Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
Fundurinn var haldinn í gegnum fjarfundarbúnaðinn Teams.
1.Deiliskipulag Stofnanareits - Vesturgata 163 bílskúr
2112164
Umsókn um að skilgreina byggingarreit fyrir bílgeymslu á lóðina, skv. meðfylgjandi deiliskipulagsuppdrætti. Nýtingarhlutfall lóðar verður 0,397, heimilt nýtingarhlutfall er 0,40.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að grenndarkynna breytingu er varðar nýjan byggingarreit fyrir bílgeymslu. Grenndarkynnt skal fyrir Vesturgötu 161, 162, 160, Pesthúsabraut 34 og 36.
2.Grundaskóli útboð verkfræðiráðgjöf
2201029
Tilboð í verkfræðihönnun í Grundaskóla.
Eftirfarandi tilboð bárust í verkið:
Verkfræðistofan Víðsjá kr. 42.408.000
Mannvit kr. 49.420.000
VSB verkfræðistofa kr. 71.802.696
Lota kr. 55.409.000
Uppfærð kostnaðaráætlun kr. 31.120.189
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að hafna öllum tilboðum í ljósi þess að þau eru vel fyrir ofan kostnaðaráæltun. Sviðsstjóra er falið að vinna málið áfram.
Verkfræðistofan Víðsjá kr. 42.408.000
Mannvit kr. 49.420.000
VSB verkfræðistofa kr. 71.802.696
Lota kr. 55.409.000
Uppfærð kostnaðaráætlun kr. 31.120.189
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að hafna öllum tilboðum í ljósi þess að þau eru vel fyrir ofan kostnaðaráæltun. Sviðsstjóra er falið að vinna málið áfram.
3.Deiliskipulag Sólmundarhöfða - Höfðagrund 5 sólstofa
2201105
Umsókn um að stækka byggingarreit um 22,7m². Erindið var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Samþykki þeirra sem send voru kynningargögn hafa borist.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
4.Áhaldahús, Fjöliðja vinnuhluti og Búkolla - Uppbygging á húsnæði
2201071
Erindisbréf vegna uppbyggingar að Dalbraut 8.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi drög að erindisbréfi starfshóps og leggur til að það verði lagt fyrir velferðar- og mannréttindaráð og bæjarráð til yfirferðar.
5.Dalbraut 8 - uppbygging
2201087
Erindisbréf vegna uppbyggingar á Dalbraut 8.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi drög að erindisbréfi stýrishóps og leggur til að það verði lagt fyrir skóla- og frístundaráð, velferðar- og mannréttindaráð og bæjarráð til yfirferðar.
Fundarmenn samþykktu fundargerðina með rafrænum hætti.
Fundi slitið - kl. 18:15.