Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

254. fundur 06. janúar 2023 kl. 17:00 - 19:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
 • Guðmundur Ingþór Guðjónsson formaður
 • Valgarður L. Jónsson varaformaður
 • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
 • Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi
 • Anna Þóra Gísladóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Anna Þóra Gísladóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Smiðjuvellir 4 - umsókn til skipulagsfulltrúa

2301052

Umsókn lóðarhafa að Smiðjuvöllum 4 um breytingu á deiliskipulagi Smiðjuvalla. Deiliskipulagsbreyting þessi nær eingöngu til lóðarinnar við Smiðjuvelli 4 á Akranesi og felst í að nýtingarhlutfall innan lóðarinnar er hækkað úr 0,52 í 0,55.
Hækkað nýtingarhlutfall gefur heimild til aukinnar nýtingar innan húss s.s. milligólf en ekki til breytingar á grunnfleti eða útliti húss.
Breyting á skipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir því að leggja til við bæjarstjórn að málsmeðferð verði samkvæmt
2. mgr. 43. gr., með vísun í 3. mgr. 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Húsnæðisáætlun 2023

2209033

Til kynningar árleg húsnæðisáætlun til HMS.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi húsnæðisáætlun og vísar henni til bæjarstjórnar til endanlegrar samþykktar.

Fundi slitið - kl. 19:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00