Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

214. fundur 11. október 2021 kl. 16:15 - 19:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
 • Ragnar B. Sæmundsson formaður
 • Ólafur Adolfsson varaformaður
 • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
 • Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi
 • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá
Ólafur Adolfsson tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnaðinn Team.

1.Deiliskipulag Akratorgsreits - Suðurgata 93 breytt nýtingahlutfall

2108070

Umsókn um heimild til að hækka nýtingarhlutfall lóðar úr 0,8 í 0,95. Erindið var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, frá 8. september til og með 8. október 2021.
Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

2.Deiliskipulag Jaðarsbakka - hækkun á byggingu íþróttahúss

2110061

Umsókn um að breyta hæð íþróttahúss úr 10m í 11,5m, engin breyting er gerð á byggingarreit.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að grenndarkynnt verði samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Grenndarkynnt verði fyrir fasteignaeigendum við Einigrund 20, 22, 24, 26, 28, 30, 32, 34, 36 og Bjarkargrund 16, 18 og 20.

3.Innanbæjarstrætó - frístundastrætó

2110009

Minnisblað lagt fram um aðferðafræði við útboð á Akranesstrætisvagni.
Farið yfir aðferðafræði sbr. minnisblað um útboð á innanbæjarstrætisvagni.

Skipulags- og umhverfisráð telur rétt að horft sé m.a. til eftirfarandi atriða:

Lengri samningstíma m.t.t. fjárfestingar í strætisvagni sem gengur fyrir rafmagni sem orkugjafa. Horft yrði t.d. til 7 ára.
Tilraunastarfsemi sem felst í aukinni þjónustu verði mætt með á almennri rútu. Hún gæti líka nýst ef álag verður mikið.

Skipulags- og umhverfisráð telur rétt að það verði skoðað hvort skynsamlegt sé að heimila viðbótarstrætó (almenn rúta).

4.Sementsreitur - götuheiti

2109028

Tillaga að heitum nýrra gatna á Sementsreit.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar góða þátttöku íbúa í tillögum á götuheitum á Sementsreit. Stefnt að því að vinna málið áfram fyrir næsta fund ráðsins.


5.Faxatorg - endurgerð

2110068

Farið yfir útfærslu á endurgerð Faxatorgs.

6.Stjórnsýslukæra

2101254

Úrskurður í stjórnsýslukæru.
Lagt fram til kynningar.
Ólafur Adolfsson samþykkti fundarboðið með rafrænum hætti.

Fundi slitið - kl. 19:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00