Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

213. fundur 04. október 2021 kl. 16:15 - 19:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
 • Ragnar B. Sæmundsson formaður
 • Ólafur Adolfsson varaformaður
 • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
 • Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi
 • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá
Ólafur Adolfsson tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnaðinn Teams.

1.Smiðjuvellir 12-22 - sameining lóða

2103300

Sigurður Sigurgeirsson, Bjarni Már Bjarnason og Engilbert Runólfsson frá NH-1 ehf., dótturfélag Nordic Holding kynna uppbyggingu á svæðinu.

2.Aðalskipulag - breyting Hausthúsatorg

2009133

Kynningargögn um áframhaldandi vinnu við breytingu aðalskipulagi Akraness vegna skipulags Hausthúsatorgs.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að haldinn verði kynningarfundur um breytingu á aðalskipulagi við Hausthúsatorg.

3.Deiliskipulag Hausthúsatorgs

2009134

Kynningargögn fyrir áframhaldandi vinnu við gerð nýs deiliskipulags fyrir Hausthúsatorg.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að haldinn verði kynningarfundur um gerð nýs deiliskipulag við Hausthúsatorg.

4.Deiliskipulag 1. áfangi Skógarhverfi - breyting Beykiskógar 19

2106126

Grenndarkynnt var breyting á deiliskipulagi, sem fólst í að bæta einni hæð ofan á Beykiskóga 19. Athugasemd barst.
Lögð fram greinargerð við athugasemd sem barst við grenndarkynningu.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi greinargerð skipulagsfulltrúa sem svör við þeim athugasemdum sem bárust við breytingar á deiliskipulaginu. Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar og birt í B-deild Stjórnartíðinda. Jafnframt er lagt til við bæjarstjórn að ofangreind greinargerð skipulagsfulltrúa verði svar bæjarstjórnar vegna þeirra athugsemda sem bárust við deiliskipulagsbreytingunni.

5.Suðurgata 50a- Umsókn til skipulagsfulltrúa

2106193

Umsókn um að breyta iðnaðarhúsi í tvær íbúðir ásamt þjónusturými. Grenndarkynnt var breyting frá fyrri grenndarkynningu.
Lögð fram greinargerð við athugasemd sem barst við grenndarkynningu.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi greinargerð skipulagsfulltrúa og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja áform um byggingarleyfi sbr. grenndarkynningu.

6.Skógarlundur 6 - umsókn til skipulagsfulltrúa

2109227

Umsókn Guðlaugs I Maríassonar byggingarfræðings fyrir hönd lóðarhafa að Skógarlundi 6, um breytingu á deiliskipulagi Skógahverfis áfanga 3A. Sótt er um breytta staðsetningu bílastæðis innan lóðar, skv. skipulagsuppdrætti Drífu Gústafsdóttur skipulagsfræðings SFFI.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að grenndarkynna erindið skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir lóðarhöfum að Skógarlundi 4,5 og 8.

7.Deiliskipulag Garðalundar-Lækjarbotnar - óveruleg breyting

2108193

Tillaga að breytingu á skipulagsmörkum deiliskipulags Garðalundar - Lækjarbotna og 5. áfanga Skógarhverfis. Breyting felst í að skipulagsmörk skógræktarsvæðis sem er vestur með Akranesvegi við Einbúa, eru færð til samræmis við tillögu að deiliskipulagi 5. áfanga Skógahverfis. Breytingin felur ekki í sér breytta landnotkun né hefur hún áhrif á útsýni né skuggavarp.
Breytingin hefur verið grenndarkynnt samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

8.Aðalskipulag - Flóahverfi breyting

2110006

Kynnt drög að breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017, vegna breytinga á deiliskipulagi Flóðahverfis.

9.Deiliskipulag Flóahverfis - Breyting grænir iðngarðar

2109252

Kynnt drög að breytingu á deiliskipulagi Flóahverfis.
Skipulag- og umhverfisráð felur Höllu Mörtu Árnadóttur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

10.Langisandur, Guðlaug, Sólmundarhöfði - Útivistarsvæði, hugmyndasamkeppni, forval, hönnun, skipulag og framkvæmdir

1903467

Farið yfir niðurstöðu samkeppni Langasandsreits, tekin fyrir næstu skref.
Farið yfir niðurstöður samkeppninnar. Skoðað verði framhaldinu með verkefni við langasand sem gætu notið styrks frá framkvæmdasjóði ferðmannastaða.

11.Sementsreitur - götuheiti

2109028

Niðurstöður íbúasamráðs varðandi götuheiti á Sementsreit.
Niðurstöður lagðar fram. Stefnt að því að á næsta fundi ráðsins liggi tillögur um götuheiti er byggja á fyrirliggjandi niðurstöðum. Tillögur yrðu síðan bornar upp til frekara íbúasamráðs.

12.Innanbæjarstrætó - frístundastrætó

2110009

Útboð á Innanbæjarstrætó.
Skipulags- og umhverfisráð leggur áherslu á að útboðsgögn vegna innanbæjarstrætó verði tilbúinn í nóvember 2021. Í millitíðinni verði samningur um innanbæjarstrætó framlengdur til 1. júlí 2022.
Ólafur Adolfsson samþykkti fundargerðina með rafrænum hætti.

Fundi slitið - kl. 19:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00