Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

228. fundur 31. janúar 2022 kl. 16:15 - 17:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
 • Ragnar B. Sæmundsson formaður
 • Ólafur Adolfsson varaformaður
 • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
 • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
 • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Dagskrá
Fundurinn var haldinn í gegnum fjarfundarbúnaðinn Teams.

1.Grundaskóli - uppbygging

2103323

Samningar um verkfræðihönnun í Grundaskóla stjórnunarálma.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að samið verði við eftirfarandi aðila vegna verkfræðihönnunar á stjórnunarálmu Grundaskóla:

Hanna verkfræðistofa, burðarþol, kr. 1.612.000 m.vsk
Teikning, loftræsting og lagnir, kr. 3.304.476 m.vsk
Lumex, raflagnir, kr. 2.156.112 m.vsk

2.Jaðarsbakkar 1 - kaldur pottur.

2109159

Aðferðarfræði vegna útboðs á uppsteypu á köldum potti.
Ásbjörn Egilsson verkefnastjóri, sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Fyrir liggur að tilboð barst í uppsteypu á köldum potti frá GS Import, í október 2020, uppá kr. 8,735.000, kostnaðaráætlun var 6.716.000.

Viðræður hafa verið við forsvarsmenn GS Import í millitíðinni. Niðurstaðan er sú að Skipulags- og umhverfisráð leggur til að verkið verði boðið út að nýju með þeim breytingum að boðin verði út tímavinna, en Akraneskaupstaður leggi fram efni til verksins.

3.Hringtorg á Akranesveg

2201199

Tenging Skógahverfis, við Akranesveg.
Skipulags- og umhverfisráð vill beina því til Vegagerðarinnar að hefja ferli við undirbúning á hringtorgi við Akranesveg.

Skógahverfi er í hraðri uppbyggingu og því mikilvægt útfrá eftirfarandi sjónarmiðum að hringtorg komi sem allra fyrst:

Mikilvægt að tvær útleiðir séu úr Skógahverfi gagnvart umferð.
Við hringtorg er áætlaður tengipunktur lagna hjá Veitum, m.a. er varða Skógahverfi.
Gönguleið upp í Flóahverfi er áætluð að fari yfir/ eða undir Akranesveg við hringtorg.

Af ofangreindu má vera ljóst að til að viðhalda þeim uppbyggingaráformum sem eru uppi hjá Akraneskaupstað að hringtorg komi sem allra fyrst.

4.Slökkvilið - bíla- og tækjakaup

2201149

Útboð á stigabíl.
Tvö tilboð bárust í verkið:

Fastus ehf, kr. 115.000.000
Ólafur Gíslason & co. hf. Eldvarnarmiðstöðin, kr. 91.833.300

Kostnaðaráætlun kr. 95.000.000

Skipulags- og umhverfiráð leggur til að samið verði við lægstbjóðanda um kaup á stigabíl fyrir Slökkvilið Akraness- og Hvalfjarðarsveitar.

5.Deiliskipulag 1. áfangi Skógarhverfi - breyting Beykiskógar 19

2106126

Fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi sem felst í því að bæta við einni inndreginni hæð þ.e. hús verði 5.hæðir í stað 4.hæða á Beykiskógum 19.
Skipulags- og umhverfisráð hafnar fyrirspurninni.

6.Öryggismyndavélar á stofnanir Akraneskaupstaðar

2201209

Vaktkerfi utandyra við stofnanir.
Skipulags- og umhverfisráð felur Jóhanni Guðmundssyni kerfisstjóra að skoða lóðir við Brekkubæjarskóla, Grundaskóla og Teigasel m.t.t. þess að hægt sé að vakta mannvirki innan lóðanna.

7.Leikskóli Skógarhverfi, Asparskógar 25 - lóðafrágangur og framkvæmd

2110122

Lóðaframkvæmd.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að samið verði við lægstbjóðanda um verkið þ.e Jarðyrkju ehf, sbr. minnisblað Landslaga um fjárhagslegt hæfi fyrirtækisins.
Fundarmenn samþykktu fundargerðina með rafrænum hætti.

Fundi slitið - kl. 17:45.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00