Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

284. fundur 04. desember 2023 kl. 17:00 - 22:30 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
 • Guðmundur Ingþór Guðjónsson formaður
 • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir varaformaður
 • Anna Sólveig Smáradóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
 • Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi
 • Anna Þóra Gísladóttir verkefnastjóri
 • Jón Arnar Sverrisson garðyrkjustjóri
 • Jens Heiðar Ragnarsson slökkviliðsstjóri
 • Lárus Ársælsson umhverfisstjóri
 • Alfreð Þór Alfreðsson rekstrarstjóri
Fundargerð ritaði: Anna Þóra Gísladóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Deiliskipulag Jaðarsbakkar og frumhönnun

2304154

Farið yfir stöðu verkefnis og næstu skref, fulltrúar ÍA og KFÍA sitja fundinn undir þessum lið.
Undir þessum dagskrárlið sátu Guðmunda Ólafsdóttir framkvæmdastjóri ÍA, Heiðar Már Björnsson meðstjórnandi ÍA, Eyjólfur Gunnarsson framkvæmdatstjóri KFÍA og Sigurður Sigursteinsson varaformaður KFÍA.

Skipulagsfulltrúi fór yfir stöðu verkefnisins og næstu skref sem felast í því að ljúka samningaviðræðum við Basalt.

Skipulags- og umhverfisráð leggur áherslu á að bæta aðgengi að gögnum og upplýsingum um þetta tiltekna verkefni til þess að tryggja betra gegnsæi fyrir íbúa og aðra áhugasama.
Ráðið leggur því eftirfarandi til:
1. Útbúin verði síða á akranes.is þar sem fram koma öll gögn sem birt hafa verið um málið.
2. Yfirfarinn verði listi yfir spurt og svarað sem útbúinn var þegar viljayfirlýsingin var gerð m.t.t. hvar við erum stödd núna í verkefninu.

Næstu skref eru að skoðað verði í hönnun hvort hagkvæmt sé að snúa velli eða ekki, Basalt fær það verkefni. Verður það með fyrstu verkefnum sem leysa þarf m.t.t. gæða og umhverfisáhrifa fyrir svæðið og vegna mikilla vangavelta og orðræðu í samfélaginu.

Til stóð að halda íbúafund í desember þar sem bæjarfulltrúar sætu fyrir svörum. Athugasemdir hafa borist til bæjarfulltrúa um að það sé óheppileg tímasetning og undir það er tekið. Desember er annasamur mánuður og leggur ráðið því til að íbúafundur verði haldinn 10. janúar 2024 og auglýstur með góðum fyrirvara. Mikilvægt er að taka samtalið og tryggja vettvang fyrir íbúa til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri.

Guðmunda Ólafsdóttir, Heiðar Már Björnsson, Eyjólfur Gunnarsson og Sigurður Sigursteinsson véku af fundi eftir þennan dagskrárlið.

2.Skipulags- og umhverfissvið - rekstur

2311023

Kristjana Helga Ólafsdóttir fjármálastjóri fór yfir lykiltölur í tengslum við rekstur á skipulags- og umhverfissviði árið 2023.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar Kristjönu Helgu Ólafsdóttur fjármálastjóra fyrir góða kynningu.
Ráðið óskar eftir því að fá sambærilega kynningu 3-4 sinnum á ári.

Kristjana vék af fundi eftir þennan dagskrárlið.

3.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2024 - 2027

2309268

Sigurður Páll Harðarson sviðstjóri skipulags- og umhverfissviðs fór yfir fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2023-2030.
Sviðsstjóri fór yfir fyrirliggjandi fjárfestingaráætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025 til 2027.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar sviðstjóra fyrir og óskar eftir því að fá upplýsingar um stöðu fjárfestinga ca. annan hvern mánuð.

4.Húsnæðisáætlun 2024

2305204

Húsnæðisáætlun 2024 til kynningar. Verður lögð fram til samþykktar í bæjarstjórn þann 12. desember 2023.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi drög að húsnæðisáætlun Akraneskaupstaðar og vísar erindinu til bæjarráðs.

5.Ábendingar um betri umgengni meðfram Langasandi

2301069

Aðgerðaráætlun vegna slæmrar umgengni á Jaðarsbökkum.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi aðgerðaráætlun Jóns Arnars Sverrissonar garðyrkjustjóra til að bæta almennt umgengni á Jaðarsbökkum. Garðyrkjustjóra falið að vinna málið áfram.

6.Húsnæðismál Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar

2301291

Lóð fyrir viðbragðsaðila kynnt. Um er að ræða 2ha lóð sem staðsett er vestan við Hausthúsatorg.
Skipulagsfulltrúi lagði fram tillögu að lóð fyrir slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar og aðra viðbragðsaðila.

Skipulags- og umhverfiráð felur slökkviliðsstjóra að bera ofangreinda hugmynd undir viðbragðsaðila sem áhuga hafa að vera í samfloti með SAH.

7.Hagaflöt - rafhleðslur fyrir rafbíla

2311361

Erindi eigenda Holtsflatar 9 óskar eftir heimild fyrir uppsetningu hleðslustöðva fyrir rafbíla á bæjarlandi.
Skipulags- og umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa og umhverfisstjóra að vinna áfram með málið.

8.Jarðvegstippur - Loka svæði

2311408

Farið yfir stöðu mála varðandi losun á tipp.
Skipulags- og umhverfisráð felur umhverfisstjóra að bjóða út þjónustu á tippnum.

9.Höfði - djúpgámar

2310129

Ný gögn varðandi staðsetningu djúpgáma við hjúkrunar- og dvalarheimilið Höfða kynnt, ásamt kostnaðaráætlun.
Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið og leggur til við bæjarráð að samþykkja framkvæmdina.

10.Keilufélag Akraness - húsnæðismál

2311273

Erindi Keilufélags Akraness varðandi leyfi til að keilusalurinn verði meðhöndlaður sem stök framkvæmd í viðgerðum íþróttahússins við Vesturgötu, þar sem hann er sér brunahólf og því auðvelt að vinna hann sér. Jafnframt býður stjórnin fram krafta sína við niðurrif og uppbyggingu til að flýta ferlinu. Skóla- og frístundaráð vísaði erindinu til skipulags- og umhverfissviðs.
Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfisráðs að boða formann Keilufélags Akraness á næsta fund ráðsins.

11.Starfshópur um framtíðarþörf leikskólaplássa á Akranesi

2304021

Erindi frá skóla- og frístundaráði varðandi kynningu starfshóps á mögulegum lausnum í húsnæðismálum leikskóla á Akranesi.
Lagt fram.

12.Teigasel - úttekt á mannvirki

2312031

Farið yfir skýrslu vegna úttektar Verkís á leikskólanum Teigaseli.
Samkvæmt úttektinni er húsið laust við rakaskemmdir, en bent er á leiðir sem bætt geta loftgæðin. Skipulags- og umhverfisráð felur rekstrarstjóra áhaldahúss að láta ráðast í þrif á húsinu. Jafnframt kannar rekstrarstjóri möguleg kaup og uppsetningu loftskiptikerfis í húsinu.

13.Smiðjuvellir 4, breyting á deiliskipulagi dreifistöð rafmagns - umsókn til skipulagsfulltrúa

2310289

Umsókn Vignir G. Jónsson ehf. lóðarhafa á Smiðjuvöllum 4 um breytingu á deiliskipulagi Smiðjuvalla. Breytingin fellst í að stækka núverandi byggingarreit um 18fm og byggja dreifistöð rafmagns á lóð. Dreifistöðin mun standa allt að 1,7 m frá lóðarmörkum, kvöð verður um aðkomu að dreifistöðinni og kvöð um aðgengi að lögnum meðfram Þjóðbraut. Hámarkshæð byggingar verður 3,1 m, útlit byggingar verður samskonar og núverandi hús og litur á þaki dökkur.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til að erindið verði grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verður fyrir Smiðjuvöllum 2, Esjubraut 49, Hagaflöt 11, Innnesvegi 1, Dalbraut 16, Skarðsbraut 17-19 og Þjóðbraut 13 og 13A.

Fundi slitið - kl. 22:30.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00