnanareits.

Verið er að stækka lóðina fram að Kirkjubraut um 269,0 m2. Innkeyrsla er staðsett við Háholt í stað Kirkjubrautar. Bílakjallari og rampur er færður í samræmi við nýja innkeyrslu.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að erindið verði grenndarkynnt skv. 2.mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verður fyrir lóðarhöfum Háholti 9 og 11, Heiðarbraut 40, Krikjubraut 37,48,50,51,52 og 54. Sá kostnaður sem hlýst af breytingunni lendir á lóðarhafa.

6.Teigasel - færanlegar kennslustofur

2405176

Verkefnastjóri kynnir útboðsgögn til skipulags- og umhverfisráðs.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi útboðsgögn.

7.Deiliskipulag Dalbrautarreitur norðurhluta

2207011

Vinnslutillaga vegna endurskoðun deiliskipulags Dalbrautarreits Norður var kynnt íbúum að Dalbraut 4, Akranesi, 28. maí kl. 17:00 skv. 3. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fundargerð lögð fram. Skipulag- og umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

8.Gjaldskrá 2024(þjónustugjaldskrá skipulags- og umhverfisráðs)

24052290

Breytingar á gjaldskrá þjónustugjalda skipulags- og umhverfissviðs.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir breytingar á gjaldskrá og vísar málinu til bæjarráðs til afgreiðslu.

9.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2023-2033

2406017

Drög að fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun lögð fram.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að halda vinnufund með bæjarstjórn um fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun.

10.Tímabundn afnot af bæjarland - reglur

2208165

Drög að reglum um tímabundin afnot bæjarlands lögð fram.
Skipulags- og umhverfisráð vísar málinu til bæjarráðs og í framhaldinu til bæjarstjórn.

Fundi slitið - kl. 20:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00