Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
1.Íþróttahúsið Vesturgötu - loftgæði
2309022
Íþróttahús Vesturgötu loftgæði.
2.Umhverfisviðurkenningar 2023
2308058
Umhverfisviðurkenningar 2023.
Tilnefningar lagðar fram.
3.Vinnuskólinn 2023
2302211
Skýrsla vinnuskólans fyrir árið 2023 kynnt.
Jón Arnar Sverrisson garðyrkjustjóri, kynnti starfsskýrslu vinnuskólans árið 2023.
4.Okkar Akranes - Opin svæði 2023
2301256
Staða verkefna í september 2023.
Jón Arnar Sverrisson garðyrkjustjóri fór yfir stöðu verkefna í Okkar Akranes. Skipulags- og umhverfisráð felur honum áframhaldandi vinnu við verkefnið.
Jón Arnar vék af fundi að loknum þessum dagskrárlið.
Jón Arnar vék af fundi að loknum þessum dagskrárlið.
5.Golfklúbburinn Leynir - landnýting
2309072
Garðavöllur, landnýting.
Fyrir liggur ósk stjórnar golfklúbbsins Leynis að gengið verði frá lóðarsamningi vegna golfvallar svo unnt sé að halda áfram hugmyndavinnu að framtíðarskipulagi golfvallar.
Skipulags- og umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að undirbúa forvinnu á skipulagi í Akrakotslandi sem nú er í eigu Akraneskaupstaðar. Í því skipulagi verði m.a. horft til tenginga við Akrafjallsveg, Skógahverfi og Innnesveg.
Ennfremur verði horft til hvernig sambýli byggðar og golfvallar verði sem best háttað. Mikilvægt er að í byrjun vinnu verði haft samband við þá aðila sem hagsmuna eiga að gæta í skipulaginu.
Skipulags- og umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að undirbúa forvinnu á skipulagi í Akrakotslandi sem nú er í eigu Akraneskaupstaðar. Í því skipulagi verði m.a. horft til tenginga við Akrafjallsveg, Skógahverfi og Innnesveg.
Ennfremur verði horft til hvernig sambýli byggðar og golfvallar verði sem best háttað. Mikilvægt er að í byrjun vinnu verði haft samband við þá aðila sem hagsmuna eiga að gæta í skipulaginu.
6.Bjarkargrund 18 sólstofa - umsókn um Byggingarheimild umfangsflokkur 1
2302187
Umsókn lóðarhafa Bjarkargrundar 18, lóðin er á ódeiliskipulögðu svæði. Sótt er um byggingarleyfi til að byggja sólstofu 19,4 m² að stærð.
Grenndarkynnt var samkvæmt 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, frá 19. júlí 2023 til 26. ágúst 2023 fyrir lóðarhöfum nr. 16,17,20,22 og 24 við Bjarkargrund. Eitt samþykki barst.
Grenndarkynnt var samkvæmt 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, frá 19. júlí 2023 til 26. ágúst 2023 fyrir lóðarhöfum nr. 16,17,20,22 og 24 við Bjarkargrund. Eitt samþykki barst.
Guðm. Ingþór Guðjónsson vék af fundi og Þórður Guðjónsson varamaður kom inn á fundinn í fjarfundi. Valgarður Lyngdal Jónsson og Þórður Guðjónsson samþykktu málið, Ragnar B. Sæmundsson sat hjá.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja áform um byggingarleyfi sbr. grenndarkynningu.
Allur kostnaður sem hlýst af breytingunni er á höndum lóðarhafa.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja áform um byggingarleyfi sbr. grenndarkynningu.
Allur kostnaður sem hlýst af breytingunni er á höndum lóðarhafa.
7.Smiðjuvellir 4 og 6 - umsókn til skipulagsfulltrúa
2308195
Fyrirspurn GM Teiknistofu fyrir hönd lóðarhafa Smiðjuvalla 4 og 5 Vignis G. Jónssonar um sameiningu lóða vegna hagræðingar og skipulags innan lóða. Meðfylgjandi er uppdráttur dagsettur 25.08.2023.
Erindið kynnt. Skipulags- og umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram að málinu.
8.Skagabraut 43 - Umsókn til skipulagsfulltrúa
2307052
Umsókn Orkunnar IS ehf. um breytingu á deiliskipulagi Arnardalsreits. Sótt er um að breyta byggingarreit A-4. Breytingin felst í að byggingareit fyrir þvottastöð er breytt í byggingarreit fyrir spennistöð og tæknirými. Útlit og gerð spennistöðvar skv. meðfylgjandi skjali.
Grenndarkynnt var skv. 2. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Frá 19. júlí 2023 til 26. ágúst 2023 fyrir fasteignaeigendum Þjóðbrautar 1, Stillholts 23 og 16-18, Háholts 32, Skagabrautar 41, 41a, 39, 44, 46, 48 og 50.
Grenndarkynnt var skv. 2. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Frá 19. júlí 2023 til 26. ágúst 2023 fyrir fasteignaeigendum Þjóðbrautar 1, Stillholts 23 og 16-18, Háholts 32, Skagabrautar 41, 41a, 39, 44, 46, 48 og 50.
Skipulags- og umhvefisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
Allur kostnaður sem hlýst af breytingunni er á höndum lóðarhafa.
Allur kostnaður sem hlýst af breytingunni er á höndum lóðarhafa.
9.Höfðagrund 7 - umsókn til skipulagsfulltrúa
2304150
Umsókn lóðarhafa Gísla S. Einarssonar um breytingar á deiliskipulagi Sólmundarhöfða. Í breytingunni felst að stækka byggingarreit um 18,2 m2 við Höfðagrund 7. Fyrirhugað er að reisa garðskála við núverandi íbúðarhús. Nýtingarhlutfall lóðar verður 0,37.
Grenndarkynnt var skv. 2. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Frá 31. ágúst 2023 til 4. október 2023 fyrir fasteignaeigendum við Höfðagrund 9, 11, 14, 14A og 14B. Samþykki barst frá öllum fasteignaeigendum og lauk því grenndarkynning 11. september 2023.
Grenndarkynnt var skv. 2. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Frá 31. ágúst 2023 til 4. október 2023 fyrir fasteignaeigendum við Höfðagrund 9, 11, 14, 14A og 14B. Samþykki barst frá öllum fasteignaeigendum og lauk því grenndarkynning 11. september 2023.
Skipulags- og umhvefisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
Allur kostnaður sem hlýst af breytingunni er á höndum lóðarhafa.
Allur kostnaður sem hlýst af breytingunni er á höndum lóðarhafa.
10.Deiliskipulagsrammi Smiðjuvellir
2301147
Drög að deiliskipulagsramma Smiðjuvalla ásamt umferðar skýrslu.
Skipulags- og umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa áframhaldandi vinnu.
11.Ársfundur náttúruverndarnefnda 2023
2307020
Ársfundur náttúruverndarnefnda 2023 haldinn á Ísafirði 12. október 2023.
Málið kynnt.
12.Álfalundur - frágangur götu við leikskólann Garðasel
2309083
Beiðni íbúa við Álfalund um breytingu á skipulagi við frágang á götu við leikskólann Garðasel.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar fyrirspurn vegna breytingar á skipulagi Skógarhverfis áfanga 2. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
13.Aðgengismál fatlaðra við Guðlaugu - Langisandur fyrir alla, fyrirspurn
2308087
Fyrirspurn Eddu Einarsdóttur til skipulags- og umhverfisráðs vegna aðgengismála við Guðlaugu og Langasandi.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar fyrir fyrirspurnina. Verið er að vinna í hönnun á rampinum og nýrri sturtu aðstöðu úr verkefninu Langisandur fyrir alla. Í þeirri hönnun verða allir möguleikar skoðaðir. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
14.Vatnsrannsóknir á Akranesi
2306149
Bréf frá Libra lögmenn, vegna vinnu Verkís við rannsóknir á grunnvatnsstöðu á Neðri Skaga.
Skipulags- og umhverfisráð hefur móttekið bréf frá Libra lögfræðistofu dags. 12. september 2023.
15.Römpum upp Akranes (Ísland)
2204007
"Römpum upp Akranes" heldur áfram - lagfæringar á aðgengi.
Skipulags- og umhverfisráð fagnar því að "Römpum upp Ísland" ráðist að nýju í að lagfæra aðgengi að byggingum á Akranesi og þakkar um leið fyrir þetta frábæra framtak. Jafnframt felur ráðið verkefnastjóra hjá skipulags- og umhverfissviði áframhaldandi vinnu við verkefnið.
16.Aðgengi fatlaðs fólks að byggingum Akraneskaupstaðar
2203250
Aðgengi hreyfihamlaðra - forgangsröðun verkefna.
Skipulags- og umhverfisráð felur verkefnastjóra og aðgengisfulltrúa að skoða aðgengislausnir í samráði við forstöðumann íþróttamannvirkja og íþróttamála.
Fundi slitið - kl. 19:00.
Niðurstaða skýrslu er sú að endurnýja þurfi neðri hluta þaks þ.a. það verði loftþétt, endurnýja gaflveggi, endurnýja efni í stúku og breyta þrifum. Einnig verði hugað að endurnýjun á loftræstingu salar.
Til viðbótar því þarf að huga að viðhaldi á lágbyggingu sem snýr að Háholti og kjallara.
Mikilvægt er að skýrslan verði kynnt skóla- og frístundaráði og að samtal við skólastjórnendur í Brekkubæjarskóla og þau aðildarfélög ÍA sem nýta húsið hefjist sem fyrst.
Skipulags- og umhverfisráð felur sviðstjóra skipulags- og umhverfissviðs að undirbúa útboð á ofangreindum verkþáttum. Þegar kostnaðarmat og tillaga að aðgerðum liggur fyrir verði málið kynnt ráðinu að nýju.
Ásbjörn Egilsson vék af fundi að loknum þessum dagskrárlið.