Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

264. fundur 04. apríl 2023 kl. 17:00 - 20:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Guðmundur Ingþór Guðjónsson formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Garðavöllur - landnýting og lóðarleigusamningur

2303029

Golfvöllur, landnýting.
Fulltrúar Golfklúbbsins Leynis, O. Pétur Ottesen formaður, Hróðmar Halldórsson stjórnarmaður, Óli B Jónsson stjórnarmaður og Rakel Óskarsdóttir framkvæmdastjóri sátu
fundinn undir þessum dagskrárlið.

Skipulags- og umhverfisráð þakkar framkvæmdastjóra og stjórnarmeðlimum Golfklúbbsins Leynis fyrir komuna og fyrir kynningu þeirra varðandi landnýtingu og skipulag golfvallarins.
Skipulags- og umhverfisráð leggur áherslu á að við skipulag íbúðarsvæðis í kringum golfvöllinn verði haft gott samráð við stjórnendur golfklúbbsins hverju sinni.


2.Umhverfisstefna Akraness

2211210

Anna Karen Sigurjónsdóttir verkefnastjóri sjálfbærnimála hjá Reykjanesbæ fór yfir samstarf Reykjanesbæjar og Klappa ehf. varðandi mælingar á kolefnislosun o.fl.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar Önnu Karen fyrir greinagóðar upplýsingar um samstarf Reykjanesbæjar við Klappir ehf.

3.Deiliskipulag Suðurgata 22 - Nýtt

2211144

Umsókn Þóru Emilíu Ármanssdóttur f.h. eiganda Suðurgötu 22 um nýtt deiliskipulag Suðurgötu 22. Sótt er um að skipuleggja þriggja hæða íbúðarhús með allt að fjórum íbúðum, sameinlegum stigagngi og lyftu. Fjögur bílastæði eru í innbyggðu blílskýli á jarðhæð. Deiliskipulagstillagan nær einungis til lóðarinnar Suðurgötu 22 en lóðin er óbyggð og á ódeiliskipulögðu svæði.
Skipulags- og umhverfisráð telur að framkomin gögn sýni of mikið byggingarmagn. Lóðir sitthvoru megin við eru með nýtingarhlutfall 0.4 og 0.6. Nýtingarhlutfall samkvæmt framkominni tillögu er hinsvegar 1.0.

4.Vesturgata 102 - umsókn til skipulagsfulltrúa

2302121

Umsókn Lóðarhafa Vesturgötu 102 um að breyta deiliskipulagi Stofnanareits. Sótt er um að stækka byggingarreit bílskúrs bæði í norð vestur og norð austur. Jafnframt færist byggingarreitur frá lóðamörkum suð austur.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að erindið verði grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verður fyrir lóðarhöfum Vesturgötu 105,109,111 og Merkigerði 2,4.

5.Sementsverksmiðjan á Akranesi - framtíðarstaðsetning

2211098

Bæjarráð tók málið fyrir á fundi sínum þann 16. mars sl. vísaði málinu til frekari rýningar á skipulags- og umhverfissviði og að því loknu til umfjöllun að nýju hjá skipulags- og umhverfisráði.
Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra framhald málsins.

6.Þjóðvegur 13A - umsókn til skipulagsfulltrúa

2303183

Umsókn Lóðarhafa Björgvin Sævar Matthíassonar um breyting á deiliskipulagi Miðvogslækjarsvæði, þjóðvegur 13-15. Í breytinguni felst að stækka byggingarreit í suðaustur um fjóra metra. Annað er óbreytt
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að erindið verði grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verður fyrir lóðarhöfum Þjóðveg 13 og Akrurprýði 7.

7.Lækjarflói 16-18 - umsókn til skipulagsfulltrúa

2302127

Umsókn lóðarhafa Merkjaklöpp um breyting á deiliskipulags Flóahverfis. Stótt er um að sameina lóðir Lækjarflóa 16 og 18, sameina byggingarreit, nýtingarhlutfall fer úr 0.35 í 0.36.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að erindið verði grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verður fyrir lóðarhöfum Lækjarflóa nr. 10a og 20, Nesflóa 2.

8.Deiliskipulag Akratorgsreitur - umsókn um breytingu á Heiðargerði 22

2203103

Lögð fram umsókn lóðarhafa Lyngháls 1 ehf. um breytingu á deiliskipulagi Akratorgreits vegna lóðarinnar nr. 22 við Heiðargerði. Í breytingunni felst að breyta húsnæði úr atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði og að þar verði gert ráð fyrir 6 íbúðum á 1. hæð núverandi byggingar, íbúðir verða frá 42m2 í 120m2. Núverandi form útveggja og þak halda sér en húsið verður klætt að utan með nýrri klæðningu. Breytingar á gluggum og hurðum á útliti hússins.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að erindið verði grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verður fyrir lóðarhöfum við Merkigerði 12, 16 og 18, Heiðargerði 24,21,20,19, og Kirkjubraut 19,21,23.

9.Gatnaframkvæmdir - viðhald

2302131

Tilboð í viðhald gatna og endurnýjun gangstétta.
Fimm tilboð bárust í verkið:

Fagurverk ehf, kr. 163.099.000
Skóflan hf, kr. 138.977.000
Emkan ehf, kr.137.600.000
Þróttur ehf, kr. 143.237.190
Stéttafélagið ehf, kr. 155.268.000

Kostnaðaráætlun, kr. 144.046.550

Skipulags- og umhverfiráð felur sviðsstjóra að semja um verið við lægstbjóðanda þ.e. Emkan ehf.

Fundi slitið - kl. 20:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00