Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

242. fundur 15. ágúst 2022 kl. 17:00 - 21:10 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
 • Guðmundur Ingþór Guðjónsson formaður
 • Valgarður L. Jónsson varaformaður
 • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
 • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
 • Karl Jóhann Haagensen byggingarfulltrúi
 • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Deiliskipulag - Garðabraut 1

2204191

Auglýst var lýsing vegna fyrirhugaðs deiliskipulags lóðarinnar að Garðabraut 1. Auglýsingin var birt 16. júní sl., með fresti til að skila inn ábendingum til 1. júlí 2022. Meðfylgjandi eru athugasemdir og umsagnir umsagnaraðila.
Fulltrúar Bestla tóku sæti á fundinum undir þessum lið.

Athugasemdir og umsagnir bárust frá íbúum í grennd við húsnæðið, Skipulagsstofnun, Veitum, Umhverfisstofnun og Minjastofnun. Helstu efnisatriði í ábendingum voru m.a. hæð húss of mikil, áhyggjur af skuggavarpi og vindsveipum.

Fulltrúar Bestla munu skila inn útreikningum á vindáhrifum mannvirkisins fyrir næsta fund ráðsins.

Skipulags- og umhverfisráð þakkar framkomnar ábendingar og umsagnir sem og einnig fulltrúum Bestla fyrir komuna.

2.Rampur við Akraneshöfn

2208077

Ragnar B. Sæmundsson bæjarfulltrúi kynnir erindið fyrir skipulags- og umhverfisráði.
Ráðið þakkar Ragnari Sæmundssyni fyrir kynninguna og fagnar fyrirhugaðri bættri aðstöðu við höfnina með nýjum rampi sem unnið er af Faxaflóahöfnum.

Sviðsstjóra falið að ræða við Faxaflóahafnir um framhaldið.

3.Aðalskipulag - endurskoðun 2021-2033

1606006

Endurskoðun á aðalskipulagi Akraness 2021-2033, var auglýst frá 20. júní til og með 5. ágúst 2022. Meðfylgjandi eru athugasemdir sem bárust á auglýsingatíma.
Árni Ólafsson, skipulagshöfundur tók sæti á fundinum undir þessum dagskrárlið.

Inntak athugsemda var m.a. eftirfarandi:
- Vöntun á sérbýlislóðum
- Vöntun á reiðleiðum
- Kvaðir vegna hverfisverndar
- Væntanleg byggingarsvæði langt frá veitukerfum
- Merkja inn kvaðir vegna jarðstrengja
- Mikilvægi Grunnafjarðarleiðar

Farið var yfir framkomnar athugasemdir.
Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra og skipulagshöfundi endurskoðun Aðalskipulagsins og að koma með drög að svörum við framkomnum athugasemdum.

4.Deiliskipulag Dalbrautarreitur - norðurhluti

2207011

Kynning á fyrirhuguðu deiliskipulagi Dalbrautarreits norðurhluti.
Árni Ólafsson, arkitekt kynnti hugmyndir að skipulagi á norðurhluta Dalbrautarreits.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar Árna Ólafssyni kynninguna. Stefnt skal að því að formlegt samráðsferli um skipulag á norðurhluta Dalbrautareits verði hafið, ekki síðar en í september 2022.

Árni Ólafsson, víkur af fundi.

5.Deiliskipulag Krókalón - Vesturgata 61 breyting

2202173

Umsókn um að stækka byggingarreit um 1 m, nýtingarhlutfall hækkar úr 1,22 í 1,23. Erindið var grenndarkynnt frá 24. júní til 25. júlí 2022, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi verði samþykkt, send Skipulagsstofnun og auglýst í B deild stjórnartíðinda.

6.Suðurgata 98 - fyrirspurn til skipulagsfulltrúa

2205087

Umsókn um að setja sólstofu á annan bílskúrinn. Nýtingarhlutfall lóðarinnar er 0,72 þ.e. heimilt byggingarmagn er 268,3 m², samþykkt byggingarmagn er 262,2 m². Minni sólstofan sem fylgir með erindinu er 16,5 m².
Skipulags og umhverfisráð felur byggingarfulltrúa að afla frekari gagna um málið.
Afgreiðslu málsins frestað.

7.Framkvæmdaleyfi - vegna sjóvarna á Akranesi

2206159

Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir sjóvarnir, um er að ræða sjóvarnir við Sólmundarhöfða og við Miðvog.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framkvæmdarleyfi vegna sjóvarna við Sólmundarhöfða og Miðvog.

8.Suðurgata 78 - umsókn um byggingarleyfi

2203235

Umsókn um að koma fyrr bílastæði innan lóðar samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið og felur byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.

Fundi slitið - kl. 21:10.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00