Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

256. fundur 16. janúar 2023 kl. 17:00 - 20:15 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
 • Guðmundur Ingþór Guðjónsson formaður
 • Valgarður L. Jónsson varaformaður
 • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
 • Karl Jóhann Haagensen byggingarfulltrúi
 • Björn Breiðfjörð Gíslason verkefnastjóri
 • Anna Þóra Gísladóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Anna Þóra Gísladóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Breyting á sorpmálum 2023

2210064

Val á ráðgjafa vegna vinnu við útboðsgögn.
Björn Breiðfjörð Gíslason verkefnastjóri kynnti verkefnaáætlun frá Mannvit.

Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að semja við Mannvit um gerð útboðsgagna vegna breytinga á söfnun, hriðingu og meðhöndlun á úrgangi á árinu 2023.

2.Grenndarstöðvar - staðsetning

2204096

Björn Breiðfjörð Gíslason verkefnastjóri fór yfir ábendingar sem borist hafa vegna staðsetningar á grenndarstöðvum við Bíóhöllina, Jörundarholt og á lóð við Dalbraut 1.

Skipulags- og umhverfisráð felur verkefnastjóra að halda áfram með framkvæmd við að setja niður grenndarstöðvar við Bíóhöllina og Dalbraut 1. Í stað grenndarstöðvar við Jörundarholt verði sett grenndarstöð við Byggðasafnið.

Stefnt verði að því við val á fleiri grenndarstöðvum að fjarlægð sé að hámarki 500 metrar fyrir þá íbúa sem velja að nota þær.

Björn vék af fundi eftir þennan dagskrárlið.

3.Niðurrif eigna í eigu Akraneskaupstaðar.

2202110

Niðurrif eigna í eigu Akraneskaupstaðar
Skipulags- og umhverfisráð felur Ásbirni Egilssyni verkefnastjóra að bjóða út niðurrif á Dalbraut 8, Dalbraut 10, Suðurgötu 108 og Suðurgötu 124.

4.Betra Ísland

2209027

Kynning á verkefninu að taka upp samráðsgátt frá Íbúar ses, (Betra Ísland). Farið yfir stöðuna á vinnunni hjá Akraneskaupstað.
Valdís Eyjólfsdóttir verkefnastjóri fór yfir verkefnið Betra Ísland og lagði fram drög að vinnslusamningi og þjónustu-, rekstrar- og samstarfssamningi við Íbúa ses.

Skipulags- og umhverfisráð felur Valdísi að vinna verkefnaáætlun fyrir fyrsta verkefnið í íbúasamráð. Unnið verður með opin svæði á Akranesi. Verkefnaáætlun verður kynnt á fundi skipulags- og umhverfisráðs 30. janúar 2023.

Valdís vék af fundi eftir þennan dagskrárlið.

5.Þjónustugjaldskrá - breyting

2205006

Breyting á þjónustugjaldskrá fyrir skipulags-og byggingarmál og tengd þjónustugjöld.
Karl Jóhann Haagensen byggingarfulltrúi fór yfir lokaútgáfu þjónstugjaldskrár.

Skipulags-og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að samþykkja framlagða gjaldskrá um skipulags- og byggingarmál og tengd þjónustugjöld og vísa henni til bæjarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu.

6.Deiliskipulag Smiðjuvalla 12-22 - umsókn til skipulagsfulltrúa

2210185

Umsókn Smiðjuvalla ehf. um breytingu á deiliskipulagi á Smiðjuvöllum 12 - 22. Sótt er um að breyta notkun lóðar þannig að hægt sé að byggja íbúðar- og atvinnuhús á henni og mynda heilsteypt lifandi hverfi með blandaðri byggð.
Guðmundur Ingþór Guðjónsson, vék af fundi undir þessum dagskrárlið.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsing verði auglýst og kynnt með þeirri breytingu að lóð við Smiðjuvelli 32 verði hluti skipulagslýsingar.

7.Deiliskipulagsrammi Smiðjuvalla

2301147

Deiliskipulagsrammi fyrir Smiðjuvelli
Guðmundur Ingþór Guðjónsson, vék af fundi undir þessum dagskrárlið.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsing verði auglýst og kynnt með þeirri breytingu að lóð við Smiðjuvelli 32 verði hluti skipulagslýsingar.

8.Aðalskipulags breyting - Þróunarsvæði Smiðjuvellir

2301057

Skipulagslýsing lögð fram um þróunarsvæði c samkvæmt Aðalskipulagi Akraness 2021-2033. Skipulagssvæðið Þróunarsvæði C er skilgreint Smiðjuvallasvæðið norðan Esjubrautar og vestan Þjóðbrautar. Markmið skipulagslýsingar verður að skoða möguleika á þéttri blandaðri byggð íbúða og atvinnustarfsemi.
Guðmundur Ingþór Guðjónsson, vék af fundi undir þessum dagskrárlið.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsing verði auglýst og kynnt með þeirri breytingu að lóð við Smiðjuvelli 32 verði hluti skipulagslýsingar.

9.Deiliskipulag Dalbrautarreitur - Stillholt 23 og Dalbraut 2

2301128

Kynning á innsendum gögnum er varða hugmyndir um nýtt deiliskipulag á Dalbrautarreit, Stillholt 23 og Dalbraut 2.
Skipulagsgögn lögð fram.

10.Skógarhverfi 3C og 5, úthlutun lóða

2204169

Úthlutun lóða í skógarhverfi aðferðafræði og tímasetningar úthlutunar.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að hafin verði vinna við gerð skilmála og gagna fyrir úthlutun/sölu/útboð á byggingarrétti eftirfarandi lóða á eftirfarandi forsendum:

Skógahverfi, áfangar 1,2,3A,3C,4 og 5:


Einbýlishús, fyrirkomulag útdráttur, þar verði auk gatnagerðargjalds lagt á sérstakt byggingarréttargjald, kr. 25.000 á hvern fermetra sem heimilt er að byggja skv. skipulagi, í samræmi við 3. mgr. 6. gr. gjaldskrár Akraneskaupstaðar fyrir gatnagerðargjald nr. 1543/2022.


Annað íbúðarhúsnæði, fyrirkomulag útboð á byggingarrétti, lágmarksgjald með gatnagerðargjaldi kr. 65.824 fermetra sem heimilt er að byggja skv. skipulagi, sbr. 2. mgr. 6. gr. gjaldskrár Akraneskaupstaðar fyrir gatnagerðargjald nr. 1543/2022

Framangreindar tölur verði uppfærðar m.t.t. breytinga á byggingarvísitölu þegar úthlutun fer fram.

Tillaga að skilmálum, gögnum og tímasetningum verða lagðar fyrir bæjarráð til skoðunar þegar slík gögn verða tilbúin.

11.Skólp frá Akranesi - skilgreining á síður viðkvæmum viðtaka

2205175

Bréf umhverfisstofnunar frá því í maí 2022.
Í ofangreindu bréfi kemur fram að skilgreina þurfi viðtaka skólps sem síður viðkvæman áður en eins þreps hreinsun á skólpi er heimiluð. Endurskoðun á skilgreiningu viðtaka þarf að fara fram a.m.k. fjögurra ára fresti.

Sveitarstjórnir sem óska þess að viðtaki verði skilgreindur sem síður viðkvæmur skulu í samráði við heilbrigðiseftirlit senda tillögu að skilgreiningu viðtaka sem síður viðkvæms ásamt fullnægjandi gögnum til Umhverfisstofnunar.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að óska eftir því að viðtaki verði skilgreindur sem síður viðkvæmur. Óskað verði eftir því við Veitur að leggja fram fullnægjandi gögn því til staðfestingar.

Fundi slitið - kl. 20:15.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00