Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

291. fundur 18. mars 2024 kl. 17:00 - 21:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Guðmundur Ingþór Guðjónsson formaður
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir varaformaður
  • Anna Sólveig Smáradóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi
  • Lárus Ársælsson umhverfisstjóri
Fundargerð ritaði: Anna Þóra Gísladóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Vatnsöflun

2403139

Sigrún Tómasdóttir auðlindaleiðtogi vatns og fráveitu hjá Orkuveitunni kynnti greinargerð um vatnsöflun.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar Sigrúnu Tómasdóttir góða kynningu. Lögð er áhersla á að aðgengi að köldu vatni sé tryggt þ.a. uppbygging á Akranesi geti verið með eðlilegum hætti.

Sigrún Tómasdóttir vék af fundi eftir þennan dagskrárlið.

2.Deiliskipulag Jaðarsbakkar og frumhönnun

2304154

Farið yfir áframhaldandi skipulagsvinnu.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að haldinn verði vinnufundur með hagsmunaaðilum á næsta fundi ráðins.

3.Breyting á deiliskipulagi Akratorgsreit - Laugarbraut 20

2403126

Breyting á deiliskipulagi Akratorgsreits, nýjum byggingarreit komið fyrir á lóð Laugabraut 20.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu um breytt deiliskipulag. Farið verður með breytinguna sem verulega breytingu á skipulagi skv. 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa falið að halda áfram með málið og halda kynningarfund vegna fyrirliggjandi breytinga.

4.Suðurgata 96 og 98 breyting á byggingum - fyrirspurn til skipulagsfulltrúa

2403011

Fyrirspurn til skipulagsfulltrúa vegna Suðurgötu 96 og 98 þ.s. óskað er eftir að byggja ofan á núverandi bílskúr.
Skipulags- og umhverfisráð getur ekki orðið við erindinu. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi sem samþykkt var 12.09.2017 er ekki gert ráð fyrir sólskála ofan á bílskúrum húsa sem standa sunnan við Suðurgötu, þar sem húshæð bílskúra er ein hæð á núverandi skipulagi. Grunnhugmynd deiliskipulags Suðurgötu er að stakstæð hús við götuna séu í anda gamla bæjarins. Sólskálar ofan á þaki bílskúra eru hvorki heimilaðir á deiliskipulagi, né í anda þess.

5.Beykiskógar 17 - starfsmannaíbúð

2101248

Staða málins kynnt.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu um endurbætur á starfsmannaaðstöðu á Beykiskógum 17. Málinu vísað til bæjarráðs um fjármögnun framkvæmdarinnar.

6.Jarðvegstippur - Loka svæði

2311408

Tillaga um að loka fyrir aðgengi að jarðvegstipp utan ákveðins opnunartíma.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir breytingar á opnunartíma inn á jarðvegstipp. Opið verður frá kl. 8:00 - 17:00 alla virka daga. Aðgangshlið verður lokað utan þess tíma. Ef þörf verður á aðgengi utan opnunartíma, er hægt að nálgast strikamerki sem veitir aðgang í þjónustuveri Akraneskaupstaðar að Dalbraut 4.

7.Jarðvegsmön Höfðaseli 5

2403064

Lóðarhafi hefur hafið gerð jarðvegsmanar utan við lóð sína eins og fleiri á svæðinu. Umhverfisstjóri fer yfir málið.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að endanleg útfærsla og mögulegum mönum og skjólbelti verði sett fram í yfirstandandi deiliskipulagsvinnu fyrir svæðið. Vinnu við manir og skjólbelti verði frestað þar til deiliskipulag liggur fyrir.

8.Vegna niðurrifs við Dalbraut 8 og 10 - fyrirspurn og athugasemdir

2308057

Umfjöllun um athugasemdir við niðurrif á Dalbraut 8.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi svarbréf umhverfisstjóra vegna framkomins erindis um framkvæmd við niðurif á Dalbraut 8 og Dalbraut 10.

9.Lagfæringar á neðri hluta Suðurgötu

2403105

Lagfæringar á neðri hluta Suðurgötu, frá Landsbankahúsinu að Olís.
Skipulags- og umhverfisráð felur umhverfistjóra frekari vinnslu málsins.

10.Starfshópur um bæjarhátíð Írskra daga

2310108

Starfshópur um bæjarhátíð ískra daga
Guðmundur Ingþór Guðjónsson fór yfir helstu áhersluatriði á vinnu starfshóps varðandi skipulag á Írskum dögum. Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindi starfshópsins.

Fundi slitið - kl. 21:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00