Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

263. fundur 20. mars 2023 kl. 17:00 - 22:30 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
 • Guðmundur Ingþór Guðjónsson formaður
 • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir aðalmaður
 • Anna Sólveig Smáradóttir varamaður
Starfsmenn
 • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
 • Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi
 • Ásbjörn Egilsson verkefnastjóri
 • Anna Þóra Gísladóttir verkefnastjóri
 • Jón Arnar Sverrisson garðyrkjustjóri
Fundargerð ritaði: Anna Þóra Gísladóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Umhverfisstefna Akraness

2211210

Anton Birkir Sigfússon frá fyrirtækinu Klappir Green Solutions hf. kynnti "Sjálfbærnilausn Klappa" og "Verðskrá sjálfbærniuppgjöra Klappa 2022" varðandi mælingar og birtingar þeirra í tengslum við umhverfisstefnu Akraness.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar Antoni Birki Sigfússyni fyrir fróðlega kynningu.

Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að óska eftir kynningu frá Reykjanesbæ, en sveitarfélagið hefur notast við lausnir Klappa ehf.

Anton vék af fundi eftir þessa kynningu.

2.Grunnskólalóðir - endurgerð (Brekkubæjarskóli - Grundaskóli)

2104149

Kynning á útboðsgögnum vegna framkvæmda á lóðum Grundaskóla og Brekkubæjaraskóla 2023.
Inga Rut Gylfadóttir, arkitekt kynnti fyrirhugaðar framkvæmdir á skólalóðum við Grundaskóla og Brekkubæjarskóla.

Skipulags- og umhverfisráð þakkar Ingu Rut góða kynningu og samþykkir tillögur hennar að framkvæmd. Hönnuði falið að klára útboðsgögn.

Inga Rut vék af fundi eftir þennan dagskrárlið.

3.Suðurgata Skagabraut - gatnamót

2303126

Tillaga Lárusar Ársælssonar hjá Mannvit um breytingu á gatnamótum Suðurgötu og Skagabrautar kynnt.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar Lárusi fyrir greinargóða kynningu og samþykkir að ráðist verði í umræddar breytingar.

Lárus vék af fundi eftir þennan dagskrárlið.

4.Endurskipulagning Vinnuskólans

2209221

Kynning á nýjum handbókum vinnuskólans vegna endurskipulagningar.
Heiðrún Janusardóttir verkefnastjóri og Jón Arnar Sverrisson garðyrkjustjóri kynntu útgáfu handbóka annarsvegar fyrir flokksstjóra og hinsvegar fyrir vinnuskólann.

Skipulags- og umhverfisráð þakkar Heiðrúnu og Jón Arnari góðu kynningu.

5.Vinnuskólinn 2023

2302211

Laun vinnuskólans.
Jón Arnar Sverrisson garðyrkjustóri og Heiðrún Janusardóttir verkefnastjóri fóru yfir launamál í vinnskólanum.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að leggja til við bæjarráð að laun vinnuskólans verði hækkuð um 3,5%, enda rúmast það innan fjárhagsáætlunar.

Heiðrún vék af fundi eftir þennan dagskrárlið.

6.Okkar Akranes - Opin svæði 2023

2301256

Farið yfir tillögur úr hugmyndasöfnun "opin og græn svæði" á Okkar Akranesi.

Jón Arnar Sverrisson garðyrkjustjóri og Anna Þóra Gísladóttir verkefnastjóri fóru yfir innsendar tillögur, sem voru samtals 101 talsins, flokkuðu og grisjuðu hugmyndirnar. Alls standa 43 tillögur eftir sem búið er að kostnaðarmeta gróflega og fyrir liggur að velja 20 tillögur sem fara í kosningu.
Anna Þóra Gísladóttir verkefnastjóri og Jón Arnar Sverrisson garðyrkjustjóri kynntu framkommar tillögur.

Lagðar fram 43 tillögur sem búið er að kostnaðarmeta gróflega. Valdar voru 20 tillögur sem fara í kosningu 28. mars til 11. apríl nk. Nauðsynlegt er að kalla eftir hönnun á nokkrum tillagnanna vegna umfangs þeirra, því verður kosið um hönnun eftir því sem við á. Ef hugmyndir sem þarfnast hönnunar verða fyrir valinu, þá er stefnt að því að hönnun ljúki í haust og ráðist verði í framkvæmdir eins fljótt og kostur er.

Skipulags- og umhverfisráð þakkar Önnu Þóru og Jóni Arnari fyrir þeirra vinnu og afburða góða kynningu. Eins vill skipulags- og umhverfisráð koma á framfæri þökkum til íbúa sem tóku þátt í hugmyndasöfnuninni og hvetur íbúa til þess að taka þátt í kosningunni sem hefst 28. mars næstkomandi.

7.Slökkvilið Akranes og Hvalfjarðarsveitar - úttekt á starfsemi

2111184

Eftirfylgni á úttekt frá HMS sem fór fram 1. nóvember 2021.
Varðandi húsnæðismál slökkviliðs Akranes og Hvalfjarðarsveitar kom fram á fundi ráðins 6. febrúar s.l. að verið væri að skoða þrjá kosti þ.e:
- viðbyggingu framan við núverandi húsnæði
- viðbyggingu aftan við núverandi húsnæði
- byggingu sameiginlegs húsnæðis með sambærilegum aðilum

Slökkviliðsstjóra var falið að vinna málið áfram.

Erindinu er að öðru leyti vísað til bæjarráðs.

8.Akraneshöll - Ytri klæðning

2211227

Viðhald á ytra byrði Akraneshallar.
Ásbjörn Egilsson verkefnastjóri og Lárus Ásælsson hjá Mannvit fóru yfir valkosti vegna viðhalds á ytra byrði Akraneshallar.

Valkostir sem hafa verið skoðaðir:
Hefðbundið viðhald á ytra byrði Akraneshallar, áætlaður kostnaður um 240 mill.kr. miðað við óeinangrað hús.
Endurnýjun ytra byrðis og einangrun húss, m.v. að hús verði upphitað Akraneshallar, áætlaður kostnaður um 460 millj.kr

Skipulags- og umhverfisráð þakkar góða kynningu og felur Ásbirni að vinna málið áfram.

Ráðið áréttar einnig að mikilvægt er að tryggja samráð við bæjarstjórn í heild sinni ásamt hagsmunaaðilum þegar endanleg ákvörðun verður tekin.

Ásbjörn og Lárus viku af fundi eftir þennan fundarlið.

9.LED lýsing, götu- og stígalýsing

2303121

Minnisblað um niðurstöðu rýnis á tilboðum í lampa fyrir gatna- og stígalýsingu. Tilboð bárust frá sex aðilum.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að taka tilboði Fagkaupa sem fékk flest stig í samanburði tilboða.

10.Deiliskipulag - Garðabraut 1

2204191

Deiliskipulag Garðabrautar 1, var auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 21. desember 2022 til 7. febrúar 2023. Þrjár athugasemdir bárust frá Húsfélagi Skarðsbraut 3 og 5, Veitum og Vegagerðinni.Lögð var fram greinagerð skipulagsfulltrúa vegna athugasemda við auglýst deiliskipulag.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir framlagða greinargerð skipulagsfulltrúa sem svar við þeim athugsemdum sem bárust við deiliskipulagið.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt ásamt greinargerð skipulagsfulltrúa sem svör við þeim athugasemdum sem bárust við deiliskipulagið.

11.Deiliskipulag Grundaskóli við Espigrund - Breyting

2303150

Breyting á deiliskipulagi Grundaskóla, fjölgun lóða.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að málsmeðferð verði samkvæmt 2. mgr. 43. gr., með vísun í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulag verði birt í B-deild og sent til Skipulagsstofnunar.

12.Skólabraut 18 - umsókn um byggingarleyfi

2303153

Skólabraut 18 umsókn Egils Árna Jóhannessonar um að breyta útliti húss ásamt stækkun á svölum. Meðfylgjandi er umsögn Minjastofnunar um breytingar.
Skipulags- og umhverfisráð áréttar að um óleyfisframkvæmd er að ræða og því er ekki heimild að halda framkvæmdum áfram fyrr en tilskilin leyfi hafa verið gefin út.

Skipulags- og umhverfisráð óskar eftir ítarlegri gögnum um framkvæmdina:
Frágang á útveggjum undir einangrun.
Hvernig haldið er í varðveislugildi hússins.
Frágang í kringum glugga.
Frágang í kringum svalir.

Fundi slitið - kl. 22:30.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00