Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

266. fundur 02. maí 2023 kl. 18:00 - 21:30 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
 • Guðmundur Ingþór Guðjónsson formaður
 • Valgarður L. Jónsson varaformaður
 • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi
 • Ásbjörn Egilsson verkefnastjóri
 • Lárus Ársælsson umhverfisstjori
Fundargerð ritaði: Anna Þóra Gísladóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Grunnskólalóðir - endurgerð (Brekkubæjarskóli - Grundaskóli)

2104149

Ásbjörn Egilsson verkefnastjóri fór yfir tilboð í framkvæmdir á grunnskólalóðum.

Eitt tilboð barst frá Bergþór ehf. kr. 50.891.700,-

Kostnaðaráætlun var kr. 29.295.800,-
Skipulags- og umhverfisráð hafnar tilboði frá Bergþór ehf. í framkvæmdir á grunnskólalóðum. Ásbirni Egilssyni verkefnastjóra falið að vinna málið áfram.

2.Jaðarsbakkar - viðhald sundlaugar 2023

2304041

Minnisblað vegna lagfæringar á sundlaugarkari lagt fram.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar Ásbirni fyrir greinargóða kynningu og felur honum að klára útfærslu vegna viðgerðar á sundlaugarkanti og undirbúa framkvæmdir sumarið 2024.

3.Flóahverfi - gatnagerð

2104080

Farið yfir tilboð í gatnagerð í Flóahverfi.

Tvö tilboð bárust í verkið:

Borgarverk ehf. kr. 826.040.942,-

Þróttur ehf. kr. 835.738.899,-

Kostnaðaráætlun verkkaupa var kr. 1.026.000.000,-
Skipulags- og umhverfisráð felur Lárusi Ársælssyni umhverfisstjóra að yfirfara tilboðin í samvinnu við Veitur.

4.Jörundarholt 15 - umsókn til skipulagsfulltrúa grenndarkynning

2304131

Umsókn um byggingarleyfi fyrir Jörundarholt 15, lóðin er á ódeilskipulögðu svæði. Sótt um tengibyggingu milli einbýlishúss og bílskúrs við Jörundarholt 15, stækkun 7,1 m².Umsóknin var grenndarkynnt samkvæmt 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 21. mars til 20. apríl 2023. Grenndarkynnt var fyrir lóðarhöfum Jörundarholts 13,11,17.

Engar athugasemdir bárust, en eigendur Jörundarholts 11 og 13 sendu inn samþykki fyrir framkvæmdunum.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja áform um byggingarleyfi sbr. grenndarkynningu.
Allur kostnaður sem hlýst af breytingunni skal lóðarhafi bera.

5.Deiliskipulag Breiðarsvæði - Bárugata 15, breyting

2207007

Umsókn Múrverk RG ehf. um breytingu á deiliskipulagi Breiðarsvæðis, lóðina Bárugötu 15. Í tillögunni felst að breyta húsnæði að hluta til í fjölbýlishús með 8 íbúðum, húsið verður hækkað í fjórar hæðir. Nýtingarhlutfall lóðar verður 1,6.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi Breiðarsvæði - Bárugötu 15, verði auglýst í samræmi við 1.mgr. 43.gr. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Reynigrund 45 - umsókn til skipulagsfulltrúa grenndarkynning

2304130

Umsókn Benedikts Ö. Eymarssonar varðandi Reynigrund 45, en lóðin er á ódeiliskipulögðu svæði. Sótt er um að stækka húsið á tveimur stöðum, anddyri og baðherbergi um 16,4 m² nýtingarhlutfall fer úr 0,29 í 0,31. Einnig er sótt um breytingu á útliti húss þar sem klæða á hluta hússins með sléttri álklæðningu, ásamt því að bæta við opnanlegum fögum á norðaustur hlið hússins.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að umsóknin verði grenndarkynnt, skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir lóðarhöfum Reynigrundar 1, 3, 5, 42, 43, 44, 46 og 47.

7.Kalmansvellir 4b - umsókn til skipulagsfulltrúa

2210031

Umsókn ISH ehf um breytingar á skipulagi Smiðjuvalla. Sótt er um að skilgreina byggingarreit fyrir 600 m² atvinnuhúsnæði, nýtingarhlufall helst óbreytt. Sex bílastæðum verður komið fyrir á innan lóðar eða 1 bílastæði á 100 m², aðkoma að lóð helst óbreytt. Hámarkshæð nýbyggingar verður 8,0

m.
Skipulags- og umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að ræða við lóðarhafa vegna fjarlægðar byggingarreits frá lóðarmörkum.

8.Deiliskipulag Suðurgata 22 - Nýtt

2211144

Umsókn Þóru Emilíu Ármannssdóttur f.h. eiganda fyrir Suðurgötu 22 um nýtt deiliskipulag Suðurgötu 22. Sótt er byggingu íbúðarhús á tveimur hæðum ásamt rishæð. Hámarksfjöldi íbúða verði 4 íbúðir, nýtingarhlutfall lóðar verði 0,75. Heildar byggingarmagn á lóð verði 420 m² og hámarkshæð húss verði 9,0 m. Gert er ráð fyrir fjórum bílastæðum innan lóðar eða eitt bílastæði á íbúð.
Skipulags- og umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að halda vinnslu málsins áfram.

9.Vegagerðin 2023

2304047

Minnisblað um vegamál á Akranesi til Vegagerðarinnar lagt fram vegna forgangsröðunar í samgönguáætlun fyrir sveitarfélagið.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi minnisblað til Vegagerðarinnar.

10.Deiliskipulag Jaðarsbakkar

2304154

Drög að skipulagslýsingu fyrir aðal- og deiliskipulagsbreytingu á Jaðarsbökkum lögð fram til kynningar.
Drög að skipulagslýsingu lögð fram.

11.Grenndargámar á safnasvæði

2304057

Á fundi sínum 17.04.2023 var eftirfarandi bókun skráð í Menningar- og safnanefnd: "Menningar- og safnanefnd telur staðsetningu grenndargáma við safnasvæðið geta skaðað ímynd svæðisins og telur æskilegt að finna þeim nýjan stað. Mikilvægt er að hugað sé að örari tæmingu gámanna á meðan þeir eru staðsettir á safnasvæðinu til að gæta að ásýnd svæðisins. Menningar- og safnanefnd vísar málinu til afgreiðslu í skipulags- og umhverfisráði. Samþykkt 5:0"Skipulags- og umhverfisráð leggur áherslu á að núverandi staðsetningar grenndarstöðva eru til reynslu og er endanlegum frágangi grenndarstöðva ólokið. Hugað verður að örari tæmingu grenndarstöðvarinnar og felur skipulags- og umhverfisráð Lárusi Ársælssyni umhverfisstjóra að skoða staðsetningar fyrir grenndarstöðvar.

Fundi slitið - kl. 21:30.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00