Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

285. fundur 13. desember 2023 kl. 17:00 - 20:15 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
 • Guðmundur Ingþór Guðjónsson formaður
 • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir varaformaður
 • Anna Sólveig Smáradóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
 • Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi
 • Anna Þóra Gísladóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Anna Þóra Gísladóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Breyting á sorpmálum 2023

2210064

Starfshópur um sorpmál á Akranesi kynnti fyrirhugað fyrirkomulag sorphirðu á Akranesi. Fulltrúrar í bæjarstjórn sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar starfshópi um sorpmál á Akranesi fyrir góða kynningu og verkefnaáætlun.

Fulltrúar í bæjarstjórn véku af fundi eftir þennan dagskrárlið, nema þeir sem sæti eiga í skipulags- og umhverfisráði.

2.Keilufélag Akraness - húsnæðismál

2311273

Formaður Keilufélags Akraness mætir á fundinn.
Ársæll Rafn Erlingsson formaður Keilufélags Akraness mætti á fundinn.
Skipulags- og umhverfisráð kynnti fyrirhugaða áætlun varðandi niðurrif og uppbyggingu verkefnisins á íþróttahúsinu við Vesturgötu og þakkar Ársæli um leið fyrir komuna á fundinn.

Ársæll Rafn Erlingsson vék af fundi eftir þennan dagskrárlið.

3.Deiliskipulag Dalbrautarreitur - Stillholt 23 og Dalbraut 2

2301128

Umsókn NH-2 ehf. Kynning á skipulagsáformum í tengslum við umsókn á breytingum á skipulagi Dalbrautarreits.
Engilbert Runólfsson f.h. NH-2 ehf. og Ásgeir Ásgeirsson frá T.ark arkitektum kynntu skipulagsáform fyrir Stillholt 23 og Dalbraut 2.

Skipulags- og umhverfisráð þakkar fyrir kynningu á metnaðarfullum tillögum um uppbyggingu að Dalbraut 2 og Stillholti 23.

Engilbert og Ásgeir véku af fundi eftir þennan dagskrárlið.

4.Deiliskipulag Dalbraut - Þjóðbraut endurskoðun.

2207011

Deiliskipulag Dalbraut - Þjóðbraut, gögn lögð fram.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til sameiginlegan vinnufund með bæjarstjórn og skipulagshönnuði á nýju ári.

5.Breyting á deiliskipulag Sementsreit - Suðurgata 124

2312105

Breyting á deiliskipulagi Sementsreits vegna lóðarinnar Suðurgötu 124. Heimilt verður að byggja íbúðarhúsnæði á tveimur hæðum ásamt bílskúr með allt að tveimur íbúðum.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að erindið verði grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verður fyrir húseigendum við Suðurgötu 126,123,122 og 121 og Skagabraut 15,17,19 og 21.

6.Deiliskipulag Krókalón - Krókatún 18 stækkun íbúðarhúss

2209234

Umsókn lóðarhafa um niðurrif á núverandi bílskúr og að reisa í stað hans viðbyggingu við núverandi íbúðarhús, allt að 76 fm á einni hæð. Nýju bílastæði verður komið fyrir við lóðarmörk Krókatúns 20 og byggingarreitur er stækkaður til vesturs. Heildarbyggingarmagn innan lóðar verður allt að 240 fm, aukning um 48,8 fm. Nýtingarhlutfall verður 0,48.

Umsóknin var grenndarkynnt skv. 2 mgr. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010. frá 7. nóvember til 7. desember 2023 fyrir lóðarhöfum að Krókatúni 9,11,13,14,15,16 og 20.

Þrjú samþykki bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

Allur kostnaður sem hlýst af breytingunni er í höndum lóðarhafa.

7.Brekkubæjarskóli - endurbætur 1. hæðar

2203198

Tilboð í endurbætur 1. hæðar Brekkjubæjarskóla.Eftirtalin fyrirtæki sendu inn tilboð:

K16 ehf - kr.792.396.573,-

Land og verk - kr. 825.109.440,-

Sjammi ehf - kr. 807.962.299,-

Ístak - kr. 984.683.420,-

SF Smiðir ehf - 719.696.768,-Kostnaðaráætlun er kr. 813.013.566,-
Skipulags- og umhverfisráð felur umhverfisstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda.

Fundi slitið - kl. 20:15.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00