Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

226. fundur 17. janúar 2022 kl. 16:15 - 18:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
 • Ragnar B. Sæmundsson formaður
 • Ólafur Adolfsson varaformaður
 • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
 • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Fundargerð ritaði: Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Dagskrá
Fundurinn var haldinn í gegnum fjarfundarbúnaðinn Teams.

1.Deiliskipulag Stofnanareits - Vesturgata 163 bílskúr

2112164

Umsókn um að skilgreina byggingarreit fyrir bílgeymslu á lóðina, skv. meðfylgjandi deiliskipulagsuppdrætti. Nýtingarhlutfall lóðar verður 0,397, heimilt nýtingarhlutfall er 0,40.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að grenndarkynna breytingu er varðar nýjan byggingarreit fyrir bílgeymslu. Grenndarkynnt skal fyrir Vesturgötu 161, 162, 160, Pesthúsabraut 34 og 36.

2.Grundaskóli útboð verkfræðiráðgjöf

2201029

Tilboð í verkfræðihönnun í Grundaskóla.
Eftirfarandi tilboð bárust í verkið:

Verkfræðistofan Víðsjá kr. 42.408.000
Mannvit kr. 49.420.000
VSB verkfræðistofa kr. 71.802.696
Lota kr. 55.409.000

Uppfærð kostnaðaráætlun kr. 31.120.189

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að hafna öllum tilboðum í ljósi þess að þau eru vel fyrir ofan kostnaðaráæltun. Sviðsstjóra er falið að vinna málið áfram.


3.Deiliskipulag Sólmundarhöfða - Höfðagrund 5 sólstofa

2201105

Umsókn um að stækka byggingarreit um 22,7m². Erindið var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Samþykki þeirra sem send voru kynningargögn hafa borist.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

4.Áhaldahús, Fjöliðja vinnuhluti og Búkolla - Uppbygging á húsnæði

2201071

Erindisbréf vegna uppbyggingar að Dalbraut 8.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi drög að erindisbréfi starfshóps og leggur til að það verði lagt fyrir velferðar- og mannréttindaráð og bæjarráð til yfirferðar.

5.Dalbraut 8 - uppbygging

2201087

Erindisbréf vegna uppbyggingar á Dalbraut 8.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi drög að erindisbréfi stýrishóps og leggur til að það verði lagt fyrir skóla- og frístundaráð, velferðar- og mannréttindaráð og bæjarráð til yfirferðar.
Fundarmenn samþykktu fundargerðina með rafrænum hætti.

Fundi slitið - kl. 18:15.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00