Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

223. fundur 13. desember 2021 kl. 16:15 - 20:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
 • Ragnar B. Sæmundsson formaður
 • Ólafur Adolfsson varaformaður
 • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Dagskrá
Fundurinn var haldinn í gegnum fjarfundarbúnaðinn Teams.

1.Samfélagsmiðstöðin Dalbraut 8

2112081

Sameiginlegur fundur með velferðar- og mannréttindaráði, skóla- og frístundaráði, skipulags- og umhverfisráði, ungmennaráði og notendaráði. Kynning á fyrirhugaðri uppbyggingu á Samfélagsmiðstöð á Akranesi.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar ítarlega og góða kynningu.

Skipulags- og umhverfisráð fagnar hugmyndum um uppbyggingu "Samfélagsmiðstöðar" á Dalbraut 8. Um er að ræða nýtt húsnæði þar sem starfsemi Fjöliðjunnar, Hver (Starfsendurhæfing Vesturlands) og frístundastarf fyrir börn og ungmenni (Þorpið frístundamiðstöð) mun fara fram og jafnframt önnur viðeigandi starfsemi svo sem frístundastarf fyrir hinn almenna íbúa á Akranesi.

Með Samfélagsmiðstöð nást markmið sem endurspeglað geta margbreytileika samfélagsins, og eykur möguleika íbúa á fjölbreytni í tengslamyndun og samfélagslegri þátttöku.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir ofangreind áform um uppbyggingu Samfélagsmiðstöðvar.

2.Áhaldahús og endurvinnsla Fjöliðjunnar

2112083

Sameiginlegur fundur með velferðar- og mannréttindaráði, skipulags- og umhverfisráði, ungmennaráði og notendaráði.
Kynning á hugmyndum um uppbyggingu á nýju áhaldahúsi og Fjöliðjunni endurvinnslu.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar ítarlega og góða kynningu.

Skipulags- og umhverfisráð fagnar og samþykkir uppbyggingu á nýju húsnæði fyrir áhaldahús og endurvinnslu Föliðjunnar ásamt möguleika á aðstöðu fyrir starfsemi Búkollu (nytjamarkaður).3.Innanbæjarstrætó - frístundastrætó

2110009

Útboð á innanbæjarstrætó.
Ólafur Adolfsson vék af fundi undir þessum fundarlið.

Skipulags- og umhverfisráð ítrekar mikilvægi þess að útboð fari fram í síðasta lagi í byrjun árs 2022.


4.Landsbyggðarstrætó - Leið 57

2112103

Breyting á landsbyggðarstrætó, leið 57 innanbæjar.
Rætt um leiðarbreytingu á landsbyggðarstrætó á Akranesi, til að lágmarka slysahættu m.t.t. stærðar núverandi strætisvagns og þeirra framkvæmda
sem nú eiga sér stað í eldri hluta bæjarins.

Skipulags- og umhverfisráð felur Jón Ólafssyni verkefnastjóra að vinna málið áfram og leggja endanlega tillögu fyrir ráðið til samþykktar.

5.Grundaskóli - uppbygging

2103323

Viðaukasamningur vegna arkitektaráðgjafar Grundaskóla C-álmu.
Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að vinna málið áfram.

6.Sementsreitur - útboð á byggingarrétti 2021

2112025

Sementsreitur, tilboð í byggingarrétt.
Annarsvegar voru gefin stig fyrir tillögur, hámark 40 stig og hinsvegar var boðið í byggingarréttinn, hámark 60 stig,

Eftirfarandi aðilar skiluðu inn tilboðum:

Heildarstig:
Bryggja 2, ehf. 25,5
Ferrum fasteignir ehf. 62,3
Fastefli ehf. 97,0
Húsvirki ehf. 67,2

Sviðsstjóra falið að taka samtal við Fastefli um framhaldið á grunni fyrirliggjandi útboðsgagna.

7.Breiðin - hugmyndasamkeppni

2106162

Samkeppnislýsing - drög
Skipulags- og umhverfisráð óskar eftir því að haft verði samráð við ráðið með reglulegum hætti vegna skipulagsmála á Breiðinni. Ennfremur að tryggt sé í samkeppninni að skipulagsvaldið sé alfarið hjá Akraneskaupstað.

8.Deiliskipulag Flóahverfis - Breyting grænir iðngarðar

2109252

Fundargerð kynningarfundar sem haldin var 2.12.2021
Fundargerð lögð fram. Stefnt skuli að því fyrir næsta fund ráðsins að fyrir liggi skipulagsgögn til auglýsingar.

9.Deiliskipulag Langasands

2112040

Drög að verksamningi við Landmótun og Sei studio varðandi deiliskipulag við Langasand og Sólmundarhöfða.
Skipulags- og umhverfisráð felur sviðstjóra að vinna málið áfram.

10.Aðalskipulag - breyting Jörundarholti

2106178

Aðalskipulag, breyting vegna íbúðakjarna.
Í ljósi mikilla mótmæla á staðsetningu íbúðakjarna í Jörundarholti og þess að verið er að skoða aðrar staðsetningar s.s. Skógahverfi 3C og 5, samþykkir skipulags- og umhverfisráð að hætt verði við áform um byggingu á íbúðarkjarna í Jörundarholti.
Fundarmenn samþykktu funargerðina með rafrænum hætti.

Fundi slitið - kl. 20:15.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00