Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

259. fundur 20. febrúar 2023 kl. 17:00 - 19:30 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
 • Guðmundur Ingþór Guðjónsson formaður
 • Valgarður L. Jónsson varaformaður
 • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
 • Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi
 • Anna Þóra Gísladóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Anna Þóra Gísladóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Fundargerðir 2022 - Stýrihópur um Kalmansvelli 5 - áhaldahús, Fjöliðjuna vinnuhluta og Búkollu

2203031

Fundargerðir stýrihóps um Kalmansvellli 5 lagðar fram til kynningar.
Ásbjörn Egilsson verkefnastjóri og Alfreð Alfreðsson rekstrarstjóri áhaldahúss, lögðu fram fundargerðir stýrihóps um Kalmansvelli 5 - áhaldahús, vinnuhluta Fjöliðjunnar og Búkollu.

Jafnframt fóru þeir yfir hugmyndir um frumhönnun og kostnaðaráætlun verksins.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til að stýrihópur kynni endanlegar útfærslur sínar fyrir fagráðum og bæjarstjórn til formlegrar samþykktar þ.a. hægt sé að bjóða út hönnun verksins.

Skipulags- og umhverfisráð þakkar þeim Ásbirni og Alfreð góða kynningu.

2.Grundasel sólskáli

2302117

Lagt er fyrir minnisblað vegna viðgerða við sólskála á Grundaseli, Lerkigrund 9. Tillaga liggur fyrir um að breyta útfærslu og stækka sólskála.
Ásbjörn Egilsson verkefnastjóri og Alfreð Alfreðsson rekstrarstjóri áhaldahúss kynntu hugmyndir að endurbyggingu sólskála við Grundarsel.

Fyrir liggur að sólskálinn hefur lekið í nokkurn tíma og fúi komin í timbur.

Skipulags- og umhverfisráð felur þeim Ásbirni og Alfreð frekari vinnslu málsins.

Ásbjörn vék af fundi eftir þennan dagskrárlið.

3.Gatnaframkvæmdir - viðhald

2302131

Farið yfir gatnaviðhaldsverkefni 2023
Alfreð Alfreðsson rekstrarstjóri áhaldahúss, sat undir þessum dagskrárlið.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að eftirtalin viðhaldsverkefni gatna og stíga verði boðin út 2023:

Garðagrund frá Þormóðsflöt að Bresatorgi
Bresaflöt frá Bresatorgi að Eyrarflöt
Leynisbraut

Jafnframt verði hafin hönnun á breytingum og viðhaldi eftirfarandi gatna:
Kalmansbraut, Kirkjubraut frá Stillholti að Merkigerði, Laugarbraut, Heiðarbraut og Esjubraut frá Kalmanstorgi að Vesturgötu.


Alfreð vék af fundi eftir þennan dagskrárlið.

4.Deiliskipulag - Garðabraut 1

2204191

Deiliskipulag Garðabrautar 1, var auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 21. desember 2022 til 7. febrúar 2023. Athugasemdir bárust.
Farið yfir innkomnar athugasemdir.

Skipulags- og umhverfisráð felur Höllu Mörtu Árnadóttur skipulagsfulltrúa að leggja fram tillögu að greinargerð vegna framkominna athugasemda.

5.Sementsreitur útboð á byggingarrétti 2022

2206177

Farið yfir hugmyndafræði við útboð á byggingarrétti á Sementsreitnum.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að málið fái umræðu á vettvangi bæjarstjórnar. Boðaður verði vinnufundur bæjarstjórnar þar sem farið verði yfir skipulagsgögn og næstu skref.

6.Grjótkelduflói moldartippur

2302132

Farið yfir skipulag varðandi moldartipp í Grjótkelduflóa.
Farið yfir skipulag á moldartipp í Grjótkelduflóa.

Skipulags- og umhverfisráð felur Höllu Mörtu Árnadótir skipulagsfulltrúa og Alfreð Alfreðssyni, rekstarstjóra áhaldahúss frekari úrvinnslu málsins.

7.Villikettir - málefni

2301169

Farið yfir þá möguleika sem eru til að fá húsnæði.
Farið yfir mögulega aðstöðu, þar sem hægt er að geyma villiketti tímabundið og koma þeim hugsanlega í fóstur í framhaldinu.

Alfreð Alfreðssyni rekstrarstjóra áhaldahúss var falin frekari úrvinnsla málsins.

Alfreð vék af fundi eftir þennan dagskrárlið.

8.Betra Ísland

2209027

Lokakynning á því efni sem er inni á Okkar Akranes áður en hugmyndasöfnun hefst, þann 21. febr. nk.
Sigrún Ágústa Helgudóttur verkefnastjóri sýndi Okkar Akranes eins og það er birt inni á Betra Ísland, því hugmyndasöfnun inni á Okkar Akranes um opin svæði hefst á morgun 21. febrúar og stendur til 7. mars nk.

Haldið var barnaþing fyrir skömmu og verða tillögur unnar út frá því efni sem fram kom á því.
Verkefnahópurinn ætlar að hitta eldri borgara í húsnæði Feban að Dalbraut 4 og aðstoða þá sem vilja við að koma inn tillögum.

Skipulags- og umhverfisráð þakkar Sigrúnu Ágústu fyrir góða kynningu, hún vék af fundinum að loknum þessum dagskrálið.

Fundi slitið - kl. 19:30.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00