Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

234. fundur 28. mars 2022 kl. 16:15 - 18:15 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
 • Ragnar B. Sæmundsson formaður
 • Ólafur Adolfsson varaformaður
 • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Karl Jóhann Haagensen byggingarfulltrúi
 • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá
Ólafur Adolfsson tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnaðinn Teams.

1.Brekkubæjarskóli - endurbætur 1. hæðar.

2203198

Minnisblað vegna forhönnunar á breytingum á 1. hæð Brekkubæjarskóla.
Ásbjörn Egilsson verkefnastjóri situr fundir undir þessum lið. Skipulags- og umhverfisráð leggur til að samið verði við Andrúm arkitekta á grunni verðáætlunar.

2.Tjaldsvæði í Kalmansvík

2203220

Útboð á rekstri og þjónustu tjaldsvæðisins við Kalmansvík.
Skipulags- og umhverfisráð felur skipulags- og umhverfissviði að bjóða út rekstur tjaldsvæðisins. Ásbjörn Egilsson verkefnastjóri víkur af fundi eftir þennan fundarlið.

3.Háteigur 14 - ósk um bílastæði á lóð

2203206

Umsókn um að setja bílastæði innan lóðar á Háteig 14.
Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið og felur Karli Jóhanni Haagensen byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.

4.Sementsreitur - götuheiti

2109028

Lagðar fram niðurstöður úr íbúakosningu um götuheiti á Sementsreit.
Alls kusu 137 einstaklingar um götuheiti.
Sem nafn á götu A hlaut Sementsbraut flest atkvæði eða 34%.
Hlutskörpustu nöfnin á götum B, C, D og E voru nöfnin Freyjugata, Óðinsgata, Skírnisgata og Sleipnisgata, fengu þau 32% atkvæða.
Skipulags- og umhverfisráð hefur yfirfarið kosninguna vegna götuheita á Sementsreit og leggur til við bæjarstjórn að niðurstaða kosninganna verði samþykkt.

5.Deiliskipulag Skógarhverfi 4. áfangi - Asparskógar 5.

2201222

Nýtingarhlutfall lóðarinnar á Asparskógum 5, breytist úr 0,52 í 0,54. Breytingin var grenndarkynnt frá 14. febrúar til 16. mars 2022. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

6.Deiliskipulag Ægisbraut - Vallholt 1-3-3A fyrirspurn

2203197

Fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi Ægisbrautar miðað við Aðalskipulag Akraness 2021-2033.
Skipulags- og umhverfisráð tekur fram að aðalskipulag Akraness 2021-2033 hefur ekki tekið gildi. Fyrirspurnin er lögð fram til kynningar og verður tekin fyrir að nýju á næsta fundi ráðsins.

7.Deiliskipulag Akratorgsreitur - fyrirspurn Heiðargerði 22 - Merkigerði 16

2203103

Fyrirspurn um að breyta húsinu á Heiðargerði 22 í íbúðarhús og byggja aðra hæð ofan á húsið. Ásamt því að sameina lóðirnar Heiðargerði 22 og Merkigerði 16.
Skipulags- og umhverfisráð tekur neikvætt í erindið eins og það er lagt fram. Hinsvegar leggst ráðið ekki gegn því að byggðar verði íbúðir á Heiðargerði 22.
Bent er á eftirfarandi atriði, sbr. greinargerð skipulagsfulltrúa:

Fjöldi íbúða verði ekki meiri en 6.

Ekki er tekið undir hugmynd um bílastæði á Merkigerði 16.
Að öðru leyti er vísað í greinargerð skipulagsfulltrúa dagsett 1. apríl 2022.

8.Grundartún 14 - Umsókn til skipulagsfulltrúa

2203100

Umsókn um að breyta einbýlishúsinu á Grundartúni 14, sem fellst í að stækka svalir og setja sér inngang í kjallara.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að umsóknin verði grenndarkynnt samkvæmt 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir Bakkatúni 4, 6 og 10, Vesturgötu 37 og 41, Grundartúni 5, 10 og 12.

9.Asbestlagnir - fyrirspurn til Veitna

2202026

Tölvupóstur Veitna um útskiptingu lagna.
Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að hefja viðræður við Veitur um útskiptingu asbestlagna.

10.Kalmansvellir 5 - undirbúningur fyrir byggingarframkvæmdir.

2203248

Umgengni á lóðinni Kalmansvellir 5.
Skipulags- og umhverfisráð felur byggingarfulltrúa að sjá um að gera lóðina byggingarhæfa.

11.Langisandsreitur - rekstur

2203251

Rekstur á Langasandi.
Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs og bæjarstjóra, að auglýsa eftir hugmyndum að aukinni þjónustu við Guðlaugu og nágrenni.
Ólafur Adolfsson samþykkti fundagerðina með rafrænum hætti.

Fundi slitið - kl. 18:15.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00