Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

261. fundur 06. mars 2023 kl. 17:00 - 21:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Guðmundur Ingþór Guðjónsson formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi
  • Karl Jóhann Haagensen byggingarfulltrúi
  • Anna Þóra Gísladóttir verkefnastjóri
  • Jón Arnar Sverrisson garðyrkjustjóri
Fundargerð ritaði: Anna Þóra Gísladóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Opin svæði - úttekt

2209219

Opin svæði og leikvellir

Yfirlit og úttekt
Jón Arnar Sverrisson garðyrkjustjóri kynnti úttekt sína á opnum svæðum og leikvöllum.


Skipulags- og umhverfisráð þakkar Jóni Arnari fyrir góða kynningu.

2.Umferð um reiðveg við Akurprýði - fyrirspurn

2302142

Ósk landeiganda að Akurprýði 3 um að setja upp lokanir á reiðvegi og hljóðmön.



Skipulags- og umhverfisráð felur Alfreð Alfreðssyni rekstrarstjóra áhaldahúss að loka reiðstígnum við Akurprýði fyrir bílaumferð. Beiðni varðandi hljóðmön þarfnast sérstakrar skoðunar hjá skipulags- og umhverfissviði.

3.Aðalskipulag Akraness breyting - Garðaflói

2303034

Skipulagslýsing fyrir breytingu á aðalskipulagi Akraness 20021-2033 og gerð nýs deiliskipulags. Breytingin er gerð fyrir uppbyggingu athafnasvæðis í Garðaflóa norðan Þjóðvegar og austan Flóahverfis. Svæðið sem um ræðir er rúmlega 50ha og tekur breytingin til þriggja landnotkunarreita opinna svæða, þ.e. OP-320,331 og 332.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsing verði auglýst og kynnt.

4.Deiliskipulag Garðaflói

2303033

Skipulagslýsing lögð fram fyrir breytingu á aðalskipulagi Akraness 20021-2033 og gerð nýs deiliskipulags. Breytinginn er gerð fyrir uppbyggingu athafnasvæðis í Garðaflóa norðan Þjóðvegar og austan Flóahverfis. Svæðið sem um ræðir er rúmlega 50ha og tekur breytingin til þriggja landnotkunarreita opinna svæða, þ.e. OP-320,331 og 332.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsing verði auglýst og kynnt.

5.Deiliskipulag - Höfðasel

2103268

Skipulagslýsing lögð fram fyrir nýtt deiliskipulag Höfðasel. Markmið lýsingarinnar er að vinna nýtt deiliskipulag sem mun koma í stað eldra deiliskipulags, sem ekki telst hafa formlegt gildi.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsing verði auglýst og kynnt.

6.Deiliskipulag Grjótkelduflóa

2202023

Skipulagslýsing lögð fram fyrir nýtt deiliskipulag Grjótkelduflóa. Gerð verður grein fyrir núverandi og fyrirhugaðri landnotkun á svæðinu en þar er gert ráð fyrir rúmlega 71ha athafnasvæði í Grjótkelduflóa og Krikjutungu norðan Berjadalsár.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsing verði auglýst og kynnt.

7.Vatnasvæðanefndir - tilnefningar með tilvísan í 6. gr. reglugerðar um stjórn vatnamála.

2211077

Erindi frá Umhverfisstofnun Akraneskaupstaðar um tilnefningu í vatnasvæðanefnd.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að tilnefna Höllu Mörtu Árnadóttur skipulagsfulltrúa, sem fulltrúa sinn í vatnasvæðanefnd í samræmi við lög nr.36/2011 og reglugerð n.935/2011 um stjórn vatnamála.

8.Deiliskipulag Dalbrautarreitur - Stillholt 23 og Dalbraut 2

2301128

Umsókn Krark arkitekta fyrir hönd NH-2 ehf. sótt er um að breyta skipulag á dalbrautarreit. Í breytingunni felst að sameina lóðirnar, rífa núverandi húsnæði á Stillholt 23 og Dalbraut 2, byggt verður upp 16 hæða hús með 70 íbúðum auk verslunar og þjónustu á jarðhæð. Gert er ráð fyrir niðurgarfni 2-3 hæða bílgeymslu með allt að 105 stæðum í kjallara. Heildar bygginarmagn á lóðum verður 14.700.

Skipulags- og umhverfisráð hafnar 16 hæða íbúðarbyggingu og leggur til að hönnun hússins verði endurskoðuð með tilliti til bæjarmyndar, nærliggjandi húsa, umhverfisgæða og grundunar með tilliti til aðliggjandi íbúðarlóða. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

9.Deiliskipulag Breiðarsvæði - Bárugata 15, breyting

2207007

Umsókn Múrverk RG ehf. um breytingu á deiliskipulagi Breiðarsvæðis, breytinginn á bara við lóð við Bárugötu 15. Í breytinguni felst að breyta húsnæði að hluta til í fjölbýslis hús með 8 íbúðum, húsið verður hækkað í fjórar hæðir. Nýtingarhlutfall lóðar verður 1,6.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að tillaga að breytingu á deiliskipulagi við Bárugötu 15 verði kynnt á almennum íbúafundi.

10.Bjarkargrund 18 sólstofa - umsókn um Byggingarheimild umfangsflokkur 1

2302187

Umsókn lóðarhafa varðandi lóð Bjarkargrund 18, lóðin er á ódeiliskipulögðu svæði. Sótt er um byggingarleyfi til að byggja sólstofu 19,4 m² að stærð.
Guðmundur Ingþór Guðjónsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að byggingarleyfið verði grenndarkynnt samkvæmt 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2012. Grenndarkynnt verður fyrir lóðarhöfum 16,17,20,22 og 24 við Bjarkargrund.

11.Sementsverksmiðjan á Akranesi - framtíðarstaðsetning

2211098

Ósk Sementsverksmiðjunnar um formlegar viðræður við bæjaryfirvöld um mögulega staðsetningu Sementsverksmiðjunnar á Akranesi.
Skipulags- og umhverfisráð bendir á að samkvæmt fyrirhuguðu deiliskipulagi er reiknað með íbúðabyggð á athafnasvæði Sementverksmiðjunar í dag. Ráðið leggur því til við bæjarráð að hafna erindi forsvarsmanna Sementverksmiðjunnnar um áframhald á starfsemi Sementverksmiðjunnar á sama stað eftir 1.ágúst 2028.

12.Garðavöllur - landnýting og lóðarleigusamningur

2303029

Garðavöllur - minnisblað um landnýtingu og lóðarleigusamning (Deiliskipulag Garðavalla) lagt fram.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar framkomið erindi. Stefnt skal að fundi ráðsins með stjórn golfklúbbsins Leynis. Sviðstjóra falið að boða fundinn.

13.Villikettir - málefni

2301169

Ný aðstaða fyrir villiketti kynnt.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að Villikattafélag Vesturlands fái hluta af skúr við Garðalund til afnota til tveggja ára, eins og fram kemur í samkomulagi milli Akraneskaupstaðar og Villikattafélags Vesturlands.

14.Þjónustugjaldskrá - breyting

2205006

Breyting á texta 4.1.1 í þjónustugjaldskrá, 4. gr. og

í kafla 2.2.
Breyting á lið 4.1.1. í gjaldskrá er sem hér segir:
Var: Efni/uppgröftur flutt á losunarstað pr m3"
Verður: "Uppgreftri komið fyrir á losunarstað jarðefna innan sveitarfélagsins pr m3"

Breyting á lið 2.2.1 í gjaldskrá er sem hér segir:
Var: "Stöðuleyfi vegna gáma, báta, skúra og dúkskemma, veitt til eins árs"
Verður: "Stöðuleyfi vegna hjólhýsa, gáma, báta og dúkskemma, veitt til eins árs"
Breyting á lið 2.2.2 og 2.2.3 í gjaldskrá er sem hér segir:
Í stað "söluvagna og söluskúra" komi "torgsöluhúsa og samkomutjalda".
Eftir lið 2.2 bætist við setningin:
Sjá gr. 2.6.1. Umsókn um stöðuleyfi og 2.6.2. Heimild leyfisveitanda til að fjarlægja lausafjármuni, í byggingarreglugerð nr. 160/2010.

Skipulags- og umhverfissvið samþykkir umræddar breytingar og vísar málinu til bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 21:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00