Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

215. fundur 18. október 2021 kl. 16:15 - 18:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
 • Ragnar B. Sæmundsson formaður
 • Ólafur Adolfsson varaformaður
 • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
 • Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá
Ólafur Adolfsson tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnaðinn Teams.

1.Leikskóli Skógarhverfi, Asparskógar 25 - uppbygging, innanhússfrágangur

2104137

Tilboð voru opnuð í verkið "Leikskóli Asparskógum 25 - innanhússfrágangur", 8. október 2021.
Eftirfarandi tilboð bárust:

Tilboðsfjárhæðir eftir leiðréttingar:

SF smiðir ehf. kr. 497.683.709
E.Sigurðsson ehf. kr. 424.860.548
Ístak hf. kr. 430.714.853
Gimó ehf. kr. 432.533.634
Skagaver ehf. kr. 494.140.469

Leiðrétt kostnaðaráætlun kr. 383.291.780

Skipulags- og umhverfisráð leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.

2.Smáhundagerði

2105186

Endurupptekið mál frá því í júní á þessu ári.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að samhliða endurbótum innan núverandi hundasvæðis verði útbúið svæði fyrir minni hunda.

3.Aðalskipulag - breyting Hausthúsatorgs

2009133

13. október sl. fór fram rafrænn kynningafundur fyrir aðalskipulagsbreytinguna.
Fundargerð lögð fram.

4.Deiliskipulag Hausthúsatorgs

2009134

13. október sl. fór fram rafrænn kynningafundur fyrir nýtt deiliskipulag Hausthúsatorg.
Fundargerð lögð fram.

5.Aðalskipulag - endurskoðun 2018-2030

1606006

Farið yfir stöðu Endurskoðun Aðalskipulags, lögð fram tímalína.
Lögð fram tímalína frá skipulagshönnuði. Stefnt skal að því að endurskoðun verði lokið í apríl 2022.

6.Sementsreitur - uppbygging

2101238

Áframhald á uppbyggingu á Sementsreit.
Farið yfir framhald á frekari uppbyggingu á Sementsreit. Fyrir liggur úthlutun á lóðum við Suðurgötu og útboð á byggingarétti á reitum C og D.
Sviðsstjóra falið að koma með tillögu að tímalínu um frekari uppbyggingu á reitnum ásamt því að leggja fram hugmyndir um úthlutunarform.

7.Sementsreitur - götuheiti

2109028

Farið yfir tillögur að götuheitum fyrir sementsreit.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir samkvæmt meðfylgjandi fylgiskjali tillögur að nöfunum sem leggja skal undir íbúasamráð.
Ólafur Adolfsson samþykkti fundargerðina með rafrænum hætti.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00