Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

258. fundur 06. febrúar 2023 kl. 17:00 - 18:30 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Guðmundur Ingþór Guðjónsson formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson varamaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi
  • Ásbjörn Egilsson verkefnastjóri
  • Anna Þóra Gísladóttir verkefnastjóri
  • Jón Arnar Sverrisson garðyrkjustjóri
  • Jens Heiðar Ragnarsson slökkviliðsstjóri
Fundargerð ritaði: Anna Þóra Gísladóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Grundaskóli C álma - útboð á framkvæmd

2301290

Ásbjörn Egilsson verkefnastjóri fer yfir tilboð í framkvæmd við C-álmu Grundaskóla.

Eftirfarandi tilboð bárust:

Sjammi ehf. 1.387.139.588 kr.
E. Sigurðsson ehf. 1.591.483.853 kr.
Kostnaðaráætlun 1.213.003.982 kr.


Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að samið verði við lægstbjóðanda og felur verkefnastjóra að vinna málið áfram.

2.Betra Ísland

2209027

Reglur um rafræna kosningu vegna Okkar Akraness lagðar fram til samþykktar.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi reglur um rafræna kosningu vegna Okkar Akraness og felur þeim Valdísi Eyjólfsdóttur, Sigrúnu Ágústu Helgudóttur og Önnu Þóru Gísladóttur, verkefnastjórum og Jóni Arnari Sverrissyni garðyrkjustjóra, að vinna áfram með verkefnið Okkar Akranes.

Skipulags- og umhverfisráð þakkar Önnu Þóru og Jóni Arnari fyrir góða kynningu.

3.Endurskipulagning Vinnuskólans

2209221

Kynning á drögum að endurskipulagi Vinnuskólans
Jón Arnar Sverrisson garðyrkjustjóri kynnti drög að endurskipulagningu vinnuskólans.

Skipulags- og umhverfisráð þakkar Jóni Arnari fyrir góða kynningu.

4.Beitarhólf og slægjustykki

2210098

Endurskoðun reglna um slægjustykki.
Jón Arnar Sverrisson garðyrkjustjóri kynnti endurskoðaðar reglur um slægjustykki.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð/bæjarstjórn að endurskoðaðar reglur verði samþykktar.

Jón Arnar Sverrisson garðyrkjustjóri, vék af fundi eftir þennan dagskrárlið.

5.Jörundarholt 15 - umsókn um Byggingarheimild umfangsflokkur 1

2212127

Umsókn um byggingarleyfi fyrir lóð Jörundarholti 15, lóðin er á ódeilskipulögðu svæði. Sótt er um tengibyggingu milli einbýlishús og bílskúrs við Jörundarholt 15 stækkun uppá 7,1 m2.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að byggingarleyfið verði grenndarkynnt samkvæmt 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2012. Grenndarkynnt verður fyrir lóðarhöfum Jörundatholti 13,11,17.

6.Húsnæðismál Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar

2301291

Minnisblað vegna húsnæðismála Slökkviliðs AKraness og Hvalfjarðarsveitar.
Jens Heiðar Ragnarsson slökkviliðsstjóri fór yfir minnisblað um húsnæðimál slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar.

Kynntar voru þrjár tillögur:
- viðbyggingu framan við núverandi húsnæði
- viðbyggingu aftan við núverandi húsnæði
- byggingu sameiginlegs húsnæðis með sambærilegum aðilum

Skipulags- og umhverfisráð felur slökkviliðsstjóra að vinna málið áfram.

Jens Heiðar Ragnarsson, vék af fundi eftir þennan dagskrárlið.

Fundi slitið - kl. 18:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00